RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Page 24

RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Page 24
ARTHUR LUNDKVIST RM fimleikamaðurinn sem hver andrá er lífshættulegt tvísýnutafl, heljar- stökk út í hið óþekkta, sem krefst hugrekkis og algleymishrifni. Hann lét berast á fljóti hins ótamda lífsafls, naut alls er gerðist og dáði hið blinda liugrekki hetj- unnar. En þessi draumölvaða bjartsýni átti andstæðu sína í öðrum aðal- þætti skapgerðar Nezvals, tregan- um, hinu seigdrepandi þunglyndi, sorg Hamlets nútímans. Hann var á sífelldum flótta undan angistinni og bölmóðnum mót undrum ver- aldar, á flótta undan þjáningunni mót 6jóðandi röst lífselfunnar. Ljóð lians geystust fram líkt og eldfákar himinsins, þrumuljóss- myndir í myrkri, atrennur freyð- andi úthafsbylgjimnar að strönd- inni. Sem tékkneskt Ijóðskáld er Nez- val skapandi nýs stíls, sem útvíkk- ar og eflir hið breytilega hlutverk ljóðsins. I höndum hans hefur ljóðið lireinsazt af ýmsum óljóð- rænxnn innskotum, fræðslubragn- um, hinu volgurslega innfjálgi ræðumennskunnar. Hann hefur fellt í ljóðið hina hröðu hrynjandi nútímans, jafnframt því sem hann brynnir því við uppsprettulindir undirvitimdarinnar. Hann lýsti sjálfur Ijóðum síuum sem hug- myndatengslum, sem ofist liafa saman án eftirlits skynseminnar, straumi augnablika, er lífselfan ein sameinar í farvegi sínum. Sumir hafa gagnrýnt Nezval fyr- ir að ösla í ljóðrænum hrærigraut, litríku hráefni, sem hann geri aldrei listræn ek.il. Hann er sak- aður um að hafa flúið á róman- tískan hátt frá veruleikanum, tím- anuin og sjálfum sér. Skáldskapur hans er sagður skorta menningar- legt gildi, og sérhver tilraun hans í þá átt hafi strandað á tízku- kenndri sjálfsblekkingu. En eng- inn frýr honum skáldgáfunnar þegar hann túlkar einmanakennd- ina í hjarta nútímamannsins, skelf- inguna andspænis tíinanum, er flýgur og eyðir lífi okkar, eða þeg- ar hann yrkir um óendanleikann, hið hræðilega og leyndardóms- fulla, sem opinberast í draumum næturinnar og í djúpum undirvit- undarinnar. Sú þýðing, er hér fylgir, er um það bil helmingur hins mikla ljóðs, er siðasta bók Nezvals hefst á, „Fimm mínútna leið frá bænum“. Síðan þetta var ritað, hefur Nez- val, jafn óvænt sem ánægjulega, komið í leitimar, eftir að hafa ver- ið talinn af í þrjú ár. Þátíðarform- ið á greininni mætti þó hæglega haldast eftir sem áður, sem eins- konar lieiðurskveðja til 6kálds, sem segja má að „risið hafi upp frá dauðum“. Lauslega þýtt. Hannes Sigfússon. 22
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.