RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Blaðsíða 28

RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Blaðsíða 28
RM AGNAR ÞÓRÐARSON um lei3 hallaði hún sér upp að honum; mýkt hennar fannst í gegnum fötin. Þau stóðu fyrir utan hótelið og horfðu í kringum sig, eins og þau væru að átta sig á tilverunni. Dyra- verðir voru í stympingum við drukkinn mann, sem vildi ryðjast inn. Gljáandi bílar biðu fyrir utan. Það voru dilkarnir, sem þeir drógu kvenfólkið úr almenningnum í. Jarmur og ragn við réttirnar. Hann hafði eitt sumar verið í sveit fyrir vestan, á næsta bæ við Brunná. — Hvað var það þá? spurði hún kalt og ópersónulega. Hún var mjög fjarlæg með myrkrið í bak- sýn. — Auður, aðeins nokkur orð — geturðu ekki gengið með mér fá- ein skref? — Hann tók aftur í handlegginn á henni og leiddi hana óvissri stefnu frá hótelinu. Hann reyndi að hafa hemil á sér til að sýnast rólegur. — Nei, ég get ekki skilið stelp- umar svona eftir, sagði hún og leit í áttina til liótelsins. Ljósaskiltið var enn uppljómað, klukkan ekki orðin tólf. — Stelpurnar em svo sem ekki á flæðiskeri staddar, sagði hann. Komdu, Auður. — — Liggur nokkuð á? — Öllu liggur á. Og hann leiddi hana burt. Nokk- ur augnablik heyrðu þau ekki ann- að en fótatakið í sjálfum sér á gangstéttinni. Auður hafði gengið niðurlút, nú rankaði hún við sér. — Heyrðu, hvers vegna raukstu svona út í dag? — Ég? Ég þurfti bara að flýta mér, laug hann og vildi sem fyrst eyða því tali. — Það var gott — ég helt fyrst að þú liefðir verið reiður, en Eiður sagði líka, að þér hefði legið á. Þögn. Síðan bætti hún við: — Hann hefur svo mikla trú á þér. — Jæja, sagði hann, — en þú? — Ég? Trú á þér? Hún spurði mjög undrandi og liló að spurning- unni. — Nehei, eg hef ekki trú á þér eins og Eiður — mér finnst bara stundum gaman að heyra þig tala. — Hvenær? — Ég veit það ekki, bara stund- um — guð, livað ætli stelpurnar haldi? Ég kvaddi þær ekki einu sinni. — Ó, þær skila sér. Hafðu eng- ar áhyggjur. — Nei, ég hef engar áhyggjur — maður á aldrei að hafa neinar áliyggjur — það er bara heimska. Bilið milli þeirra hafði mjókk- að ört og hann var kominn upp að hliðinni á henni. Hann var næstum höfði liærri en hún og sterkri lykt úr hári hennar, bland- aðri ilmvatni, sló fyrir vit hans. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.