RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Qupperneq 52

RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Qupperneq 52
STEFAN ZWEIG. (1881—1942). Stefan Zweig var aust- urriskur gyðingur. Ungur að aldri tók hann að rita um listir og bókmenntir í tímaritin í Vín og á háskólaárum sínum gaf hann út tvö Ijóðasöfn. Seinna ferðaðist hann mikið um Evrópu og einnig l öðrum heimsálfum. Á ferðalögum slnum kynntist hann mörgum frægustu rithöfundum sins tlma og sneri á þýzku vefkum eftir Verhaeren, Verlaine, Romain Rolland og fleiri. Eins og flestir þeir höfund- ar, sem ólust upp í Vinarborg á síð- ustu árum austurriska keisaradæm- isins, var Zweig mikill heimsborgari og ákafur andstæðingur þjóðernis- stefnunnar (nationalismans). 1 anda þess var hann lika einn af þeim fáu, sem reyndu að veita viðnám stríðs- áróðri ófriðaraðilanna i heimsstyrj- öldinni fyrri, og meðan á henni stóð skrifaði hann leilcritið Jeremía (1917). Eftir að Hitler hafði innlimað Aust- urríki í Þýzkaland var Stefan Zweig útlægur ger úr Þriðja rikinu og bæk- ur hans brenndar til ösku þar í landi. Er síðari heimsstyrjöldin brauzt út, var Zweig staddur í Bath á Eng- landi og hafði þá öðlazt brezkan borg- ararétt. Skömmu síðar fór hann til Bandarikjanna og þaðan til Brasilíu, en þar framdi liann sjálfsmorð árið 19i2, þá rúmlega sextugur að aldri. Mikill fjöldi rita í óbundnu máli liggur eftir Stefan Zweig, en einna kunnastur mun hann vera fyrir ævi- sögurnar. Auk þeirra fékkst hann við hin margvíslegustu efni, samdi leikrit, smásögur og ritgerðir og eina langa skáldsögu, Ungeduld des Her- zens (1988). Ótalið er þó það ritið, sem ef til vill er mesta afrek Stefans Zweigs, nefnilega sjálfsævisagan, Die Welt von Gestern, sem út kom að honum látnum. Við íslendingar eig- um kannski erfitt með að hugsa okk- ur sjálfsævisögu öðruvlsi en fulla af slúðursögum og upptalningum á öll- um liinum hégómlegustu einkamálum höfundarins. Hér bregður heldur öðruvísi við. Þessi sjálfsævisaga er jafnframt brot úr menningarsögu Evrópu, þessarar heimsálfu, sem Stefan Zweig unni hugástum og taldi óskipta vera föðurland sitt. Hið sama gildir, hvort hann lýsir skólabragn- um á 19. öld, hinum rotnu, liræsnis- fullu siðferðismálum borgaranna eða dvöl sinni í höfuðborgum Evrópu, um allt þetta er fjallað með öryggi og yfirsýn heimsborgarans, og á þann hátt að manni verður ógleymanlegt. Lýsingar hans í bókinni á þeim Romain Rolland, Rilke, James Yoyce og mýndhöggvaranum Rodin o. fh munu eiga fáa sína líka. Það sýnishorn úr ævisögunni, sem hér er prentað, er tekið úr kafla, sem nefnist Skólar á 19. öld. Bækur Stefans Zweigs, sem þýddar hafa verið á ■ íslenzku, eru: Maria Antoinette, Maria Stuart, Joseph Fouché, Magellan og Undir örlaga- stjömum. I. P. 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.