RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Síða 61

RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Síða 61
J. H. O. DJURHUUS. Jens Hendrik Oliver Djurhuus er fieddur í Þórshöfn 26. febrúar 1881. Hann lagði stund á lögfrœði og tók lögfræðipróf frá Kaupmannahafnar- liáskóla 1911. Síðan gegndi, hann um hrið lögfræðistörfum í Þórshöfn, en fluttist þaðan til Kaupmannahafnar og hefur búið þar siðan. Djurhuus er almennt viðurkenndur langbeztur færeyskra Ijóðskálda, þeirra, sem nú eru uppi. Hann hefur ort lítið, innan við hundrað frum- samin kvæði hafa frá lionum komið, en auk þess nokkuð af þýðingum, sem þykja mjög góðwr. Flest Ijóð Djurhuus einkennir dap- ur, tregafullur tónn. Sorgin, hin grimmu örlög mannsins, er uppistaða mikils hluta kvæðanna. Þó þylur skáldið hvergi harmatölur. Klökkva gætir aldrei í rödd þess. En Djurhuus dregst að hinu tragiska. Sorgin er sú tilfinning, sem hann kennir dýpsta, upprunalegasta og fegursta i brjósti sér. Hann er efunarmaður: „Utan frændur og heim, utan land, utan gud, fell mær glerrunnin blóma, ivin, í lut. Hennar fræstund er í október, tá um vetur og frost einans hop er“. „Ver sterk ...min sál“, glæsilegt kvæði, sem Djurhuus orti aðeins 2U ára gamall, er eins konar reiknings- skil við sjálfan hann og tilveruna. Það gæti staðið sem einkunnarorð hans. Ufsskoðunin er döpur, en karl- mannleg, í einföldum mikilleik sínum: „Ver sterk min sál á köldu náttarvakt, har engi altarljós til gudar brenna, har hvör ein vón av fannkava varð takt, og hjartað ongan hita meir kann kenna; ver stór mín sál sum rúmdar kalda tögn, ið eina er, tá ið slökknar lívsins sögn“. Forngriskt lyndi, bjart, þróttmikið og heiðríkt, einkennir mjög skáldskap þessa ágæta Ijóðmanns. Hann flýgur hátt og dregur amsúg í flugnum. Og hinn norræni skáldskapur, sízt þrótt- minni eða ókarlmannlegri hinum griska, hefur efnnig sterkt aðdrátt- arafl. Skemmtilegra áhrifa frá ís- lenzkum fornritum gætir víða í Ijóð- um Djurhuus. Mörg yrkisefni sín sæk- ir hann til norrænna sagna. Skáldleg eru kvæðin „Hin friðleysi“ (um Gretti), „Turid Megineinkjan“, „Tor- móð Kolbrúnarskald“ og „Gandkvæði Tróndar". Hið síðastnefnda endar á þessa/ri Ijóðlínu: „Högt kvöður heiðin örn“. Djurhuus er i Ijóðlist sinni heiðinn örn, sem svifur um háloftin svöl og tær. Hér birtast þrjú kvæði eftir Djur- huus. Er þess að vænta, að lesendur RM fúii notið þeirra til nokkurrar hlítar, þótt þau séu á færeyskri tungu. Fyrsta kvæðið er einfalt að formi, yndislega Ijóðrænt og fallegt. Þar hljómar hinn bjarti og mjúki streng- ur í hörpu skáldsins. Annað kvæðið er einnig meistaralegt. Það hefur til að bera kliðræna mýkt, seiðandi hljóð- fall. Þriðja kvæðið er mest og stor- felldast. Einkenni þess er megin- kynngi og næsta himnesk tign. Það minnir einna helzt á mikla, gotneska dómkirkju frá miðöldum. G. G. 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.