RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Page 71

RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Page 71
STEINBRtJIN YFIR ROSSITSU RM ég hugði mig hafa getað fómað lienni og gleymt henni. Ég var drukkinn. Guð fyrirgefi mér. Eftir miðnætti, þegar fyrstu hanarnir gólu, fóru allir ringlaðir heim til sín. Ég gekk ekki til hvíldar, én sat á steini og hugsaði. Hvað ég hugsaði, man ég ekki nú. Þegar ég sat þarna, heyrði ég kallað á mig: — Ma-a-anol. Ég reis á fætur og gekk beint á röddina. Máninn veitti mjúku, gulu flóði yfir akrana. Hve lengi ég gekk, man ég ekki; ég var týndur í eigin hugsunum. Að lok- um sá ég, á litlum hól, á miðjum hveitiakrinum, nakta konu; laust, svart hár hennar náði til jarðar. Hún hafði komið frá vinstri, það sást á slóðinni í hveitinu. Hver veit liVaðan hún kom? Víðlendur akurinn var ölvaður af stjömu- skini og söng. Hver veit, ef til vill var ég eitthvað annarlegur í höfð- inu ennþá. Ég leit ekki af henni, sem beið mín. — Ma-a-anol. Einhversstaðar ýlfruðu hundar. Þeir teygðu trýnin móti tunglinu og spangóluðu. Mér fannst það ömurlegt. Ég vissi ekki, hvers vegna. Ég stóð kyrr og horfði á hana. Ég titraði. Hveitiöxin titmðu líka og byrjuðu að sölna. Hver var konan? Hvar hafði ég séð liana? Þessi dimmu augu. Ó, móðir, ég liafði aldrei litið í þau, en samt voru þau mér kunn. Þau luktu um mig og hún kom í áttina til mín, hvít og fögur. Ég liafði aldrei séð nakta konu. Það þaut í dökku hári hennar, augu hennar brenndu mig. Allt í einu urðu hveitiakrarnir svartir og hún breiddi nakinn faðminn móti mér. — Lengi hef ég beðið þín. Um leið og liún mælti þessi orð, þekkti ég hana. Það var Milka. Ég æpti. Nei, ég æpti ekki. Ég var gantekinn af skelfingu. Ég hljóp yfir akrana, og hún á eftir mér. — Hví flýrð þú, Manol? Við drakkum festaröl í dag. Sástu ekki allt fólkið úr öllum þorpunum, sem kom til þess að samfagna okkur? Ég fann mjúkt hár hennar kæfa mig. Loginn á litla kertinu fyrir framan dýrlingsmyndina blakti og slokknaði. Máninn fólst bak við kirsuberjatréð. Gamla konan lagði lófann á enni sjúka mannsins og grét. Kettlingurinn elti skuggana eft- ir mjóu, hvítu götunni. Lengra burtu, úti á hveitiökrunum reikaði heilagur Elías og las lyfjagrös í mánaskininu. Hann spurði, hvort hann ætti að biðja guð um vatn. Og liveitiöxin svöruðu honum. 65
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.