RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Side 81

RM: Ritlist og myndlist - 01.03.1948, Side 81
NÓTT I SERBÍU RM VICENTE BLASCOIBÁNEZ (1867-1928) var Spánverji, ættaður frá Valenciafylki. Hann var lögfræð- ingur að menntun, en gerðist blaða- og stjórnmálamaður að námi loknu og var svarinn andstæðingur yfir- atéttarinnar og klerkavaldsins. Hann var fangelsaður hvað eftir annað fyrir svæsnar árásir á stjómina og varð að hverfa úr landi um skeið. Ibánez var afkastamikill rithöfundur og þýddi auk þess mikið. Sögur hans þykja nokkuð sundurleitar að efni og gerð, eins konar sambland rómantísku og raunhyggju. Bezt lætur honum að skrifa um óbrotið og frumstætt fólk eins og hann kynntist því í átthögum sínum. — Ibánes hefur verið mikið þýddur og mikið lesinn og hlotið rniklar vinsældir, ekki hvað sízt í Ameríku, en þangað fór hann í fyrir- lestraferð eftir heimsstyrjöldina fyrri. Á íslenzku mun lítið sem ekk- ert hafa verið þýtt eftir hann. K. B. niánuðum áður: Barátta við hung- ur og kulda; orustur í fannfergi, 1 gegn 10; ekipulagslaus flótti hæl- islausra manna og dýra, ráðlausrar hjarðar, með síspúandi byssukjaft- ana í bakið; brennandi þorp; særðir borgarar og seinheppnir stríðsmenn hljóðandi í eldhafinu; limlestar konur með hlakkandi varginn yfir höfði sér; flótti Pét- urs gamla konungs, gigtsjúka kramaraumingjans, sem ekki hafði annað við að styðjast en kvistótt prik á krossgöngu sinni yfir fjall- lendið, hokinn og fár, — en býður örlögunum byrginn, eins og einn af konungum Shakespeares. Ég virti þessa serbnesku kunn- ingja mína fyrir mér, meðan á viðræðum stóð. Þetta voru vask- legir piltar, spengilegir og krafta- legir, ineð livasst arnarnef, og odd- skorið yfirskegg. Undan húfum þeirra, sem voru áþekkastar litl- um húsum með hvolfþökum, féll hárið eins og heljarmikið fax. Þeir höfðu svipmót þeirra listamanna, sem ungar og tilfinningaríkar kon- ur dreymdi um fyrir fjörutíu ár- um, — í grágulum einkennisbún- ingum, með festulegt og djarf- mannlegt yfirbragð manna, sem alltaf horfast í augu við dauðann. Þeir héldu áfram tali sínu. Þeir ræddu um atburði síðustu mánaða, og var þar eins og þeir væru að tala um afreksverk Marko Krailov- itch, serbneska fullhugans, sem barðist við Wila, óvættir skógar- ins, með liöggorm að vopni. Ekki alls fyrir löngu höfðu þessir menn, sem nú sögðu sögur sínar í veit- ingahúsi í París, háð ógnþrungna 75
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.