Ljóðormur - 01.06.1990, Side 10

Ljóðormur - 01.06.1990, Side 10
8 Gaius Valeríus Katúllus Gaius Valeríus Katúllus Ástarljóð i Hatri er ég haldinn og ást. Hvað veldur því veit ég samt ekki. Eitt veit ég aðeins og finn: endalaust kvelur það mig. II Lifum saman, Lesbía mín, og elskumst, og skeytum ekki um geðill gamalmenni. Þau mega rausa okkar vegna að vild. Sólir geta sest og risið aftur, en okkar bíður, þegar dagsljós dvín, dimmur svefn um endalausa nótt. Kysstu mig þúsund kossa, síðan hundrað, og þúsund kossa enn og aftur hundrað og þúsund þar á ofan, síðan hundrað. Og loks er kossatalan telst þúshundruð, þá týnum við henni, svo að enginn viti né nokkur geti litið öfundarauga allan þennan mikla kossafjölda. III Hann mér þykir himneskum guði líkur, hann, ef unnt er, skipa sér ofar guðum sem gegnt þér situr, horfir á þig og heyrir hlátur þinn óma undurblíðan, verð ég þá vesæll maður viti firrtur, Lesbía, er ég sé þinn unga blóma, enginn er mér þá rómur eftir í munni:

x

Ljóðormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.