Ljóðormur - 01.06.1990, Side 18

Ljóðormur - 01.06.1990, Side 18
16 Heinz Czechowski ég kannast við andlitið af gulnaðri ljósmynd, veitti honum viðtöku, því sjötta. 6 Lærði að sjá. Sá. Lærði að skrifa. Skrifaði. Veiddi fiska í skurðinum (það var bannað), rétti úr sér eftir hverja barsmíð. Tók utan um stelpu úti í skúr. Varð lærlingur, hermaður. Var á þrennum vígstöðvum, fékk orðu. Lét kaupa sig gegn rauðliðunum. Skildi. Skildi ekki. Skolaði upp á strönd stórborgarinnar. Fékk vinnu og keypti sér nautasteik fyrir mánaðarlaunin. Elskaði konur, hefði soltið í hel, drukknað, var bjargað af kvenmanni, giftist honum, gat böm, eitt þeirra gæti verið ég. 7 Þessa manns minnist ég með þökk. 8 Þrengingar hans eru þrengingar mínar. Hann breytti ekki tímunum. Hvað get ég gert? Það tók hann of Iangan tíma að skilja: ég sé hann sitja í sjúkrahúsgarðinum, næstum án vonar, með bók á hnjánum, sá sem skrifaði hana skal ekki nefndur framar, ég heyri hann segja: Ég brást eigin lífi, tímunum. 9 Bregðast eigin lífi, tímunum — um það mætti ræða! Allir aðrir tímar, segi ég, væru betri en mínir.

x

Ljóðormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.