Ljóðormur - 01.06.1990, Page 28

Ljóðormur - 01.06.1990, Page 28
26 „Ekki þó alla læknana?1 (Hlátur) , „Rabínovitsj?" „Rabínovitsj." „Abramovitsj?“ „Abramovitsj." „En Gúrévitsj?“ „Líka Gúrévitsj." „Og Pétrov, ívan Pétrovitsj ...“ (Hér gerast nú undarlegir hlutir.) Náunginn leit á mig ógnvænlega — Það sló um mig allan köldum svita — „Þú ert kannski sjálfur í sérhópi, kallinn? Félagar, hér er eitt gáfnaljósið!" Já, stríðinu lauk, og þá hófst slíkt blóðbað, að jafnvel Guð — besti vinur minn gat engum manni bjargað. t Guð hefur nefnilega einn mikinn galla! Gáfur setja hann alltaf úr jafnvægi. Geir Krist já risso n þýddi Kvxðin hér á undan eru öll frá sjöunda áratugnum. Þá voru „braggaskáldin" rússnesku upp á sitt besta, og ígor Holín og Gen- rikh Sabgír voru þar framarlega í flokki. Allt voru þetta ungir menn og ádeilugjarnir, kenndu sig við braggana I fangabúðum Gúlagsins og úthverfum sovéskra stórborga, en þangað sóttu þeir gjaman yrkisefni sín. Meðal þeirra voru líka vísnasöngvarar, einsog skáldið Galitsj sem nú er þeirra frægastur. „Braggaskáldunum“ svipaði um margt til jafnaldra sinna á Vesturlöndum, höfðu ótrú á tæknidýrkun, viðteknum skoðunum og ríkjandi hugmyndafræði heimalandsins. Kvæði þeirra fengust ekki prentuö, en gengu manna á milli í afríti (samízdat) eða vom flutt ( þröngum hópi áhugamanna. Hvað síðar hcfur orðið um þá Holín og Sabgír er mér ókunnugt um. G.K. t Skírskotun til læknamálsins fræga 1953

x

Ljóðormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.