Ljóðormur - 01.06.1990, Page 32

Ljóðormur - 01.06.1990, Page 32
30 Tomas Tranströmer Tomas Tranströmer Næturgalinn í Badelunda Í grænu miðnætti við norðurmörk næturgalans. Þungt Iauf drúpir í leiðslu, heymarsljóir bílar geysast að neonlínunni. Rödd næturgalans víkur ekki til hliðar, hún er skerandi eins og hanagal, en fögur og laus við hégómleika. í fangelsi var ég og hún kom til mín. Sjúkur var ég og hún vitjaði mín. Ekki tók ég eftir henni þá, en núna. Tíminn streymir niður frá sólinni og tunglinu og inn í allar tikk takk tikk þakklátar klukkur. En hér á þessum stað er enginn tími. Einungis rödd næturgalans, þessir nístandi gjöllu tónar sem hvessa bjartan ljá næturhiminsins. Rómanskar hvelfingar í risavaxinni rómanskri kirkju var örtröð ferðamanna í rökkrinu. Hvelfing gapti inn af hvelfingu og engin yfirsýn. Fáeinar ljóstýrur flöktu. Engill án andlits faðmaði mig að sér og hvíslaði gegnum allan líkamann: „Skammastu þín ekki íyrir að vera manneskja, vertu stoltur! Inni í þér opnast hvelfing af hvelfingu án enda. Þú ert aldrei fullgerður, og þannig á það að vera.“ Ég var blindur af tárum og hrökklaðist út á sólbakaða piazza ásamt Mr. og Mrs. Jones, Herra Tanaka og Signora Sabatini og inni í þeim öllum opnaðist hvelfing inn af hvelfingu án enda. Njörður P. Njarðvík þýddi.

x

Ljóðormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.