Ljóðormur - 01.06.1990, Side 34

Ljóðormur - 01.06.1990, Side 34
32 Sylvia Plath Sylvia Plath Lady Lazarus Ég framdi það aftur. Tíunda hvert ár tekst mér það. Eins konar gangandi kraftaverk, hörund mitt bjart einsog nasísk ljóshlíf, hægri fótur minn pappírsfarg, andlit án drátta, fíngert júðskt lín. Flettu burt dulunni þú fjandmaður minn. Fæ ég þér skelfingar? Nefið, tóftirnar, tennurnar allar? Fúl öndunin mun horfin fyrir kvöld. Brátt, brátt mun holdið sem hellisgröfin át orðið heimavant á mér og ég brosandi kona. Ekki eldri en þrítug. Og líkt og köttur skal ég níu sinnum deyja. Þetta er þriðja sinnið. Hvílíkt fánýti að útmá hvern áratug. Hvílík mergð örþráða. Hnetjubryðjandi múgurinn hrúgast inn að sjá þá afsveipa mig uppúr og niðrúr. Stripptísinn stóri. Herrar mínir, frúr.

x

Ljóðormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.