Ljóðormur - 01.06.1990, Page 35

Ljóðormur - 01.06.1990, Page 35
Sylvia Plath 33 Þessar eru hendur mínar hné mín. Ég er kannski skinn og bein, en þó er ég söm, sama konan. í fyrsta sinnið var ég tíu. Þá var það slys. í annað sinnið ætlaði ég að þrauka og koma ekki aitur á ný. Ég skall aftur einsog skel. Þau urðu að kalla og kalla og plokk’ af mér orma sem klístraðar perlur. Að deyja er list, sem allt annað. Ég firem ’ana fádæma vel. Ég frem ’ana þannig að virðist mér víti. Ég frem ’ana þannig að virðist ekta. Ég held mætti segja ég eigi mér köllun. Ekkert mál að fremj’ana í klefa. Ekkert mál að fremj’ana og fara ekki fet. Það er þessi Ieikræna endurkoma um hábjartan dag til sama staðar, sama andlits, sama grófa glaðhlakkalega hróps: kraftaverk sem leggur mig í rúst. Krafist er gjalds fyrir að skoða ör mín, krafist er gjalds fyrir að hlusta á hjarta mitt. Það gengur í raun. Og krafist er gjalds, mjög verulegs gjalds fyrir orð, fyrir snertingu eða lögg af blóði lokk úr hári mér eða bút úr fötum. Svona, svona, Herr læknir. Svona, Herr fjandmaður.

x

Ljóðormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.