Ljóðormur - 01.06.1990, Síða 46

Ljóðormur - 01.06.1990, Síða 46
44 Eysteinn Þorvaldsson og vísumar flugu af vörum þínum. í rauninni blasir viö mestallt litróf ljóðagerðarinnar á öldinni í þess- um bókum. f meginatriöum yrldr hver og einn af þessum 37 ljóða- smiðum í samræmi viö tísku sinnar kynslóðar og einungis hinir yngstu samkvæmt nýjustu tísku þegar bækumar komu út í fyrra. Kristján Þórður Hrafnsson er hér helsta undantekningin; ljóöum hans svipar mjög til nýrealismans á 8. áratugnum. Þeir höfundar, sem fæddir eru á 3. og 6. áratugnum, yrkja einnig að mestu f ný- raunsæjum stfl eins og jafnafdrar þeirra geröu á 8. áratugnum, en þá ca 15 ámm yngri en nú. Og því skyldi nýrealisminn ekki eiga sína fulltrúa áfram. Ljóð Guölaugar Maríu Bjamadóttur, ekki síst þau sem fjalla um aðstæður kvenna, eru dæmi um þennan tjáningar- máta: einföld, markviss tjáning með beinum myndum. Af svipuðum toga er tjáningin I ljóðum Tryggva V Líndals, Gísla Gíslasonar og Þórs Stcfánssonar og raunar Stefáns Steinssonar og Ólafs Páls líka. Skáldskapur hinna efnilegustu meðal yngstu skáldanna, sem fram komu á 9. áratugnum, er hinsvegar f flestum tilfellum innhveríúr. Þau snúa baki við nýraunsæinu, rauntrúu hversdagsumhveríi og félagsmálaboðskap. Þess f stað lfta þau f eigin barm og túlka tilfinn- ingar sfnar og vitund sfna, oft f knöppu formi og torræðu mynd- máli. Skýrasti fúlltrúi þessarar kynslóðar f hópnum er Jónas Þor- bjamarson sem óvírætt er skærasta vonarstjaman f þessum nýliða- hópi. Ljóð hans eru knöpp, myndrík og yfirleitt afar fágaður skáld- skapur og bók hans sannarlega óvenjugott byrjandaverk. f Ijóöum hans er vakandi fhugun og alvarlcg könnun á eigin lífsafstöðu þar á meðal viðhoríúnum til skáldskaparins, t.d. í ljóöinu Ég styðst við merkingu: held í þráðinn af því ég veit í hinn endann hcldur enginn held mig í teygjanlegri grennd við þéttan vef merkingar þar sem syndimar eru syndir ekki fyrirgefnar spinn úr kulda og hiu sannindi sem ég trúi að vild Margir fleiri yrkja um sköpun og vanda ljóðsins og um oröabúskap- inn, t.d. segir Þór Stefánsson í 26. ljóði sínu: „Orðlaus glatar maður- inn / merkingu sinni // og ekkert verður eftir / nema enn ein dýra- tegund.“ Súrreaffskum tilhneigingum bregður fyrir hjá tveimur af yngstu höfúndunum, Baldri A. Kristinssyni og Úlfhildi Dagsdóttur, sem eiga saman kver með fáeinum ljóðum, og einnig hjá Hörpu Bjömsdótt- ur. Það er auðviuð tilgangslftið að spyrja um hvað þessir nýliðar á skáldaþingi yrki. Sérstaklega er slfk spuming hæpin varðandi stóran hóp ósamstæðra skálda. Einstökum skáidum er skiljanlega lftt gefið um slfkar spumingar. „Menn em alltaf að yrkja um lífið og tilver-

x

Ljóðormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.