Ljóðormur - 01.06.1990, Side 49

Ljóðormur - 01.06.1990, Side 49
Eysteinn Þorvaldsson 47 Spor eftir mann og hund ... hingað Aðrir segja tæpast neitt sem gefur til kynna að náttúran skipti máli. Það eru þá auðvitað önnur hugðarefni sem fyila líf þeirra og tilveru, hugðarefni sem kunna vissulega að finnast hjá náttúruskáldunum einnig. Þar má til dæmis nefria tUvist nútímamannsins sem skiljan- lega er borgarbúi eins og flest þessi skáld. Hvemig skyldi þeirri skepnu líða, hver eru vandamál hennar og áhugamái? Það er t.d. Skrifstofuprinsinn, en svo heitir ljóð eftir Gísla Gíslason; hann „fer fimum fingrum / um reiknivélina sína. / Hann strýkur hana / blíðum höndum." Botn stúlkunnar við skiptiborðið glampar þrýstinn f augum hans. Brúnt bindið við rakaðan barkann undirstrikar stöðu þessa manns. Stefán Steinsson kann að segja sögur af vinum sem heimsækja Víði- mcllur, af hrakfrUlabálkinum Júlla, af drykkfclldri konu f húsinu handan götunnar og af hjúum sem lentu í vitlausu sfmasambandi. En það er ungskáldið Kristján Þórður Hrafnsson sem eftirminnileg- ast yrkir um nútímakariinn í borginni, hinn óráðvanda slæpingja sem slarkar um nætur „lyktandi af áfengi og pyisu“ (Til Láru), ein- mana í ráöviUtri leit aö einhverju. En líka um metorðastritarann í allri hans sjálfsupphafningu, „virðulegur / staðfastur / blýfastur/í sjálfúm sér / og sjálfshugmyndum /... / fjötraður / bak við jakkaföt- in/kann sín takmörk / þekkir ekki draumflugið" (Hcegum skref- um). Og nútímakonan? Guölaug María Bjamadóttir bregður í nokkrum ljóðum upp gagnrýnum raunsæismyndum úr lífi hennar, frelsi og ófrelsi, á öldurhúsum borgarinnar, f hversdagsstriti og áhyggjum móður húss og barna. Sérlega írónískt er Hcegðarleikur en þar stendur m.a.: það er leikur einn að fela hvaö sem er í óhreinatauskörfunni það er leynistaðurinn það er okkar einkavinnuherbergi Þar rúmast barinn og sígarctturnar dömubindin og pillumar ljótu hugsanimar hræðslan magnleysið og sjálfsvirðingin. Slfk ljóð um aðstæöur kvenna eða samfélagslegt háttemi þeirra em afar fáséð hjá hinum skáldkonunum. En flest skáldin yrkja um hinn viðstööulausa samdrátt, togstreitu, sambúð, ást og sundmngu konu og karls. Og hér er af miklu að taka. Ástin er fögur, indæl og eftir- sóknarverð meðan hún er vænting eða söknuður. En sambúöin og hjónabandið em eyðileggjandi eða hreinlega rjúkandi rúst. Hér er t.d. til vitnis Helga Kvam sem á nokkra gróteska texta f Ifflegu en mistæku safnriti ungra Akureyringa er nefnist Rifbein úr siðum.

x

Ljóðormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.