Ljóðormur - 01.06.1990, Qupperneq 55

Ljóðormur - 01.06.1990, Qupperneq 55
Eysteinn Þorvaldsson 53 byggir hann ekki bara á þjóðlegheitum og viöráðanlegum skyn- heimi, heldur á utansólkerfis-sælu sem við getum notið góðs af lifandi og ekki síður dauð. En ljóð flestra tjá óvissu, kvíða og ein- manakertnd. í ljóði eftir Bjöm Erlingsson er mælandinn feiminn við nágranna og hræddur við illskeytta menn og í ljóðinu Það veit Guð segir hann m.a.: „En Guð veit þegar kvöldar / tek ég á rás / stekk út í myrkreið / læt það gleypa mig. / f von um að verða / eilíf bráð.“ í ljóðinu Gluggar eftir Gísla Gíslason situr mælandinn einn í rökkr- inu og mænir á gapandi glugga í blokkinni andspænis. „En það er tvöfalt gler á milli." Svipaða einsemd og tengslaleysi túlkar Kristján Þórður í myndrænum ljóðum, Brautarteinamir og Veggimir. Eng- inn getur annan stutt: „Hver er sjálfum sér næstur" segir í 47. ljóði Þórs Stcfánssonar, „þótt hann nái sér aldrei / nema í skiptum fyrir annan. // Þú stendur einn // ásamt fleimm.“ Og í tjóðinu Kviksand- ur segir Finnur Torfi: „... við sökkvum eitt og eitt /því enginn á sér bróður / sem heyrir neyðarhrópin.“ Þetta virðist vera heimur án fyr- irheita þar sem maðurinn er alltaf einn og óvíst um markmið og afdrif. „Sá dagur sem þú mæltir jjér mót við / kemur ekki“ segir í Viðböfh eftir Jónas Þorbjamarson. En í Ævintýri eftir sama höfund siglir sá sem ávarpaður er í Ijóðinu burt Ijær og fjær en „óvissuhaf / djúpir straumar ... // og land! / þú bjargast I land // þess albúinn að undrast.“ Enn er því hægt að vona og undrast og gleðjast. Lífið hefúr líka nokkuð að bjóða f ljóðum Gunnars Kristinssonar. í Ijóð- inu leikkassi er það fullt af ævintýmm sögum og tónlist og: „stígum tryUtan dans / fljúgumst á/slengjum saman höndum / hlaupum á þeim //vemm trúðar lífsins // fiflin.“ í fyrstu ljóðabókum ungra höfunda hafa sjálflægar raunatölur töngum verið algengar og oft með nokkm tómahljóði. SlQcu bregð- ur fyrir í umræddum bókum en sem betur fer minna en oft áður. Dapurlegast kveður Bjöm Þorsteinsson sem í aUmörgum Ijóðum barmar sér yfir grátefni og einmanaleika: „Raunamædd og brostin / stara augu mín útí þykkt svartnættið,"10 eða: „sál mín /ýmist fáskipt- in einsog fáni í vindi/eða tryllt úr kvöl ótal nístandi nála.“u Að sjálfsögðu em sálarhreUingar gott og gilt yrkisefni en hætt er við að lesendum ofbjóði ef ekki er hafður hemiU á tilfinningaseminni. Og hana á Bjöm eftir að hemja, og einnig málfarið, hann sýnir f síðasta ljóði bókarinnar, 71/ alls þyrst, að hann er fullfær um það og stund- um á hann til efnilega myndvísi. Kennimerki sjálflægrar umkvörtun- ar ungskálda em gjarnan orðin „sál“ og „hjaru“. Sálin er alloft á ferðinni hjá G. Rósu Eyvindsdóttur þótt ekki sé hún eins harmi þmngin í Ijóðunum og Bjöm. Hjá henni nægir líka skáldsýnin í eina mynd sem getur verið sterk þegar best lætur, t.d. þessi: „Kjamorku- vetur/ekki gráta/tárin frjósa.“ Birgitta Jónsdóttir hefur mestar mætur á orðinu „auga“ en bæði hjá henni og Bimi em sál og hjarta margendurtekin mótíf og í mjög áþekkum hugrenninmgatengslum hjá báðum. „ískrandi örvænting" er í Ijóði Birgittu, Örvœnting, en „í nístandi örvæntingu" gnístir maður tönnum í ljóði Bjöms Um mannsbamsins báðulegu forlög. Seinni hlutinn í ncfndu ljóðu Birgittu er svona: Lýsandi sem neon í niðamyrkri. Nakin sál. - ískrandi örvænting.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ljóðormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.