Ljóðormur - 01.06.1990, Side 61

Ljóðormur - 01.06.1990, Side 61
Þórður Helgason 59 manna — og skilar árangri sem án efa gleður þá sem una sér við góðan og vandaðan skádskap — og skemmtilcgan. Vaxa með grasinu Orðin vaxa f kringum mig eftir Þuríði Guðmundsdóttur. Skákprent 1989. Varla verður því haldið fram að Þuríður Guðmundsdóttir fari offari í Ijóðagerð sinni. Nú nýlega kom út eftir hana 6. ljóðabókin Orðin vaxa { kringum mig. Fyrsta ljóðabók hennar, Aðeins eitt blóm, kom út árið 1969. Þuríði hefúr tekist að sigla fleyi sínu klakklaust framhjá því skeri íslensks bókamarkaðar sem sumir halda að sé vítt land og fagurt og á ég þá við skrumið og hégómann sem verður nú æ sterkara einkenni bókaútgáfúnnar og tengist jafnframt æ minna góðum skáldverkum. Þegar Ijóðabækur Þuríðar cru Iesnar verður ekki vart neinna stórra stökka á þessu 20 ára skeiði. Skáldkonan hefur ávaxtað pund sitt vel og áberandi er samfclldur ljóðrænn þráður gegnum allar bækumar, myndmál sem ekki hefur tekið miklum breytingum öðmm en síauk- inni fágun til fullkomnunar. Þrátt fyrir þetta bólar hvorki á einhæfni né þreytandi endurtekningum sömu stefja. Þuríður beitir sjaldan flóknu eða firumlegu myndmáli. Þrátt fyrir það er myndvísi, sterkar Ijóðmyndir, aðall ljóðanna ásamt smekkvísi í orðferi öUu. Fyrsta ljóð bókarínnar er Vormorgunn: Vormorgunn Fiðlur morgunsins fúglar í trjám fótatak raddir blá þögn næturínnar brýtur af sér reifablöðin springur út verður stórt gult ljós sem talar og syngur í sólskini Þetta ljóð getur að mörgu leyti staðið sem dæmi um Ijóðin í bókinni sem heUd. Svo sem fram kemur hér sækir Þuríður oftast myndir sínar til jurtaríkisins. Litum beitir hún mikið og af nærfemi. Innileg- ur tónn ljóðsins og tilfinning eiga mörg systkini f bókinni. í heild fjalla ljóð Þuríðar í þessari bók um dýrustu gjöf lífsins, lífið sjálft, það undur að feðast, lifa og deyja — og feðast að nýju, það undur að fá að njóta gjafanna yfirlætislausu sem ekki verða keyptar en eru lagðar að fótum okkar — og því oftast léttvægar fúndnar: Allt þetta smáa Sólin vindurinn mosi á gráum vegg

x

Ljóðormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.