Morgunblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 1
36 SÍÐUR 131. tbl. 66. árg. FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. íranskeisari í Mexíkó: (Símamynd AP) Vínþurrö — Heittrúaðir Múhameðstrúarmenn f Teheran sjást hér hella niður vínbirgðum Intercontinental hótelsins þar í borg. Kvörtun barst til byltingarnelndar Khomeinis trúarieiðtoga Irá einum startsmanni hótelsins þess etnis að gestir á hótelinu gætu enn íengið áfenga drykki á herbergi sfn. Var þá brugðið við hart og öiiu víni I kjaliara hótelsins hellt niður. Er talið að verðmæti þess hali verið um 340 milljónir ísl. króna. Er nú ekki deigan dropa að hala á Intercontinental hótelinu í Teheran. W Eg er ekki hræddur um að verða myrtur Guernavaca, Mexfltó, 13. júní. AP. „BRÆÐRAVÍGIN í íran hafa ekki verið stöðvuð. Þar er engin ríkisstjórn. Þjóð mín er að eyðileggja sjálfa sig,“ sagði Reza Pahlavi fyrrum íranskeisari á fundi með blaðamönnum í Mexíkó í dag. Keisarinn fyrrverandi sagðist fela forsjóninni það hvort hann ætti eftir að snúa aftur til heimalands síns. „Ég trúi á forsjónina. Allt er komið undir henni,“ bætti hann við. Hann sagðist ekki yera hræddur við að sér yrði sýnt morðtilræði. „Ég er ekki hræddur um að verða myrtur. Ég er trúaður maður,“ sagði Reza Pahlavi. Reza Pahlavi dvelur nú í Mexíkó með fjölskyldu sinni og öðru fylgdarliði. Hann sagði á blaða- mannafundinum, sem er sá fyrsti, sem hann hefur boðað til frá því hann yfirgaf Iran á sl. vetri, að Mexíkanar hefðu löngum verið þekktir fyrir gestrisni. „Loftslagið og fólkið hér er mjög þægilegt. Ég vona að mér muni líða vel hér.“ Pahlavi var spurður um það hvort hann héldi að stjórn Khom- ' einis í íran yrði varanleg. Hann svaraði því til að engin stjórn væri nú í landinu. Hann sagðist hafa yfirgefið heimaland sitt til að reyna með því að koma í veg fyrir frekari blóðsúthellingar en bræðravígin hafi haldið áfram. Hann sagðist ekki hafa neinar sannanir í höndunum um að erlend öfl hafi átt þátt í að koma honum frá völdum. Pahlavi neit- aði því að David Rockefeller bank- astjóri í New York og Henry Kissinger fyrrum utanríkisráð- Nicaragua: Lokaorrustan um Managua undirbúin Manaxua, 13. júní. Reuter, AP. SKÆRULIÐAR og stjórnarher- inn í Nicaragua söfnuðu í dag liði og birgðum í höfuðborginni Managua og er búist við að lokaátökin um borgina hefjist bráðlega. Hart hefur verið barizt í Managua undanfarna þrjá daga, en í dag var aðeins skipzt á nokkrum skotum. Mörg hundruð manns hafa látið lífið í bardögum undanfarinna daga. Skærulið- Samsæri um að hrella, ekki myrða London, 13. júnl Rcuter. VERJANDI Jeremy Thorpes viðurkenndi í dag að ýmislegt benti til þess að samsæri hefði vcrið gert til þess að hrella fyrirsætuna Norman Scott sem bcr Thorpe þeim sökum að hafa ætlað að láta ráða sig af dögum. Þeim ásökunum vísaði verjand- inn hins vegar eindregið á bug og sagði að allar vitnaleiðslur um það efni hefðu einkennzt af hlutdrægni og óáreiðanlcika, og Jeremy Thorpe réðst hann alveg sérstaklega á aðalvitni saksóknarans, og sagði að allir hefðu mátt skynja að á málfiutningi þess væri ckkert að byggja. arnir hafa nú á valdi sínu fátækra- og úthverfi Managua, þar sem mikill fjöldi íbúanna býr. Allar samgöngur í borginni eru lamaðar sem og atvinnulífið. Skæruliðar sandinista hafa nú á valdi sínu mjög stóran hluta Nicaragua, þar á meðal borgirn- ar Leon og Esteli í norðurhluta landsins. Antonio Somoza forseti Nicaragua sagði í dag í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð, að upp- reisnin yrði bæld niður að fullu á tveimur vikum. Somoza gagnrýndi Bandaríkin harðlega fyrir að styðja ekki stjórn sína gegn hin- um vinstri sinnuðu skæruliðum. Cyrus Vance utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði í dag, að eðlilegt væri að Samtök Ameríku- ríkja beittu sér fyrir vopnahléi í Nicaragua og kæmu í veg fyrir vopnasendingar til hinna stríð- andi aðila þar. Áttatíu og þrír Bandaríkjamenn voru í dag fluttir frá Nicaragua og hafa þá hátt á annað hundrað bandarískir borg- arar verið fluttir brott á tveimur dögum. herra Bandaríkjanna hefðu hjálp- að honum til þess að fá landvist- arleyfi í Mexíkó. Kissinger hefur þó opinberlega viðurkennt að hafa notað ahrif sín í Mexíkó til að keisarafjölskyldan fengi að koma þangað eftir að ljóst varð að Bandaríkjastjórn vildi ekki hjálpa honum. Reza Pahlavi. Bretland: Fjárlagalrum- varpinu mis- jafnlega tekið London. 13. júnl. Rcutcr. FJÁRLAGAFRUMVARP hinnar nýju stjórnar íhaldsflokksins 1 Bretlandi hefur sætt harðri gagn- rýni verkalýðsleiðtoga og hafa þeir ákveðið mikla áróðursherferð gegn stefnu stjórnarinnar. Mick Mcgahey leiðtogi námamanna í Skotlandi lýsti því yfir í dag, að félag hans myndi reyna að neyða stjórnina til að boða til nýrra kosninga fljótlega, en lét þess þó ekki getið með hverjum hætti það yrði. Stjórn Thatchers forsætis- ráðherra hefur 43 sæta meirihluta í neðri málstofu brezka þingsins. Aðrir verkalýðsleiðtogar sögðu í dag, að þeir myndu gera allt hvað þeir gætu til að vernda lífskjör umbjóðenda sinna, en óttast er að verðbólga muni fara vaxandi í Bretlandi á næstu mánuðum, m.a. vegna hækkaðs söluskatts. Efna- hagsmálanefnd brezka alþýðusam- bandsins hélt fund í morgun, þar sem ákveðið var að efna til herferð- ar meðal almennings til að útskýra að fjárlagafrumvarp stjórnarinnar muni leiða af sér aukið atvinnuleysi; meiri verðbólgu og minni þjónustu af hálfu hins opinbera. Pundið hefur styrkzt frá því fjárlagafrumvarp hins nýja fjár- málaráðherra, Sir Geoffrey Howe, var lagt fram í gær og vextir í Bretlandi hækkuðu í dag. Mikill fjöldi fólks hefur lagt leið sína í verzlanir í dag, þar sem búizt er við verðhækkunum á næstunni verði fjárlagafrumvarpið samþykkt ó- breytt. Blöð í Bretlandi hafa al- mennt tekið fjárlagafrumvarpinu nokkuð vel og sama er að segja um samtök atvinnurekenda. DC-10 í loftið á ný í Evrópu París, 13. júní. Reuter, AP. FLUGMÁLAYFIRVÖLD í 21 Evrópulandi hafa ákveðið að stefna að því að flug með þotum af gerðinni DC-10 geti hafizt að nýju í löndum þeirra n.k. þriðjudag, að því er franski flugmálastjórinn, Claude Abra- ham, skýrði frá í kvöld. Sagði Abraham, að viðkomandi aðilar í þessum löndum hefðu komið sér saman um eftirlit með DC-10 þotunum og þegar ná- kvæmum skoðunum næstu daga yrði lokið myndu vélarnar fá að fljúga á ný. DC-10 þoturnar í þessum lönd- um, 58 talsins, munu ekki fá heimild til að fljúga til Bandaríkj- anna, en þar í landi stendur bann yfirvalda við flugi DC-10 þotna óhaggað. Talsmaður framleiðenda DC-10 þotunnar, McDonnel Douglas flug- vélaverksmiðjanna, sagðist í dag fagna ákvörðun hinna evrópsku flugmálayfirvalda, enda væru DC-10 þoturnar fullkomlega örugg farartæki og ættu strax að geta hafið reglubundið áætlunarflug.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.