Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1989.
Fréttir
Landgræðslan verður í
umhverf isráðuneytinu
- segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra
„ Yfirstjóm landgræðslu og gróð-
urverndar veröar í uinbverfis-
ráðuneytinu. Um þaö er samkornu
lag í ríkisstjórninni," sagði Jón
Baldvin Hannibalsson utanrikis-
ráðherra.
Hart hefur verið deilt um hvar
eigi aö koma þessum málum fyrir
en nú er ljóst að valdsvið hins nýja
ráðuneytis eykst eitihvað með
þessari ákvöröun rikjsstjórnarinn-
ar. Skógrækt verður þó í höndum
landbúnaðarráöuneytísins en
margir vildu einnig ná þeim tnái-
um í'rá ráðuneytinu.
En það eru ekki aliir sáttír við
þetta eins og sjá má í ályktun aðal-
tundar Stéttarsambands bænda,
sem kuk á H vanneyri um helgina,
„... afleiðingum þess aö taka yfir-
stjórn landgræðslu og gróður-
verndar úr höndum landbúnaöar-
ráðuney tisi ns." Segir síðan í áiy kt-
uninni aö frekar sé aö vænta við-
unandi árangurs 1 landgræðslu og
gróðurvernd ef þeim aðgerðum sé
stíómað af viðkomandi fagráöu-
neytiogí nánu samstarfi við bænd-
ur, náttúru- og gróðurverndar-
hefnduv
Það er hins vegar Móst að rílds-
stíómin ætlar hinum nýja um-
hverfismálaráðherra, Júlíusi Sól-
nes, yfirstiórn þessara mála. Má
grehhlega búast við nokkrum átök-
úin;vS:;:itíÍS^'þ^^-i^^Bn-';im^I;
hverfisraðuneytið veröá til með-
feröar.
-SMJ
Smábátar án haffærisskírteina:
Mest ffyrir trassaskap
„Þetta virðist vera mest fyrir
trassaskap. Það er sjaldnast eitthvað
að þessum bátum. Það eru eigendur
og skipstiórar sem eiga aö sjá til þess
að bátar þeirra séu skoðaðir. Sjaldn-
ast er ástandið þaö slæmt að það
vanti mikið á að bátar séu háffærir.
Oftast er ekkert að bátunum eða þá
að það vantar sáralítið til þess að
bátarnir fái skoðun og þá um leið
haffærisskírteini," sagði Einar Jóns-
son, deildarstjóri skoðunardeildar
Siglingamálastofhunar.
Við skyndiskoðanir, sem gerðar
voru í Reykjavík og Hafiiarfirði,
reyndust margir smábátar vera á sjó
þrátt fyrir að þeir hefðu ekki haffær-
isskírteini. í Reykjavík reyndust 9
af 11 bátum ekki hafa haffærisskír-
teini. í Hafnarfirði reyndist ástandið
vera mun betra en slæmt samt. Þar
voru fimm bátar af tólf sem ekki
höfðu haffærisskírteini.
Eigendum allra þeirra báta, sem
ekki var búið að skoða, var gefinn
vikufrestur til að bæta úr. Ef bátarn-
ir verða ekki skoðaðir á þeim tíma
verðursettfarbannábátana.  -sme
Alli ríki mun aldrei gráta
Regína Thorarensen, DV, Set&ssú
Ég borðaði góðan kvöldmat hjá
hjónunum Guðlaugu Stefánsdóttur
og Aðalsteini Jónssyni á Eskifirði í
síðustu viku. Ég spurði Aðalstein að
því hvað kæmi til að hann kæmi
aldrei fram grátandi í sjónvarpi eða
öðrum fjöhniðlum, eins og kollegar
hans víös vegar um landið, sem
stjórna stórum útgerðarfyrirtækjum
eins og hann hefur sjálfur gert í ára-
tugi. Aðalsteinn svaraði orðrétt:
„Ég mun aldrei gráta og er ekki
farinn að gera það ennþá. Eg vonast
til þess'að verða ekki svo langt leidd-
ur að koma grátandi fram í fjölmiðl-
um."
Hann sagði jafnframt: „Auðvitað
koma smálægðir í dálítinn tíma í
útgerðinni en allt kemst aftur á
græna grein og það birtir til að lok-
um. Ef ég gæti ekki borgað mínu
dugmikla fólki sem vinnur fyrir mig,
þá hætti ég".
Aðalsteinn Jónsson, forstjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar, afhendir Hrefnu
Teitsdóttur, forstððukonu leikskólans, „kliturgrindarkastalarennibrautarbú-
Hð".                                                DV-mynd Emil
Gafklifur-
grindarkastala
Emil Thoiaienaen, DV, Eskifirdi:
Leikskólinn Melbær á Eskifirði
fékk á dögunum höfðinglega gjöf sem
Aðalsteinn Jónsson, forstjóri Hrað-
frystihúss Eskifjarðar hf., afhenti
formlega Hrefnu Teitsdóttur, for-
stöðukonu leikskólans. Um er að
ræða kastala sem Barnasmiðjan hf.
í Kópavogi hefur smíðað og gefur
þessi veglega gjöf ýmsa möguleika,
þar sem í byggingunm er klifurgrind,
brú, rennibraut og búr.
Gleði barnarma leyndi sér ekki með
tilkomu hins nýja leiktækis sem
fóstrurnar voru í hálfgerðum vand-
ræðum með að finna nafn á sem jafn-
framt spannaði yfir notagildið.
Bjarni Stefánsson bæjarstjóri, sem
viðstadur var afhendinguna, taldi að
besta nafnið væri: klifurgrindarkast-
alarennibrautarbúr! og mótmælti
enginn viðstaddra að það væri mjög
týpiskt nafn á leiktækið.
Hrefna Teitsdóttir kvaðst að von-
um ánægð með gjöfina sem væri
kærkomin viðbót við þau leiktæki
sem fyrir eru. í leikskólanum er pláss
fyrir 70 börn og sagði Hrefna að á
sumrin væru færri, eða um 50 börn
að meðaltali, en á haustin þegar síld-
in byrjaði, þá fjölgaði börnum þar
verulega, þar sem mæðurnar drifu
sig í sfldina.
í dag mælir Dagfari
Júlíus þarf aðstoðarmann
Þá er loks langþráðu takmarki náð
í sögu Borgaraflokksins. Flokkur-
inn er kominn í ríkisstiórn. Senni-
leg hefur enginn flokkur náð jafh-
skjótum frama í pólitík eins og
Borgaraflokkurinn og segi menn
svo að hann hafi ekki átt erindi í
þjóðmáhn! Guðfaðirinn, Albert
Guðmundsson, situr úti í París og
nöldrar og tuðar yfir því að Borg-
araflokkurinn viti ekki hvert hann
sé að fara eða hvað hann sé að gera.
Albert er greinilega fúll yfir því að
vera víös fiarri. En honum var
nær. Hann lét ríkisstjórnina senda
sig í útlegöina og það er til lítils að
hringja heim í fréttastofuna og
skammast út í sitt eigið afkvæmi.
Hann má þakka fyrir að vera ekki
rekinn úr embætti fyrir ókurteisi
gagnvart yfirboöurum sínum.
Albert er farinn og Ingi Björn er
farinn og Hreggviður er líka farinn
og Borgaraflokkurinn hefur ekki
lengur óþægindi af feðrum sínum
eða sonum, nema þá á langlínunni
frá París. Reyndar nýtur Borgara-
flokkurinn góðs af því aö auk Al-
berts og fjölskyldu eru kjósendur
flokksins hka horfnir á braut og í
rauninni er Borgaraflokkurinn
ekki annað en þeir fimm einstakl-
ingar sem eftir sitja á þingi. Þaö er
því auðveldur eftirleikurinn hjá
þessum stjórnmálaflokki að mynda
stjórn og ráða ráðum sínum þegar
utanaðkomandi afskipti eru fólgin
í geðstirðum sendiherra úti í París.
Þá er það ekki verra að vera svo
mikilvægur í póhtíkinni aö heil rík-
isstjórn getur ekki hfað veturinn
af nema að fá Bor garaflok kinn í 1 iö
með sér. Borgararnir bjarga ríkis-
stióminni frá því að verða
bráðkvödd í haust og fá fyrir það í
staðinn tvo ráðherrastóla, annan í
dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
hinn í forstofunni í stiórnarráðinu.
Óh Guðbjartsson verður dóms-
málaráðherra af því að hann kann
ekkert í lögum 6g kirkjumálaráö-
herra af því að hann hefur sungjð
í kirkjukór og Júlh veröur ráð-
herra án ráðuneytis en fær að vera
með á myndunum af ríkisstióm-
inni og verður þá eins konar vara-
maður fyrir hina ráðherrana þegar
þeir skreppa í lax eða til útlanda
sem kemur stöku sinnum fyrir.
Óh getur gert Guðmund Agústs-
son aö aðstoðarmanni hjá sér í
dómsmálaráðuneytinu meðan
hann sinnir kirkjumálunum og síð-
an getur hann kallaö Aðalheiði til
þegar hann sinnir dómsmálunum.
Júhus þarf hka aðstoðarmann til
að finna út hvernig hann geti eytt
tímanum utan ráðuneytis. Það er
ekki á hvers manns færi að sitja í
ríkisstjórn án ráðuneytis og það
þarf aðstoð til að ráða fram úr því
að finna sér verkefni. Eins getur
verið að Júhusi leiöist og þá þarf
aðstoðarmann til að komast hjá því
að láta sér leiðast. Ráðherrann get-
ur talað við aöstoðarmanninn og
aðstoðarmaðurinn talað við ráð-
herrann og svo geta þeir spilað
lomber eða tveggja manna vist og
haft ofan af fyrir sér með því að
lesa upphátt hvor fyrir annan.
Það er enginn ráðherra sem ekki
hefur aðstoðarmann sér við hhð
og enda þótt Júhus fái ekki ráðu-
neyti veröur hann að gæta virðing-
ar sinnar út á við og ráðherrar
verða að getað visað á aðstoðar-
menn sína þegar þeh eru upptekn-
ir við að fara í mat eða koma úr
mat. Enginn er áreiðanlega betur
til þess hæfur að aðstoða Júlíus en
Ásgeir Hannes Eiríksson, sem er
fimmti maðurinn í Borgaraflokkn-
um, og Ásgeir getur ekki verið út-
undan þegar hinir eru allir ýmist
orðnir ráðherrar eða aðstoðarráð-
herrar. Fleira fólk hefur Borgara-
flokkurinn ekki á sínum snærum
svo að þetta verður vel skipaður
flokkur.
Af öllu þessu sést að Borgara-
flokkurinn átti erindi á þing og það
var mikils Guðs blessun að Albert
skyldi vera farinn til Parísar og
Ingi Björn og Hreggviður í nýjan
flokk. Annars hefði þurft að skipa
fleiri ráðherra og aðstoðarráðherra
fyrir þá!
Dagfari
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32