Fréttablaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 68
 27. maí 2006 LAUGARDAGUR48 Nú í vor hafa fjölmennar mótmælagöngur farið um götur bandarískra borga. Hinn 1. maí síðastliðinn safnaðist til dæmis um ein milljón manna saman til að mótmæla umdeildu frumvarpi sem hefur verið til umfjöllunar í bandaríska þinginu. Frumvarpið fjallar um ný lög sem George W. Bush forseti hyggst koma á um málefni innflytjenda og ólöglegra borgara í Bandaríkj- unum. Er talið að ólöglegir þar í landi séu um tólf milljónir og þriðjungur þeirra af rómönskum uppruna. Þessi lög snerta óneitan- lega hag spænskumælandi fólks í Bandaríkjunum, hvort sem um er að ræða löglega borgara eða ekki. Fjórtán prósent íbúa landsins Samkvæmt tölum U.S. Census Bureau, Manntalsstofnunar Banda- ríkjanna, eru búsettar í Banda- ríkjunum ríflega 42 milljónir Hispanics eða Latinos eins og þeir eru almennt kallaðir á ensku, það er fólk sem á rætur sínar að rekja til Rómönsku Ameríku. Þetta fólk er tæplega fjórtán prósent af íbúum landsins og myndar því nú stærsta minnihlutahóp þar í landi. En hverjir eru þetta og hvaðan kemur þetta fólk? Stór hluti þess er af mexíkönsku bergi brotinn, um 26 milljónir. Liðlega helming- ur þess eru Mexíkóameríkanar (chicanóar) sem hafa búið í land- inu frá því á 16. og 17. öld eða eru afkomendur síðari tíma innflytj- enda frá Mexíkó. Hinn helmingur- inn er Mexíkanar fæddir í Mexíkó og líklegt þykir að sex til átta milljónir þeirra séu ólöglegar. Þar á eftir koma Púertóríkanar, um 3,9 milljónir (og eru þá ekki meðtald- ir íbúar Púertó Ríkó), sem eru full- gildir bandarískir borgarar frá því í byrjun 20. aldar eftir Kúbu- stríðið svonefnda 1898, þegar Bandaríkjamenn hernámu Púertó Ríkó. Um þrjár milljónir koma frá Mið-Ameríku – þar af flestir frá El Salvador og Guatemala – og 2,2 milljónir frá löndum Suður-Amer- íku. 1,4 milljónir koma síðan frá Kúbu og ríflega milljón frá Dóm- iníska lýðveldinu. Þar að auki eru um nokkur hundruð þúsund Spán- verjar. Fjölbreyttur hópur Lengi vel var fólk af rómönsk- amerískum uppruna kallað Spanish í Bandaríkjunum en gengur oftast í dag undir heitunum Hispanics eða Latinos. Ekki kallar það þó sjálft sig þessu nafni heldur kýs það að kenna sig við landið þaðan sem það kemur. Þetta er sundurleitur hópur frá mörgum löndum og af ólíkum stéttum sem er erfitt að setja undir sama hatt eins og reynt hefur verið að gera með yfirheitinu Latino. Hvernig er hægt að setja í einn hóp til dæmis afkomendur spænskra landvinningamanna, sem hafa búið í dölum í norðurhluta Nýju-Mexíkó allt frá 16. öld, og nýkomna farand- verkamenn frá Mexíkó eða pólit- íska flóttamenn frá Guatemala eða El Salvador? Og hvað með Púertó- ríkana sem eru sjálfkrafa banda- rískir borgarar? Tökum annað dæmi: Hvað sam- einar zapoteca-indíána, það er far- andverkamenn frá suðurhluta Mex- íkó, og Kúbverja sem flýðu á fyrstu árum Kastró-tímabilsins? Eða fólk frá Perú og Dóminíska lýðveldinu? Dæmið verður enn flóknara þegar latínóar þurfa að fylla út eyðublað þegar manntal fer fram. Fyrsta val sem þeir standa frammi fyrir er kynstofninn. Og næst er spurt: Ertu Spanish/Hispanic/Latino? Ef svarið er jákvætt eru eftirfarandi valkost- ir gefnir: 1) Mexíkani, Mexíkóa- meríkani, chicanói 2) Púertóríkani 3) Kúbverji 4) Annar hópur Span- ish/Hispanic/Latino, og er þá átt við hvort viðkomandi sé frá öðru landi í Rómönsku Ameríku eða Spáni. En í hvaða reit krossar sá sem hefur fæðst í Bandaríkjunum, á púertó- ríkanska móður, föður sem er inn- flytjandi frá Mexíkó (mestísi með indíánablóð) og móðurömmu og afa frá Kúbu? Dæmi sem þetta eru ekki óalgeng. Og í hvaða hóp flokk- ast blökkumenn frá Dóminíska lýð- veldinu, Kúbu, Brasilíu eða Kól- umbíu? Eru þeir Hispanic eða blökkumenn? Eða þá zapotecar eða mixtecar frá Mexíkó? Eru þeir orðnir Native American? Afkomendur spænskra landvinn- ingamanna Þeir íbúar af rómönsk-amerísku bergi sem hafa búið hvað lengst í Bandaríkjunum eru Mexíkóamer- íkanar (chicanóar), afkomendur spænskra landvinningamanna og síðar Mexíkana sem bjuggu á land- svæðinu sem var hluti af Mexíkó til ársins 1844 er Mexíkanar seldu Bandaríkjamönnum liðlega helm- ing lands síns sem myndar í dag fylkin Kaliforníu, Arizona, Nýju- Mexíkó, hluta af Utah og Texas. Mexíkanskir farandverkamenn hafa sótt til Bandaríkjanna í meira en öld og margir sest þar að. Fyrstu hópar Púertóríkana tóku að flykkj- ast til Bandaríkjanna, einkum New York-borgar, á fjórða áratug 20. aldar í leit að vinnu og betri lífs- kjörum en gáfust á eyjunni. Nokkru síðar, eða upp úr byltingunni, komu fyrstu hópar Kúbverja og settust þá aðallega að á Flórída. Einnig kom fjöldi þeirra árið 1980 þegar svokallaðir Marielitos-flóttamenn yfirgáfu eyjuna. Segja má að þar til fyrir stuttu hafi þessir hópar skipst eftir lands- hlutum. Mexíkóameríkanar og Mexíkanar héldu sig að mestu í suðvesturríkjunum en Púertó- ríkanarnir voru í New York og Kúbverjar á Flórída. Þrátt fyrir að þetta séu enn svæðin þar sem fjöl- mennustu hópar þessa fólks dvelja hafa latínóar dreifst víða um Bandaríkin. Mexíkanskir farand- verkamenn og innflytjendur eru t.d. farnir að leita til Suðurríkjanna og má nú heyra þá tala ensku með Suðurríkjahreim. Á undanförnum áratugum hefur svo bæst við fólk frá mörgum löndum Rómönsku Ameríku sem hefur ekki áður sótt í miklum mæli til Bandaríkjanna, svo sem frá Kólumbíu, Ekvador, Perú, Dóminíska lýðveldinu, Gvatemala og El Salvador. Ríki sem til þessa hafa ekki haft reynslu af innflytjendum frá þessum heimshluta hafa orðið fyrir valinu: Washington, Oregon, Ohio, Suður- Karólína, Kansas o.fl. Stækkar hratt Latínóar eru sá hópur sem vex hvað hraðast í Bandaríkjunum. Árið 1960 voru þeir um 6,9 millj- ónir og eru nú orðnir ríflega 42 milljónir. Verði áframhald á þess- ari þróun er talið að árið 2025 verði íbúar Bandaríkjanna af róm- önsk-amerísku bergi orðnir 52 milljónir og komnir yfir 100 millj- ónir árið 2050. Hlutskipti latínóa hefur löng- um þótt erfitt í Bandaríkjunum. Innflytjendur frá Rómönsku Ameríku hafa oft á tíðum komið úr lægri stéttum samfélagsins og stundað alhliða verkamannastörf. Í dag halda þeir uppi mörgum starfsgreinum sem ekki þykja eftirsóknarverðar eins og kom góðlátlega fram í kvikmyndinni Dagur án Mexíkana (A Day Without a Mexican - Un día sin mexicanos, 2004). Chicanóum hefur þó mörgum tekist að vinna sig upp og þeir eru farnir að gegna ýmsum mikilvægum stöðum í þjóðfélaginu. Reyndar sitja ekki allir latínóar við sama borð eins og sjá má á móttökum sem Kúbverj- ar fá miðað við aðra hópa svo sem innflytjendur frá Ekvador eða El Salvador sem allflestir eru ólög- legir í landinu – að ekki sé minnst á Mexíkana sem eru sendir til baka í stórum stíl og hafa þurft að líða fyrir að tilheyra nágranna- þjóð Bandaríkjanna. Víst er að þessi hópur fólks á drjúgan þátt í þeim breytingum sem nú eiga sér stað í landinu. Stór hluti þess er ekki ólöglegur og er farinn að sækja í sig veðrið. Í dag eru gefin út að minnsta kosti fjöru- tíu dagblöð á spænsku í borgum Bandaríkjanna, og eru þá ekki meðtalin tímarit, sjónvarpsdag- skrár og þess háttar sem gefið er út á spænsku. Bókaútgefendur eru farnir að keppa um hylli þessa fólks. Auk lítilla og staðbundinna bókaforlaga, sem hafa gefið út bækur á spænsku áratugum saman, hafa tvö stærstu bókaforlög Banda- ríkjanna (Random House og Harp- erCollins), sem fram að þessu hafa gefið út bækur á ensku, sett á fót undirforlög sem gefa aðeins út bækur á spænsku. Þá eru einnig ótal sjónvarps- og útvarpsstöðvar sem senda eingöngu út efni á spænsku. Ekki eru þó allir á eitt sáttir með framgang spænskrar tungu en nefna má að meirihluti þessa fólks er tvítyngdur og hefur barist fyrir því að kennt sé á bæði spænsku og ensku í skólum lands- ins. Slíkt hefur vissulega mætt andstöðu og þótt ógna veldi anglóa. En latínóar berjast einnig fyrir rétti á heilbrigðisþjónustu, skóla- göngu barna ólöglegra foreldra og þjónustu almennt, og benda á að allir borga þeir skatta, jafnvel þótt þeir séu ólöglegir. Einnig má nefna að atkvæði þessa hóps geta haft afgerandi áhrif á stjórnmál í Bandaríkjunum eins og kom í ljós í síðustu forsetakosningum, enda stjórnmálamenn sér þess vel með- vitandi. Sömuleiðis hefur tónlist og matargerð latínóa haft sín áhrif á menningu í Bandaríkjunum. Ef til vill má túlka það sem eins konar táknræna vísbendingu um áhrif latínóa þar í landi að á veisluborð- um forsetans á jólunum árið 2004 var ekki hinn hefðbundni kalkúnn heldur tamales – maískökur fylltar kjöti og chilipipar sem eiga upp- runa sinn sunnan landamæranna. Höfundur er doktor í rómönsk-amerískum fræðum. Hafa löngum glímt við erfitt hlutskipti VIÐ ERUM BANDARÍKIN Fólk af rómönsk- amerískum uppruna var mest áberandi í mótmælunum gegn frumvarpi Bandaríkja- forseta um nýju innflytjendalögin. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Bandaríkjamenn af rómönsk-amerískum uppruna eru ört vaxandi hluti þjóðarinnar. Kristín Guðrún Jónsdóttir skoðar hér fjöl- breyttan uppruna þessa stóra hóps sem á ættir sínar að rekja allt frá spænskum landnemum til farandverkamanna frá El Salvador. INNFLYTJENDUR SKJÓTA FÁNUM Á LOFT Bandaríski og mexíkanski fáninn blöktu hlið við hlið þegar Bandaríkjamenn af öllum þjóðernum mót- mæltu í vor fyrirhuguðum lögum George W. Bush til höfuðs ólöglegum innflytjendum í landinu. Talið er að ólöglegir innflytjendur í Bandaríkj- unum séu hátt í tólf milljón talsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.