Morgunblaðið - 27.02.1969, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.02.1969, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1969 19 Hvað segjo þau um SKÚLA- MÁLIN? Jóhannes Ásgeirsson M.R. 1. f fyrsta lagi tel ég, að skipta beri þeim deildum, er fyrir eru, t.d. stærðfræðideild annars vegar í náttúrufræði- og stærðifræðideild, og máladeild hins vegar í nýmiála- og latínu- deild. í öðru lagi álít ég að fyrir- lestrafyrirkomulag mjög heppi- legt einkum í efri bekkjardeild um, en það mundi bæði spara húsnæði og þann tíma, er nem endur eyða í heldur árangurs- litlar setur í kennslustofum. 2. Með aukinni samþjöppun í námi ætti auðveldlega að vera hægt að fækka námisárun- um til stúdentsprófs um eitt ár. 3. Kröfugöngur hafa aldrei verið að mínu skapi, mér finnst þær kjáanalegar og tel ég að af þeim leiði fátt gott. Hins vegar líkar mér fundur eins og hald- inn var á Hótel Sögu í því augnamiði að skýra fyrir nem- endum kosti og annmarka á breyttu námsfyrirkomulagl UNDANFARIÐ hafa skólamál verið mikið til umnseðu og þá einkum vandamál meimtaskól- anna og Kennaraskólans. Þrengslin í þessum skólum eru mikil og húsnæðisskorturinn stendur kennslu og eðlilegu fé~ lagslífi nemenda fyrir þrifum. Einnig er tilfinnanlegur skort- ur á nauðsynlegum kennslu- tækjum og bókum. Nemendur hafa krafizt endurbóta á þessu öllu og um leið aukins náms- lýðræðis og algjörrar endur- skoðunar fræðslukerfisi-ns í heil-d. Allar eru kröfur þessar sjálfsagðar og sanngjarnar. Forystumenn nemenda hafa haldið mjög skynsamlega á málum og skipulagt vel kröfu- gerð og mótmælaaðgerðir. Úti- fundurinn á Arnarhóli var til sóma þeim, er að honum stóðu og sömuleiðis fundurinn á Hó- tel Sögu. Það er óskandi, að ráðamenn r-umski nú af þyrni- rósarsvefni sínum og komi til móts við nemendur, því þolin- mæði þeirra eru takmörk sett og hugsanlegt, að til tíðinda dragi verði ekki bætt úr innan skamms. Heim-dallarsíðan hefur ákveð ið að leggja þrjár spurningar fyrir nokkra af nemendum menntaskólanna og Kennara- skólans, en hinn almenni nem- andi hefur verið talsvert af- skiptur í umræðum um þessi rnál. Spurningarnar eru þessar: 1) Hverju telur þú helzt ábótavant í þínum skóla? * 2) Telur þú æskilegt, að stefnt verði að lækkun stúdents- aldurs, og þá með hverjum hætti? 3) Ert þú ánægð(ur) með þær ráðstafanir sem nemendur æðri skólanna í Reykja- vík hafa gripið til nýlega þ.e.a.s. kröfu- gönguna, sem farin var, og fundinn á Hótel Sögu? Þóra Sen M.H. 1) Húsnæðisvandamálið er það s-em ég tel helzt áhótavant í mínum skóla, hinsvegar er ég mjög ánægð með hann eins og hann er, hann h-efur verið ein- setinn hingað til og við höfum einna bezta aðstöðu til mennta- skólan-á-ms af menntaskólanem- um hér á landi. 2) Tvímælalaust já. Með hvaða hætti? T.d. með því að HEIMDALLAR SÍÐAN í UMSJÁ: Geirs Haarde og Baldvins Jónssonar taka námið sterkari tökum strax í barnaskóla og byrja tungumálakennslu mi-klu fyrr heldur en nú tiðka-st. Einnig mætti lengja skólaárið og þá leiðir það af sér, að fólk kemst fyrr út í atvinnulífið. 3. Já. Ég tel slíkar aðgerðir nauðsynlegar og réttlætanlegar eigi skólakerfið að batna til hins betra. Þessi kynslóð eins og aðrar kyn-slóðir vilja breyta og breytingar eru nauðsynleg- ar eigi skólakerfið ekki að staðna. Cunnlaugur Dan Ólafsson K.í. 1. Með stóraukinni aðsókn að Kennaraskólanum, hafa skap- azt mörg vandamál og ber fyrst að nefna húsnæðinsskort skól- ans, sem að vísu hefur batnað til muna með tilkomu hinnar nýju æfingadeildar skólans, en er þó hvergi nærri fullnægj- andi. Mjög brýna nauðsyn ber til að reisa íþróttahús við skól- ann, en húsaskortur háir mjög allri leikfimis- og íþróttastarf- semi innan skólans. Nemendur skólans verða að sækja leikfimi og stunda íþróttir í öðrum íþróttahúsum bæjarins, en með þessu fyrirkomulagi nýtist tím- inn verr, auk þess sem það veld ur erfiðleikum við að fella leik fimi inn í stundaskrá skólans. Skóla, sem Kennaraskólan- um, ætti að vera það kappsmál að leyfa nemendum frjálsan að gang að góðu bókasafni, en ekki er hægt að sjá að því hafi ver- ið ætlaður staður, eða á nokk- urn hátt gert ráð fyrir því í okkar ágæta skóla. Einnig tel ég mikilvægt að hinar einstöku kennslugreinar hafi eigin stofu til umráða, og þær útbúnar samkvæmt því. Framhald á bls. 16 Auður Eir Cuðmundsdóttir M.R. 1. Það vantar fyr-s-t og fremst húsnæði. Bein afleiðing af hús- næðisleysi er, að kennslan verð ur ekki eins lifandi og vera skyldi. Það er of mi-kill utan- bókarlærdómur og minna gert af því að kenna hverjum ein- staklingi að vinna sjálfstætt. Það er of mikið lagt upp úr því að hafa svolitla inn-sýn í marg- ar fræðigreinar, í stað þes-s að stefna að því að fá góða þekk- ingu á aðalgreinum hverrar deil-dar fyrir sig. 2. Hiklaust á að lækka stúd- entsal-durinn. Ég held, að það yrði hægast gert með því að fækka námsgreinum, þ.e.a.3. hafa 2-3 aðalgreinar og afgang- inn valgreinar og lengja svo skólaárið. Með þessu rnóti yrði komizt yfir meira nám-sefni á skemmri tíma og haldbetri þekking fengizt. 3. Kröfuganga nemenda æðri skólanna var til fyrirmyndar, og ég álít svona göngu réttlæt- anlega og ef til vill til gagns, svo lengi sem ekki er farið út í öfgar. Ég get ekki séð, að það hefði mikil áhrif á framvindu mála, þótt sparakað væri í Framhald á bls. 16 Sigtryggur Jónsson K.í. 1. Hj-á okkur er það fyrst og frem-st -húsnæðisskorturinn, sem stendur starfi skólans fyr- ir þrifum. Mikill skortur er á sérkennslustofum þar sem hægt er að koma fyrir kennslutækj- um, sem skólinn hefur yfir að ráða. Einnig þarfnast náms- skráin mjög gagngerðrar endur skoðunar m.a. með tilliti til nám-i-bóka. 2. Ekki aðeins æskilegt held- ur nauðsynl-egt. Það ætti að vera auðvelt að lækka stúdents aldurinn um a.m.k. eitt ár með því að lengja skólaárið. 3. Ég tel slíkar ráðstafanir mjög gagnlegar til að opna augu ráðamanna fyrir þeim um bótum, sem við viljum láta framkvæma. Á slíkum fundum kemur samstaða nem-enda mjög greinilega fram, en slík sam- staða hlýtur að vera frumskil- yrði fyrir því að verulegra áhrifa gæti. Steinn Jónsson M.R. 1) Að mínum dómi er kennslu aðferðum helzt ábótavant i skólanum. Haldið er fast við úreltar aðferðir, sem alls ekki hæfa í æðri menntastofnunum. Auka m-ætti valfreisi til muna t.d. fjölga deildum og fækka námsgreinum innan hverrar deildar. En húsnæðisskortur stendur mjög fyrir öllum breyt ingum í þá átt. 2") Mér finnst sjál-fsagt að stefnt verði að lækkun stúdents aldurs. Með auknu valfrelsi gætu nemen-dur ein'beitt sér bet ur að ákveðnum verkefnum og því fyrr náð þeim árangri, sem þarf til stúdentsprófs. Ég er mjög ánægður með þessar ráðstafanir og tel þær mjög nauðsynlegar. Þær eiga að vekja menn'til umhugsunar um skólamiál og gera ráðamönn um ljóst hverjar kröfur nem- enda eru. Nauðsynlegt er að nemendur fái meiri áhrif á stjórn skólanna og með þessum hætti eru líkur á að s-vo verðL Birgitta íris Birgisdóttir M.R. 1. í fyrsta lagi tel ég hús- næði skólans mjög ábótavant, þar sem skólinn rúmar í raun- inni alls ekki þann fjölda nem- enda, sem þar er og tvísetja verður skólastofur. Þrengslin eru svo mikil í kennslustofum, að til vandræða horfir. í öðru lagi fyndist mér að nemendur ættu að hafa meira valfrelsi námsgreina og að nánara sam- starf væri milli nemenda og kennara. 2. Tvímælalaust tel ég, að stefna eigi að lækkun stúdents aldur-s, um eitt ef ekki tvö ár. Það liggur í augum uppi, að slíkt yrði hagnaður bæði fyrir nemendur og þjóðfélagið í heil-d. Hver nemandi gæti með því orðið fyrr starfandi þjóð- félagsþegn og námskostnaður fyrir hvern einstakan nemanda myndi stórlega lækka. Ég tel, að eina rétta leiðin sé, að byrja á byrjuninni og á ég þá við barnaskólana. Það er trú mín að komast mætti yfir mi-klu meira kennsluefni á þess- um 6 árum, sem börn dvelja þar. Komi þá tvennt til greina. í fyrsta lagi að kenna í síðasta Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.