Fréttablaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 26.03.2009, Blaðsíða 42
 26. mars 2009 FIMMTUDAGUR Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Valur Guðmundsson frá Efra-Apavatni, Sléttuvegi 13, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans laugardaginn 14. mars. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 30. mars kl. 13.00. Þórdís Skaptadóttir Skapti Valsson Jórunn Gunnarsdóttir Dóra Sjöfn Valsdóttir Birgir Sveinsson María Ýr Valsdóttir Rúnar Sigurðsson Guðmundur Valsson Marta K. Lárusdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sveinn Þorbjörn Gíslason frá Frostastöðum, Víðigrund 28, Sauðárkróki, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardag- inn 28. mars kl. 14.00. Jarðsett verður að Flugumýri. Sveinn Sveinsson Anna Dóra Antonsdóttir Pálmi Sveinsson Lilja Ruth Berg Sigurður Sveinsson Jóhann Þorvaldsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir og afi, Magnús Björgvin Sveinsson frá Norðurbrún, áður til heimilis að Hofsvallagötu 49, lést á Dvalarheimilinu Grund miðvikudaginn 18. mars sl. Útför hans fer fram frá Skálholtskirkju laugardaginn 28. mars kl. 14.00. Jarðsett verður í Torfastaðakirkjugarði. Júlíana Magnúsdóttir Jóhanna B. Magnúsdóttir Sveinn Magnússon Guðrún Hinriksdóttir Kristján Már Magnússon Snjólaug Brjánsdóttir Ingibjörg Magnúsdóttir Sigurður Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hermann B. Hálfdánarson Snorrabraut 58, áður til heimilis Hverfisgötu 119, Reykjavík, sem lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn 22. mars, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 31. mars kl. 15.00. Hálfdán Hermannsson Erla Ellertsdóttir Ásdís Magnúsdóttir Jón Sigurðsson Hrönn Guðríður Hálfdánardóttir Þorsteinn Kristjánsson Sigurður Örn Jónsson Sigríður Oddný Guðjónsdóttir Þorbjörg Jónsdóttir Sæþór Ólafsson Hermann Páll Jónsson og barnabarnabörn. Okkar einstaki og ástkæri bróðir, faðir, tengdafaðir, barnsfaðir og frændi, Sigurður Jóhannsson lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi laugar- daginn 21. mars sl. Útför hans verður auglýst síðar. Wincie Jóhannsdóttir Jóhann Tómas Sigurðsson Jóhanna Jakobsdóttir Ingibjörg Birta Sigurðardóttir Björg Bjarnadóttir Kristófer Dignus Pétursson María Heba Þorkelsdóttir börn og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, séra Bragi Benediktsson Kirkjuvöllum 7, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 24. mars. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju, fimmtudaginn 2. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. Bergljót Sveinsdóttir Sveinn Magnús Bragason Björk Gunnarsdóttir Soffía Emelía Bragadóttir Lilja Bragadóttir Michael Sigþórsson Guðrún Björg Bragadóttir Benedikt Bragason Trausti Bragason Sveinn Ómar, Bragi, Sigþór Gellir, Hrólfur og Benóný Orri. Elskuleg dóttir okkar, systir og barnabarn, Auður Bryndís Guðmundsdóttir Heiðarbraut 7c, Keflavík, lést á Heilbrigðistofnun Suðurnesja mánudaginn 23. mars. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, mánudaginn 30. mars kl. 14.00. Róberta Maloney Viðar Ólafsson Óskar Frank Guðmundsson Aníta Eva Viðarsdóttir Guðmundur Óskarsson Hrafnhildur Svavarsdóttir Aron Geir Guðmundsson Tinna Björk Guðmundsdóttir ömmur og afar. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðfinna Sigrún Ólafsdóttir frá Stóra Knarrarnesi, Vatnsleysuströnd, verður jarðsungin föstudaginn 27. mars kl. 13.00 frá Bústaðakirkju. Maja Þ. Guðmundsdóttir Hafliði Ö. Björnsson Sigrún H. Guðmundsdóttir Kristján A. Guðmundsson Ingibjörg L. Guðmundsdóttir Sigurjón Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. timamot@frettabladid.is JÓNÍNA BENEDIKTSDÓTTIR ATHAFNAKONA ER 52 ÁRA Í DAG. „Það er ein regla í keppni, hún er sú að rétta ekki and- stæðingunum boltann.“ Jónína Benediktsdóttir er mörgum kunn fyrir að taka virkan þátt í þjóðfélagsum- ræðunni og fyrir framtaks- semi sína í líkamsrækt á Ís- landi. Nú síðast hóf hún að bjóða upp á svokallaðar detox-meðferðir. Fyrir níu árum var Vladimir Pútín kjörinn forseti Rússlands. Frá 31. desember árið 1999 var hann settur forseti Rússneska sambandslýðveldisins en 26. mars árið 2000 var hann kosinn forseti. Hann var endurkjörinn 14. mars árið 2004 og gegndi forsetaembættinu fram til síð- asta árs en þá mátti hann ekki bjóða sig fram aftur. Í kjölfar hans varð Dímítrí Medvedev forseti Rússlands en Pútín gegnir nú stöðu forsætis- ráðherra. Fyrirrennari Pútíns í forsetaembættinu var Boris Jeltsín en áður en Pútín gerðist forseti var hann yfirmaður FSB sem var arftaki KGB, leyniþjón- ustu Sovétríkjanna. Frá mars árið 1999 var hann auk þess rit- ari Öryggisráðs Rússneska sam- bandslýðveldisins. ÞETTA GERÐIST: 26. MARS 2000 Pútín kjörinn forseti Í vikunni var opnuð ný íslensk staf- setningarorðabók á netinu, á slóðinni ordabok.is, en þá síðu þekkja margir nú þegar. Óhætt er að segja að brot- ið sé blað með Stafsetningarorðabók- inni í útgáfu slíkra verka á íslensku en hún er sú fyrsta sinnar tegundar. „Ís- lenska stafsetningarorðabókin á netinu er grundvallarverk á vegum ordabok. is og hefur verið unnið að því um nokk- urra ára skeið. Hluti þeirrar vinnu á sér meira en tíu ára aðdraganda,“ segir Matthías Magnússon, maðurinn á bak við ordabok.is. „Tungutæknifyrirtækið ordabok.is er leiðandi í tungutækniútgáfu á Ís- landi og gaf út fyrstu íslensku Tölvu- orðabókina fyrir sextán árum en var auk þess fyrst til að setja orðabók á ís- lenskt vefsvæði. Vinnan við Stafsetn- ingarorðabókina hefur hins vegar stað- ið yfir frá 1996 með hléum,“ útskýr- ir Matthías og heldur áfram: „Ég tel mikla þörf á orðabók af þessu tagi því ef maður les til dæmis fréttasíður á netinu þá er málfari þar gríðarlega ábótavant. Svo virðist sem ekki sé gert nóg af því að fletta upp orðum og þá kannski vegna þess að hingað til hefur það ekki verið nógu handhægt.“ Nú þegar eru fjölmargir notendur að vefsíðunni ordabok.is en aðgang- ur að Stafsetningarorðabókinni verð- ur ókeypis um sinn fyrir skráða not- endur. „Tugþúsundir eru með aðgang að ordabok.is. Þar á meðal eru allir grunn- og framhaldsskólar á land- inu, nokkrir háskólar, fjölmargar rík- isstofnanir og fyrirtæki, að ótöldum fjölda heimanotenda,“ segir Matthí- as en Stafsetningarorðabókin hefur ýmsa kosti. „Ekki er einungis um staf- setningu orða að ræða heldur er líka sýnd merking orða með svipaða staf- setningu þannig að ef þú ert ekki viss um hvernig orðið er skrifað þá leiðrétt- ir orðabókin þig eða sýnir þér hvern- ig orðin eru skrifuð og útskýrir merk- ingu þeirra. Orðabókin sýnir auk þess beygingar orða fullum fetum,“ útskýr- ir hann áhugasamur. Uppfletting orða er fljótleg og hand- hæg en orðabókin státar af fjölda upp- flettiorða. „Nú eru um 80.000 orð í Staf- setningarorðabókinni og verður hún stækkuð í 100.000 orð innan tíðar. Þar með er þetta stærsta stafsetningarorða- bókin sem komið hefur út á íslensku,“ segir Matthías. hrefna@frettabladid.is MATTHÍAS MAGNÚSSON: FYRSTA ÍSLENSKA STAFSETNINGARORÐABÓKIN Á NETINU HUGMYNDIN SMELLPASSAÐI SÚ FYRSTA SINNAR TEGUNDAR Ný íslensk stafsetningarorðabók var opnuð á netinu síðastlið- inn þriðjudag og er hún tímamótaverk. Matthías Magnússon er eigandi og hugmyndasmiður ordabok.is þar sem finna má Stafsetningarorðabókina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.