Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 1
FEGURSTA MYND JÓLANNA JÓLAHUGLEIÐING eftir séra Harald Sigmar Fegursta myndin, sem við höfum af jólun- um, er dregin upp í Lúkasarguðspjalli, öörum kafla. Hún líkist fögru málverki, sem flytur boö- skap beint til hjarta þess, sem les í trú. Sagan gerist í litlu landi á dögum Ágústusar keisara. Fólkið er skattpínt og kúgað. Það er húsnœðis- skortur. Vafalaust hafa margir, auk Maríu og Jósefs, ekki fengiö húsaskjól, og hefur hin heilaga fjölskylda því veriö mjög þakklát fyrir þaö húsa- skjól, sem hún loks fékk, þótt fjárhús vœri. Menn voru aö vinnu sinni á ökrum úti á svölu vetrar- kvöldi. Fjárhiröarnir, sem heyröu englasönginn, eru fulltrúar álþýðumannsins, sem glímir við erfiö lífsskilyröi, langan vinnudag, ónóg laun og erfiöa vinnu. Ef til vill er hann fullur kvíöa fyrir fmmtíöinni. Birta hinna fyrstu jóla skein í myrkri mannkynsins. Dýrö sé Guöi í upphœðum, og friður á jöröu meö þeim mönnum, sem hann hefir velþóknun á. (Lúk. 2. 14.). Enn einu sinni kemur hiö eilífa kœrleiksljós Guös inn í þennan myrka heim. Það kemur til fólks, sem er skattpínt og kúgaö. Og jafnvel í okkar upplýstu og ríku kynslóö er alvarlegur skortur á fœðu og húsaskjóli meöál fjöldans. Það kemur til þeirra, sem eru ofhlaönir störfum viö ill og erfið skilyröi. Og það kemur til alls mann- kyns, sem lifir í myrkri syndar og illsku. Engin mannleg orö fá lýst þeim friði, góö- vilja og ólýsanlegri birtu, sem stafar af boöskap jólanna. Jafnvel hin störkostlega mynd, sem GuÖ hefur gefiö frá hönd Lúkasar, fœr ekki lýst því eins og það er. Mannleg orö rúma ekki þetta undur. En GuÖs orö, orð huggunar og frelsunar, var í heiminn borið. Þetta er kjarni jóláboöskap- arins. „OrÖiÖ varð hold, og hann bjó meö oss, fullur náöar og sannleika, og vér sáum dýrö hans, dýrö sem eingetins sonar frá föður.“ (Jóh. 1. 14.). Fullvita barn mundi varla hafna jólagjöf for- eldra sinna. En ef það vœri svo mikillátt, mundi þaö ekki eignast gjöfina, hversu mikiö sem for- eldrarnir œsktu þess. Jesús, hiö lifandi orö Guös, er jólagjöf Fööur- ins til lieimsins. En í hverri kynslóö hafa verið þeir, „sem ekki tóku við honum. En öllum þeim, sem tóku viö honum og trúöu á nafn hans, gaf liann rétt til að kallast Guðs börn.“ (Jóh. 1, 11. og 12.). Guöi séu þákkir fyrir óumrœöilega náð lians. Enn einu sinni eru jól. Er nokkur svo mikil- látur, aö hann þiggi ekki þessa gjöf og GuÖs? Guö gefi, aö viö séum eins og börn og tökum glöö og þakklát viö liverri gjöf, sem hann vill gefa okkur af kœrleika sínum. „Því að svo elskaöi Guð heiminn, aö hann gaf son sinn eingetinn, til þess aö hver, sem á liann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ (Jóh. 3. 16). Harald Sigmar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.