Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 2
2 ★ JÓLABLAÐ' TÍMAN5 195B ★ SÉRA JAKOB JÓNSSON: SENDIBRÉF FRÁ 1. ÖLD P'** ! Ég vil biðja þig, lesandi minn, j að hverfa meö mér langt aftur i aldir, til atburðar, sem gerðist einhverntíma á árunum 59—61 3. Kr. Um þennan atburð mundum vér sennilega ekkert vita, ef ekki iiefði geymst eitt ltiiö og stutt sendibréf, meira að segja einka- óréf, sem fjallar um persónulegt málefni að mestu leyti. En í þessu 'bréfi speglast mynd, sem hefir ekki aðeins þýðingu sem aldarfarslýs- ing frá einu af merkilegustu tíma- bilum sögunnar, heldur varpar jósi yfir nokkur grundvallarat- viði mannlegs samfélags á hvaða jld sem er. I. Bréfritarinn i í einu af fangelsum Rómaborg- ! ar er fjötraður maður. Hann er ! vkki glæpamaður, heldur pólitísk- ! ur fangi. Hann er maður roskinn, og ber þess sennilega nokkur merki, aö hann hafi ratað í margs- j konar mannraunir um dagana. — Gæzlan er ströng. Hann hefir fjötra á sér nótt og dag, og fyrir , ntan fangelsið ganga hermennirn- j ír um og hafa nánar gætur á öllu, sem fram fer. Það kostar varð- manninn sjálfan lítið, ef fanginn , sleppur úr gæzlu. Annars er fangi ; þessi engan veginn einangraður að fullu frá umheiminum. Ef til vijl stendur það meðal annars i sam- bandi við það, aö hann er af háum , stigum, rómverskur borgari, sem hefir skotið máli sínu undir dóm , keisarans sjálfs. Hann er maður skólagenginn og lærður, og hefir haft mikinn kunningsskap af fólki af öllum stéttum. Fjötrar hans standa ekki í vegi fyrir því, að hann geti komizt í kunnings- , skap við bæði óbreytta hermenn, og liðsforingja í lífvarðarsveitum i keisarans, og hann má taka á móti gestum. Hann hefir stundum hjá sér skrifara, og les þeim fyrir bréf, sem hann sendir til vina og fiokks- bræðra í öllum áttum. Stundum skrifar hann sjálfur með eigin hendi. Það kann að virðast undar- legt, að pólitískur fangi megi þann ig' stjórna áróðri flokks síns með umburðarbréfum. En hann hafði einnig önnur ráð. Vinahópur í borg inni stendur þétt umhverfis hann. Vér þekkjum nöfn sumra þeirra, sem hann nafngreinir sjálfur í bréf unum. Og nú er hann í þann veg- inn aö kveöja tvo menn sem ætla í ferðalag til fjarlægs lands, alla leið til borgarinnar Kolossu í Frygíu í Litlu-Asíu. Annar þeirra er Tykikus, hinn heitir Onesímus, sennilega báðir grískir eða af grisk- um uppruna, ef marka má nöfn ' þeirra. En mikill munur er á þjóð- : félagslegri aðstöðu þessarra j manna. Ónesímus er þræll, — meira að segja strokuþræll. StrokuþrællÍRn í Rómaveldi hinu forna var mikið þrælahald. Þaö var venja þeirrar j aldar, aö þeir hershöföingjar, sem j unnu borgir, lömuðu viðnámsþrótt j þeirra með þvi að taka nokkurn - FILEMO Jakob Jónsson hluta borgaranna, bæði karla, kon- ur og börn, og selja mannsali. Af þessu leiddi, að meðal þessarrar réttlausu stéttar var fjöldi fólks, sem hafði ekki aðeins hlotið alla menntun og uppeldi frjálsborinna manna, heldur stóð þar í fremstu í’öð. Sumii’ þrælanna voru há- menntaðir heimspekingar, skáld og vísindamenn, enda mun það ekki sízt hafa rutt hinni grísku menn- ingu braut í Róm, að margir hinna æðstu manna þar, keyptu gríska menntamenn, og fengu þeirn það hlutverk að kenna sonum sínum. Nú skyldu menn ætla, aö þetta hefði oröið til þess ,að auka veg hinnar ánauðugu stéttar, og hafa mildandi áhrif á kjör hennar, og svo mun það hafa orðið í einstök- um tilfellum. En þegar á heildina var litið, urðu kjör þrælanna i Rómaríki svo hræðileg, að merkur vísindama'ður hefir látið sér þau orð um munn fara, að þjáningar þrælanna í Ameríku á dögum þræla haldsins í Bandaríkjunum hafi verið eins og lítill dropi af því djúpi kvalanna, sem var samfara þræla- haldi Rómverja. Og sennilega hafa fáar mannlegar verur búið að stað- aldri við annað eins og það, sem strokuþrælarnir áttu yfir höföi sér. Eins og vænta mátti, var ekkert, sem gat haldið þrælunum í skefj- um, annað en óttinn. Og óttanum var aö sjálfsögðu haldið við með grimmd. Árið 61 var rómverski höfðinginn Pedaníus Secundus myrtur af einum þræla sinna. Af- leiðingin varð sú, að hvorki meira né minna en 400 ánauðugra manna, sem tilheyrðu honum, og voru staddir í höll hans, er morðið var framiö, voru krossfestir, án tillits til þess, hvort þeir voru sekir eða saklausir. Annaö eins og þetta gekk raunar fram af borgarbúum og olli mikilli æsingu, en sennilega hafa fáii’ eða engir efast um lagalegan rétt þrælaeigenda í hinni heiðnu Róm til að fara þannig aö. Um strokuþrælanna er það að segja, að ríkið sjálft hélt uppi sér- stakri lögreglustétt til þess að hafa hendur í hári þeirra og koma þeim aftur í hendur eigendanna. Voru þeir nefndir fugitivarii. — Næðist þrællinn, var vart um annað að ræða en hinar mestu pyndingar, öðrum til viðvörunar. Annarhvort brennimerkingu og vinnuþrælkun NSBREFIÐ - eða krossfestingu, sem yar hin smánarlegasta allra líflátsaðferöa. Ég hefi talið nauðsynlegt að rifja upp þessar óhugnanlegu staðreynd- ir, til þess aö lesendur áttuöu sig betur á því, hvernig hin þjóðfélags- lega aöstaða er„ þegar strokuþræll- inn Ónesímus leggur af stað frá Róm, ásamt Tykikusi, i langferö- ina til Kolossu. _ Enginn veit nú, hvers vegna Ónesímus haföi strokið frá hús- bónda sínum, manni a'ð nafni Fíle- mon, sem heima átti í Kolossu. Þaö þarf ekki að hafa veriö önnur orsök en frelsisástin ein, löngunin til að brjóta sér braut upp á eigin spýt- ur. Enginn veit heldur, hvers vegna hann hefir í fyrstunni farið á fund fangans í hinum rómversku her- búðum. Það gat verið það, sem vér nefnum hrein og bein tilviljun, en það er heldur engin fjarstæða aö ímynda sér, að hann hafi kannast við hinn pólitíska fanga, sem fyrir nokkrum árum hafði komið til Kolossu ög var i vinfengi viö hús- bónda hans. Raunar hefði þá veriö eölilegra, að Ónesímus hefði frem- ur viljað forðast mann, sem gat gefiö upplýsingar um felustað hans í heimsborginni miklu. Sennileg- asta skýringin er sú, aö hann hafi, kannske áður en hann fór aö heim- an, haft fregnir af þvi, að í flokki þessa fjötraöa manns væri litiö öörum augum á þrælana en annars staöar, og þeir virtir til jafns viö frjálsa menn. Eitt er víst, að hann kemst í kunningsskap viö manninn, og verður hvorki meira-né minn'a.en náinn vinur hans og bróöir í flokki hans. Og nú er hann aö fara frá honum aftur, — ekki til þess að fara huldu höfði, heldur heim til Filemons húsbónda síns í Kolossu. Undir venjulegum kringumstæðum var þetta hin versta forsending, og atburðurinn veröur ekki skiljan- legur, nema einmitt út frá bréfinu, sem fanginn skrifar húsbónda hans og lætur hann sjálfan fara með heim. III. Postuli Drottins Ég hef ekki fram aö þessu nefnt bréfritarann með nafni, en ég veit, að allir, sem nokkuð eru kunnugir Nýja-testamentinu, hafa undir eins áttað sig á, hver hann er. Og þaö bréf, sem hér er um að ræða, er Filemonsbréfiö, einkabréf frá Páli postula, ritað á síðustu árum æfi hans í fangelsinu í Róm. Einstaka vísindamenn hafa viljaö halda því fram, aö bréfiö væri ritaö nokkrum árum fyrr, þegar hann var í fang- elsi í Cæsareu eöa jafnvel í Efesus, en sterkust rök viröast mæla með því, að bréfiö sé ritað í Róm, enda mun sú kenning hafa flesta for- mælendur meöal fræöimanna. Bréfið er ritað á grísku, og Páll skrifar það með eigin hendi, enda leiftrar það af persónulegu lífi, örum geðbrigðum og sterkum til- finningum. Ég ráðlegg lesendum mínum að lesa bréfið sjálfir, enda þótt engin þýðing geti komist til jafns viö það', eins og það er á frum málinu, þar sem höfundurinn hvað eftir annað beitir oröunum af því- líkri íþrótt, að oss finnst sem bar- dagi upp á líf og dauöa sé háður með hreyfingum, sem betur hæfi léttum dansi, — og hin dýpsta al- vara hefir gletni og kýmni að ívafi. Á fjórðu öld var háð nok-kur bar- átta um þetta bréf, og það var þá skoðun ýmsra, að það ætti ekki heima í helgiritasafninu, vegna þess aö það væri einkabréf, en hefði lítið að segja um útlistun trúar- lærdómanna. En guðfræðingar seinni alda virðast ekki eiga nógu sterk orð til að lofa þessa bók- menntaperlu, sem er betri útlistun á meginkjarna kristinnar trúar en margar blaösíður fræðirita, hversu nauðsynleg sem þau kunna að vera. IV. Bréfií Virðum nú nánar fyrir oss þetta bréf, sem þrællinn Ónesímus tekur með sér til heimferðarinnar. Bréfritarinn byrjar að þeirrar tíðar hætti meö því að kynna sig og. flytja kveðju frá sér og Tímóte- usi, sem hjá honum er, til Fílemons, sem á að taka viö bréfinu. En jafn- framt heilsar hann Appíu og Arkipp , usi, sem ef til vill hafa verið kona og sonur Filemons, og loks biður hann að heilsa söfnuðinum, sem tilheyrði heimilinu, eöa hafði þar bækistöð. Það lítur með öðrum orð- mn út fyrir, aö heimilisfólkið hafi verið kristið, og einhver hópur krist inna manna verið vanur að koma þar saman til bæna. Næst kemur kveðja með því orða- lagi, sem prestar nota enn við ýmsar athafnir: „Náð sé með yöur og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kriisti". Friður, — eirene, — var megin innihald hiim ar fornu, grísku kveðju, sem notuð var þá víða um lönd. Jesús heils- aöi t.d. lærisveinum sínum með orð- unum „Friöur sé með yður“. — En meðal kristinna manna varð al- gengara að nota orðin „náð og friJÖur,, saman. „Karis kai eirene". — En jafnframt fólst þáð í kveðj- unni, að náðin og friðurinn væru gjafir hins himneska Föður, og Drottinn Jesú Krists. Gamlar velgeríir Að kveðjunni lokinni hefst hið eiginlega bréf á því, að postulinn minnist gamalla velgjöröa File- mons viö kristna bræður. Filemoon hefir sýnt, að hann ber bæði traust til Drottins sjálfs og kristinna manna. Páll getur þess, að hann minnist Filemons í bænum sínum, svo að trúarsamfélag hans verðl áhrifamikið í þekkingu alls góðs, „í oss (og) til Krists“, eins og hann kemst að oröi. Hann minnir enn- fremur á, að hann hafi sjálfur hlotið mikla gleöi og huggun af kærleika Filemons. Og hér notar Páll meira að segja orðið agape, sem þýðir hinn algerlega óeigin- gjarna kærleika, sem elskar til að gefa, en ekki til aö taka við. Það er meira en samúð eða væntum- þykja, og fer alveg í öfuga átt við hinn algenga mannlega kærleika, þegar elskað er fyrst og fremst

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.