Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 30

Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 30
3D ★ JDLABLAÐ TÍMANS 195B ★ SELMA LAGERLÖF Framhald aí bls. 8 [ Vfe Sautjándi ágúst í bíó klukkan níu á sunnudags- morgni. Það er sannarlega ekkert letingjalíf aö vera í afmæli Selmu ; Lagerlöf! Snemma á fætur og seint ! að hátta, samfelld dagskrá á milli, sofa hratt á næturnar. Kvikmyndahúsið Skandía hefir ólíklega haft sýningu á sunnudags- ! morgni áður, en um annan tíma var ekki aö ræða fyrir þetta önn- J um kafna fólk, en mörgum lék ! hugur á að sjá Göstá Berlings sögu ! á kvikmynd, stórmynd frá tíma þöglu myndanna. Hún var gerð af I Mauritz Stiller, sem þótti snjall á ; sinni tíð, en varð skammlífur. Elísa bet Dohna, greifafrúna fögru og : góðu á Borg lék Gréta Garbo, tæp- ! lega tvítug, bústin og barnsleg með hárið þyrlað í eins konar gloríu um höfuðið. Lars Hanson, glæsimenni og mikill skapgerðarleikari, lék Gösta Berling. Hátfðahald 17. ágúst hófst með fundi Lagerlöfsfélagsins í leikhúsi Karistad. Félagið varð um þessar ! mundir ársgamalt og hafði gefið ! út fræðilega bók um Selmu Lager- löf, sem heitir Lagerlöfsstúdier. Símskeyti hafði borizt frá I Ameríku og var lesið upp á fund- ! inum: ÍMeð þakklæti og virðingu minn- ist ég velgjörðarkonu minnar. Nils Holgeirsson. Sá, er skeytið sendi, var fóstur- j sonur Selmu Lagerlöf og kveðst ! eiga þaö naíninu að þakka, að hún I tók hann að sér, en það hafi orðið I honum til mikillar gæfu og hafi f hann því gefið syni sínum hið sama gifturíka nafn. Gæti orðið löng röð Nils Holgeirssona, er stundir líða ! fram. Fóstursonur Selmu Lagerlöf hneigðist ekki til bóklegra mennta, en hafði áhuga fyrir smíðum. Hann I fór ungur til Ameríku, lagði stund á byggingar og varð meistari í iðn sinni. Nokkru fyrir lát Selmu kom hann til Sviþjóðár meö konu sína og soninn Nils Holgeirsson. Fjöl- skyldan fluttist aftur til Ameriku og þá alfarin og farnaöist vel þar ! vestra. Dr. Stellan Arvidson flutti af- bragðs erindi um Selmu Lagerlöf, tjáði þakkir norrænna rithöfunda og hyllti skáldkonuna. Efni þessa erindis verður ekki rakið hér, nema þess getiö, aö Arvidson minntist þess, er Selma Lagerlöf hefði lært af islenzkum fornbókmenntum. „,.... Heiður þeim, er heiður ber, á íslandi stóð vagga norrænna bók- mennta.... “ í leikhúsgarðinum á strönd Klar- elfar var með hátíðlegri athöfn af- hjúpuð standmynd Selmu Lagerlöf, ræður voru fluttar, blómsveigar og blómvendir lagðir 'á stall styttunn ar. Vilhelm prins afhjúpaði stytt- una^ en hana hafði gert listamað- urinn Arvid Baehlund, hann hafði einnig gert standmynd af Selmu, er reist var í Minneapolis, afsteypa hennar er í Rottnerosgarði. Á stand myndinni í Karlstad situr skáld- konan á pallsæti ög hallar sér fram sem niöursokkin í djúpar hugsanir. Á Rottneros styttúnni situr hún einnig, hvílir arma á sætisbríkum og hefir bók og penna í höndum sér. Hendur hvilast, hugur vinnur. Frumkvæði að styttunni í Karl- stad. átti forstöðukona Márbacka, , Thyra Freding, og eftir hennar til- lögu var staðurinn valinn, en þar haföi aö sögn staðið hin mikla vind mylla Kevenhúllers, sem frá er sagt í Gösta Berlingssögu, í vermlenzkri þjóðsögu heitir . snillingur þessi Hybelejen. Frá leikhúsgarðinum beindist fólkstraumurinn til Karlstad dóm- kirkju, skyldi fara þar fram minn- ingarhátíð um Selmu Lagerlöf á fæðingardegi föður hennar. Á bernsku- og æskuárum Selmu var þetta mikill hátíðisdagur á Már- bakka og henni kær og minnisstæö- ur, sem fram kemur í minningum hennar og sögum. Fæðingardagur Selmu var 20. nóv. en á þeim árs- tíma gat ekki farið fram sú veg- lega hátíð í Vermalandi, sem sum- arið veitti skilyrði til, því var tek- inn sá kostur að tengja hátíðina við 17. ágúst. Dómkirkjan var skreytt blómum og birkilaufi og fullskipuð, tólf hundruö manns voru þar að sögn. Hátíðin hófst með orgelleik, þar næst var sunginn sálmurinn Þann signaða dag vér sjáum enn.... Var sálmurinn valinn með tilliti til þess, að hann er í upphafi Nils sögu Holgeirssonar. Fyrstur steig Harrý Martinson í prédikunarstólinn og flutti hátíð- arljóð: Villigæsarferðin. Það vakti aödáun allra, er heyrðu það og lásu en það var víöa birt. í kirkjunni var ekki notaður hátalari og það veittist mörgum erfitt að heyra til þeirra, sem stigu í stólinn þennan dag, gert var orð á þvi, aö Martin- son hefði verið lágmæltur, en þeir, sem heyrðu vel til hans, dáðu mjög framsögn hans. Eftir ræöu hans og orgelsóló var sá liður dagskrárinn- ar, er nefndist: Minni Selmu Lag- erlöf. Voru það stuttar ræður full- trúa frá-norrænum rithöfundasam tökum, töluðu þeir í þessari röð: Danmörk: Palle Lauring, rithöfund ur, Finnland: Dr. Karin Allardt- Ekelund (af hálfu sænskumælandi Finna), Dr. Jarl Louhija (af hálfu finnskumælandi Finna), ísland: undirrituð, Noregur: Dr. Philip Houm. Ræðuefnið var fyrirfram gefið: Gildi skáldskapar Selmu Lagerlöf fyrir sérhverja af frænd- þjóöunum. Á ýmsa Vegu var hægt að gera þessu efni skil, en ræöumönnum var mjög þröngur staklcur skorinn, því að ræðutírni hvers fulltrúa var miðaður við ca. tíu mínútur. — Ég lagði áherzlu á það, á hve margvís- legan hátt íslenzku þjóðinni hefðu oröiö verk Selmu Lagerlöf kunn og kqm þannig að ýmsu, sem er sér stætt um bókmenningu okkar og lestrahneigð, lagði áherzlu á hversu almennt sögur Selmu hefðu verið lesnar og' dáðar á íslandi, einkum á fyrsta fjórðungi aldarinnar. Eldri bækur hennar hafa aö kalla má verið lesnar upp til agna á bóka- söfnum og eru flestar ófáanlegar í bókabúðum. — Norðmaðurinn kom fram meö sjónarmiö, er mörgum þótti nýstárlegt, hann hélt því fram að skáldframi Sigrid Undset hefði eggjað Selmu Lagerlöf til skáldskap arafreka á efri árum, en sögur henn ar um hring Löwenskjöldsættar- inar komu út á árunum 1925—27, er hún var að verða sjötug. Eftir ræður norrænu fulltrúanna var orgelleikur. Tónverkin, er flutt voru í kirkj unni munu hafa verið eftir sænsk tónskáld, en nöfn þeirra voru: Valdemar Söderholm, Gott- írid Berg ög Torsten Sörenson. Thyra Freding las frásögn Selmu Lagerlöf um afmælisdag föður hennar og að lokum söng' Helga Görling Vennalandssönginn: Ach Vármeland du sköna . . . — Þegar ég um kvöldiö settist í sæti mitt í veizlu Karlstadborgar, sem var lokaveizla hátíðarinnar, lá bók á borðinu fyrir framan mig, á hana var skrifaö með fallegri rit- hönd nafn mitt og þessi orð: Með þökk fyrir ýðar hlýju og fögru orð um Selmu Lagerlöf í dómkirkjunni í dag. Helge Kjellin. Ég læt þetta nægja, sem dæmi þeirrar vinsemdar, er ég í rikum mæli naut dagana ógleymanlegu í Vermalandi. Mér virðist Svíar bera hlýjan hug til íslendinga, en þekk- ing þeirra á landi og þjóð er næsta takmörkuð. Þeir virðast sem eðli- legt er setja sér meira fyrir hug- arsjónir fortið þjóðarinnar en nú- tíð. Það helgast af því að lesning þeirra nær fyrst og fremst til forn- bókmennta okkar, og seinni tíma sögur okkar, sem þýddar hafa verdð á sænsku gerast yfirleitt í fyrri tíma umhverfi. Það væri æskilegt aö bókmennta- fræðingar okkar, sem flytja fyrir- lestra um bókmenntir okkar er- lendis, sneru sér fremur að þvi að- kallandi verkefni að kynna seinni tíma bókmenntir okkar en fornbók- menntirnar, sem þegar eru kunn- ar. Hvað þýðendur snertir býst ég viö, að það yrði vænlegast til árang urs, að erlendum háskólanemend- um, sem eru skáldhneigðir og vel ritfærir og hafa i hyggju að leggja stund á bókmennir og ætla sér rif- legan tíma til þýðinga, yrði gef- inn kostur á námsdvöl hér til þess að læra tungu okkar til gagns og fræðast ítarlega um bókmenntir okkar, meö það fyrir augum að vinna síöar að því, að hið bezta í skáldskap okkar komizt á erlend mál. —Eins og frásögn mín ber með sér var Lagerlöfhátíðin þannig skipulögð, að rithöfundar höfðu lít- ið svigrúm til að ræða hugðarefni sín og hagsmuni, en samt var það ekki aðeins frægðarljómi Selinu Lagerlöf og veizlugleðin í Verma- landi, sem eftir sat i huga mínum að hátíöarlokum, heldur hefir vakn aö með mér von um samheldni og samstarf rithöfunda. Og þó að frarn lag okkar íslenöinga til norrænnar samvinnu hljóti aö vera mjög í molum af skiljanlegum ástæðum, ættu þó islenzkir rithöfundar að skiptast á um að sækia norræn rit- höfundamöt og rithöfundaráðs- fundi. Við njótum okkar bezt með þeim þjóðum, sem eru okkur lik- astar, og lærum helzt af þeim það, sem okkur hentar að taka okkur til fyrirmyndar — og ekki heldur úti- lokaö að við getum eitthvað af mörkum lagt. Þörunn Elfa Magnúsdóttir. Sendum öllum viðskiptavmum og samstarfsmönnum beztu jóla- og nýjársóskir, með pakklceti fyrir ái~ nœgjulega samvinnu. Verklegar framkvæmdir h.f. Ltuifásvegi 2 nnnnnmmnnnnnnntnnntnmnnnnnnnnnnnnnntnnnnnutnntnnnnnnnmmr nntnnnmnnnnnnntnnntnnntnnnnnnnnnnnnnnnnmnnumnmtnnmnnmnn I n Súgfirðingar! Munið að kaupfélagið býður ykkur flestar fáanlegar nauðsynjar til jólanna, svo sem: allf í jclabaksturinn, hreinlætisvörur, nýlenduvörur, jólaávextina, vefnaðarvöru, skófatnað o. m. fl. Ennfremur margs konar góðar vörur til jólagjafa. Gleðileg jól, farsœlt komandi ár! Þökkum viðskiþtin á árinu sem er að líða ICaupféSag Súgfirðinga Suðnreyri mnmnmnnmttnnmtmmtmunmnnnm;

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.