Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 21

Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 21
★ JDLABLAÐ TÍMANS 135B ★ 21 JÓNAS HELGASON í HLÍÐ: HVAR ER FAGRAVÍK? | Draummynd frá landnámsöld. í Landnámu segir svo: „Gunn- | ólfur kroppa hér maður, sonur | Þóris hauknefs hersis. Hann nam Gunnólfsvík og Gunnólfsfell og . Langanes allt fyrir utan Helkundu- i heiði og’ bjó i Fagravík". i Annað en þetta vita menn nú f fátt um landnám, byggðir og bú- . skap á Langanesi á fyrstu öldum fslands byggðar. Og það, sem er hægt að tína saman í annálum, er flest í sambandi við óáran, harð- t indi, fjár- og fólksfelli, sult og , seyru. Og um það verður ekki fjöl- yrt hér, enda er það sameiginleg- ur samnefnari, sem allflestar sög- I ur íslendinga frá þeim tímum, í ganga upp í. . En við þehnan eina stað Land- i námu verður nú lítillega staldrað. i Og ein lítil spurnirig verður að stórri spurn: Hvar stóð bólstaður Gunnólfs? — Um það vita menn nú ekkert með vissu. Aöeins tvö ör- | nefni eru enn til, sem minna á landnámsmanninn, en það eru Gunnólfsvík og Gunnólfsvikurfjall. j Bærinn Gunnólfsvík stendur norðan megin við Finnafjörð, en ! hann gengur inn á milli Gunnólfs- víkurf jalls að norðan og Saurbæj ar- tanga að sunnan. Gunnólfsvíkur- I fjall er ofan við bæinn og að austan verðu, hátt og tigið, með hamra- toeltum og standbröttum skriðum, þverhnýpt í sjó fram. Þótt venju- lega sé talað um Gunnólfsvíkur- fjall á Langanesi, telst nú bæði fjallið og jörðin Gunnólfsvik til nyrsta hrepps Norður-Múlasýslu. Almennt mun álitið, að Gunnólfur ! landnámsmaður muni hafa byggt bæ sinn í Gunnólfsvík. Veldur þar mestu um, að önnur örnefni eru nú í eigi við hann kennd. Slíkt verður I að liggja á milli hluta, en hins veg- ■ ar veröa hér Ieiddar getur að öðru, sem eigi hefur, svo kunnugt sé, I áður komiö fram. i; Verður þá fyrst fyrir: Hvar var ! Fagravík? Nú er engin vik eða ann- j að örnefni, er svo heiti, hvorki á í Langanesi né i grennd. En Land- ; námu dirfist engin að véfengja. Er 1 þá hér komið að krossgátu, sem l hlýtur að eiga sér aðeins eina lausn j rétta, eins og allar nöfnur hennar. [ Og frá sjónarhóli ófróðs leikmanns, I er sú skýring liklegust, sem vikið j yerður að hér á eftir. | Bærinn Eiði á Langanesi stendur Íað austanverðu á Nesinu miðju, í kvos viö allstórt vatn, sem Eiöis- vatn heitir. Malarhryggur einn ^ skilur vatnið frá sæ, og er þó á , einum stað afrennsli úr vatninu i í gegnum malarkambinn (ós). Vatn Slð er viðast alldjúpt, en grynnst þó út við Mölina. Fyrir um þaö bil hálfri elleftu Iöld, eða þegar Gunnólfur kom hér við land, hefur gengið fjörður eða vik inn í Nesið, þar sem nú er vatn- ið. Löngu síðar, og þó smátt og smátt, hefur svo brim úthafsins, með hamförum sínum og ægiorku, hlaöið upp malarkambinn og lokað íyrir víkina. Varö þá stöðuvatn inri- k an viö en milli þess og sævar eiði £ eða grandi, sem nú er nefnt Möl. Sennilega hefur Fagravík tiltölu- £ lega snemma farið í eyði. Er nú eigi t unnt að gizka. á hvenær það hefir [ orðið, en svo lengi hefir þar engin £ byg'g'ö veriö, að þegar næst er byggt þar býli, eru týndar og gieymdar sagnir allar um byggð landnáms- mannsins þar, svo og verksum- merki öll og örnefni flest. Þó er þar eitt til enn, sem hlýtur að vera frá fyrstu byggð þar, og getur nú orðið að vöröu til að átta sig á: Beint upp af faotni Eiöisvatns er melhryggur allhár, en hann er nú kallaður Eiðisháls eða Hálsinn. — Þaöan er dásamlega fagurt útsýni. Sézt þá til hafs báðum megin Ness- ins. í austur sér ofan yfir Eiðis- vatnið, út yfir Mölina, sem sýnist eins og strik, dregið á milli vatns og hafs, og út á Eiðisbugt. Bærinn Eiði stendur norðan við vatniö, svo að segja á bakkanum, í stóru, sléttu túni, sem tekur yfir strandlengjuna alla meö vatninu innan frá botni og út undir sjó. Ofan við bæinn að norðan eru háar brekkur, sem tak- marka túnið þeim megin. Það er eins og að horfa ofan í stóran, græn an, undrafagi’an hvamm, með stóru, tæru stöðuvatni í miðjunni. Báðum megin vatnsins eru allbratt ar brekkur, og fjöll, er ofar dregur. Að noröan er, úti viö sjó, hver brekkustallurinn upp af öörum, eins og tröppur, sem maður gæti hugsaö sér að risar og skessur hefðu i fyrndinni stikað upp og ofan. Efsta trappan þar er Kálfsfjall. Sunnan við vatniö, næst sjó er allhátt fjall, er Nausti heitir. Er það standbratt í sjó niður, víða með lausum malar- og aurskriöum, ó- gróið og öfært sjávarmegin. Norð- ar og í vestur af Eiðishálsi er svo annaö fjall. Þaö heitir Nónfjall og er gróðurlítið, en ekki eins bratt, og víðast kleift. En úr því aö þeim, sem í dag stendur á Eiðishálsi og virðir fyrir :v*>Í^Av»wJÍí*í^'AsW.v.vJ«AwK-.VAvÁv.v.'.v:-.v:v.VSvA*Alí.t^ív;v»«íí^'i^v;<v«! Áfonnað er, að héraðslýsing 1 ; Norður-Þingeyjarsýslu verði gefin : út snenuna á næsta ári. Að henni 1| eru margir höfundar. Einn þeirra er Jóivas Helgason, bóndi í Hlið á || Langanesi, sem Iesið hefir á milli lína í fornum heimildum frásögu þá, er liér fer á cftir, og fært að ; henni rök. Upphaflega var hún | skrifuð sem kafli í sveitarlýsingu p| 1 ;>g gert ráð fyrir, að hún birtist ; i þar. En úr því varð ekki, og hef- Lr TÍMINN — meö leyfi höfundar : — fengið h.ina til birtingar í jóía- ilaðinu. sér þessa mynd, í ramma nakinna, grárra fjalla, finnst hún ógleyman- lega fögur í fátækt sinni, hversu miklu fegurri og fjölskrúðugri að litadýrð hefur hún þá eigi verið á Ingólfsdögum, þegar landið allt var skógi vaxið milli fjalls og fjöru? Vestast í hálsinum er allhár og keilulagaður melhóll, er Skiphóll heitir. Úr tjörninni er afrennsli, vestan við’ hólinn, og niður í Eiðis- vatniö. Tilgáta min er þá þessi: Á land- námsöld hefur fjörður eða vík geng ið inn í Nesið, þar sem nú er Eiðis- vík. Þar hefur landnámsmaðurinn á Langanesi reist bæ sinn og. gefið honum nafnið Fagravík. Nesið, sunnan við Naustann dregur það- an nafn og heitir því Fagranes. Seinna gengur svo Gunnólfur á f jöll til að skyggnast um, og hæsta f jall- ið er heitið efitr honum. Þaö er sólmánuður. Gunnólfur siglir skipi sinu norður með land- inu að austan. Ætlun hans er að sigla norður fyrir landið til að leita sér bólfestu. Hann hefir haft land- kenningu á nokkrum stöðum, eftir að hann kom af hafi. Það var á ýmsum stöðum á Austfjörðum. En allsstaðar hefur hann þótzt sjá merki mannabyggða og því vitað, að' numiö mund ivera. Að vísu hefur hann séð, að eigi mundi þar þétt- býlt. En hann vill engum troða um tær. Hann er þreyttur af ófriði og yfirgangi mannanna. Hann hefur hopað fyrir ofbeldi og óréttlæti. Hann hefur orðið að láta af hönd- um óðöl sín og ættland, akra og bú. Hann er landflótta-útlagí. Én hann er ósigraöur samt. Hann er frjáls maöur. Þess vegna siglir hann glaður út í óvissuna. Hann er að leita sér að nýju riki til aö festa rætur í. Og það skal ekki verða hernaöarriki, heldur friðland. Maðurinn, sem stendur hér við stýri, hefir veriö sækonungur sið- ustu vikurnar. En nú þráir hann fast land undir fót. Hann er bóndi — og bóndi vill hann vera. Ótta er risin. Sóltöfrar merla mar og land. Hafgolan er ekki enn- þá vöknuö. Litli knörrinn vaggar værðarlega á léttum lognöldum Fólk og fénaður nýtur í svefni sama draumsins og foringinn í vöku. Ilm- ur grasa, léttur lækjarnið’ur. Mold, mold. Og straumarnir liggja að landi. Aö liðnurn miðjum morgni byrjar að birja. Nú opnast skarð í ókunna landið. Stefnunni er breytt. Hvað veldur? — Skipverjar vakna einn af öðrum. Vongleöi lýsir úr lang- þreyttum augum. Innar stundar er siglt inn langan, fagran fjörð, með Framhald á bls. 33.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.