Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 5
★ JÖLABLAÖ TÍMANS 195B ★ 5 ÞÓRUNN ELFA MAGNÚSDÓTTIR: ALDARAFMÆLI SELMU LAGERLÖF Selma Laqerlöf við píanóið. I. KomiS vití í Beiimannshúsi ..Islenzk-sænska rithöfundamót- stendur í gestabók einni í Stokk- hólmi. Ekki man ég fyrir víst, en minnir þó, aö ennfremur standi þar: framhald af norræna rithöf- undamótinu í Karlstad. En um þetta fjölmenna og nýafstaðna mót, sem fór fram í tilefni af aldar- afmæli Selmu Lagerlöf, var mikið' rætt í miðdegisverð'arboöi hjá frú Gerd og Hilding Östlnnd, rithöf- undi og ritstjóra. Hilding Östlund, sem er ritari sænska rithöfundafélagsins og rit- stjóri blaðs, sem það gefur út, var aðal driffjöðurin í undirbúningi rit- höfundamótsins í Karlstad og hafði alla upplýsingaþjónustu á hendi. Þetta var margháttaö og geysilega umfangsmikið starf, enda þótt undirbúningurinn hafi staðið yfir „síðan í fyrra“, eins og Öst- lund or'ðaði það, varð ekki hjá því komizt að annríkið færi hraðvax- andi eftir því sem nær dró mótinu. En allt virtist fágætlega vel undir- búið, og ekki vissi ég til, að' nein mistök ættu sér stað’. Erlendu gest- irnir voru að minnsta kosti stór- hrifnir af viðtökunum í Karlstad, enda allt gert til þess að' vel færi um þá, vandað til gistiherbergja og þjónustu allrar og sætaskipun- ar við borö. Hið síðastnefnda haföi ekki hvað sízt þótt vandaverk Raö- að var í sæti i fjórar veizlur fleiri hundruð manns og nýir sessunaut- ar hverju sinni til að' auka kynn- ingu og fjölbreytni. Heiðursgestir, fulltrúar og að'rir, er skylt þótti að sýna sérstaka virðingu, skipuðu sæti við svonefnt heiðursborð og hið næsta því. Stappar nærri iræði- grein að kunna tök á þ'essu vanda- verki, sem tók svo langan tíma, a'ð leggja þurfti nótt við dag til þess að koma því frá, en nafnalistar með tilvísun til sæta við auökennd borð voru prentaðir áður en Lager- löfshátíðin hófst. Mikið starf var í því fólgið að svara fyrirspurnum allra, er hug höfðu á að sækja hátiðina, senda þeim, er þar aö kom, hátíðadag- skrá og annaö, er mótiö varöaði. Samið var um afslátt á járnbraut- arfargjöldum innan Svíþjóöar. Öll- um þátttakendum, er þess óskuöu, var séð fyrir gististað í Karlstad. Margt fleira mætti upp telja, svo sem vinnu við hátiðadagskrá, en þa'ð, sem þegar hefir verið' sagt, ætti að geí'a nokkra hugmynd um, hve undirbúningsstarfið var marg- þætt. Svo hófst hátíðin og enn var starfað, þá komu Östlundhjón- in sér þannig fyrir, að’ herbergi þeirra í Borgarhótelinu í Karlstad var miðsvæðis og ávallt voru þau reiðubúin að leysa hvers manns vanda. íslenzk-sænska rithöfundamótið, eins og Östlund nei'ndi endurfund okkar í Stokkhólmi, hófst með því, að' hann sýndi mér félagsheimili sænskra rithöfunda, afar skemmti- legt gamalt hús í frjálslegu hverfi á Konungshólmanum, skammt frá sundinu, sem tengir saman Ulv- sundavatn ’og Karlbergsvatn. Á dögum Bellmanns var veitingakrá í húsi þessu, sem mun frá upphafi hafa heitað' Litla-Hornsberg. Bell- mann hefir verið velkunnugur kránni og getið hennar í ljóðum sínurn og húsið því lengi verið við hann kennt og kallað Bellmanns- húsið. Með ríflegu framlagi frá ríki og höfuðborg varð' rithöfundafélaginu kleift að eignast hús þetta, sem hafði verið endurbætt eftir þörf- um, án þ‘ess að hróflað væri við' upphaflegum stíl bess. Svíum eru gamlar byggingar og hvers konar gamlar minjar kærar og varð'veita þær vel. Fyrir framlög bókaútgef- enda, bóksala, Sambands sænskra kaupfélaga og fleiri aðila tókst á skönnnum tima að búa út stór- glæsilegt og þægilegt félagsheimili. Þar er vitanlega mið'stöð hins við- tæka starfs sænskra rithöfunda og þaðan og þangað streymdu bréfin um þátttöku norrænna höfunda i vgizlufagnaðinum mikla i Verma- landi. Af íélagsstarfi sænskra rit- höfunda má margt segja og mikið læra, og hef ég hug á að gera því efni skil öð'ru sinni, en vík nú frá- sögn minni til Vermalands. Ií, Gestir í Karlstad „Sólin skin alltaf í Karlstad“. Sagt er, að upphaflega hafi orð- takið' átt við unga, yndislega stúlku, sem var kölluð Sólin í Karlstad, en nú er það venjulega notað í bók- staflegri merkingu og reyndist sannmæli, þvi að þrátt fyrir stirða veðráttu í Svíþjóð í sumar, var bjart, yfir Karlstad dagana, sem Lagerlöfhátíöin fór þar fram. Hátíöin var sett að kvöldi fimmtudaginn 14. ágúst, og munu flestir hátíðargestir hafa komið þann dag. í ferðaskrifstofu við járnbrautarstöðina fengu þeir ávísun á gististaö' ásamt ýmsum plöggum varðandi hátíð'ina og litla nælu með nafni viötakanda, er bera skyldi á barmi sér. „Svo að við vitum hvað við heit- um“, sagði Hilding östlund. Ég naut þeirra hlunninda aö búa í Borgarhótelinu, sem var einkar notalegt, því að þar fóru fram all- ar kvöldveizlurnar. Hótelið stend- ur á bakka Klarelfar, sem er mikil borgarprýði. Á þeirri hlið hótels- ins, er að fljótinu veit, teygir vafn- ingsviður sig upp eftir veggjunum. Gaflsvalir eru blómum prýddar, í fögrum skrúðgarði við gaflvegg hótelsins eru veitingar fram bornar á mildum dögum og fögrum kvöld- um, er rafljósin brotna i vatnsbog- um gosbrunnsins og spegla sig í lygnum öldum Klarelfar og marg- litt blómskrúðið gerir garðinn að' Edinslundi. A þriðja hundrað rithöfundar gistu Karlstad dagana 14.—17. ágúst. Frá íslandi voru þrír höf- undar: Margrét Jónsdóttir, Jón úr Vör og undirrituð. Erlendir gestir auk rithöfunda voru: Japaninn Tetsuzo Kagawa, prófessor, sem lærði sænsku sakir aðdáunar sinn- ar á Selmu Lagerlöf. Hefir hann þýtt, bækur hennar á móöurmál sitt og stoi'naö Selmu Lagerlöf-fé- lag í Japan. Hann er um sjötugt, lágvaxinn og grannur eins og barn, hrörlegur í útliti, en tók þó með áhuga og gleði þátt i öllum hátíða- höldunum og ferðaðist um þær slóö'ir, er frá segir í Nils sögu Hol- geirssonar. Einn hátíöargestanna naut Kagawa þess heiðurs að búa á Marbacka meðan á hátiðinni stóð. Hollendingurinn Stine de Vriese er bókavörður við sænsku deildina í bókasafni Amsterdam- borgar og vinnur nú að doktorsrit- gerð' um Selmu Lagerlöf. Hún ætl- aði að' dvelja um tíma i Vermalandi eftir hátiðina til að kynna sér átt- haga og sögustaði Selnru. Næst nefndir menn eru prófessorar í Norðurlandamálum: Hans Kúhn frá Kiel, nafnkunnur á islandi og kvæntur íslenzkri konu, og Elie Poulenard frá Strassbourg. Þá voru þarna Walter Johnson, forstöðu- maður sænskrar deildar bókasafns- ins í Seattle og dr. Harold Borland frá Manchester. Til hátíöarinnar var boðið konu, sem manna á milli var nefnd ,,ein af Ingimarsdætrunum“. Hún heitir Hol Katarína Larsson og fór tíu ára gömul til Jerúsalem árið 1896. Skáld saga Selmu Lagerlöf, Jerúsalem, styðst við sannsögulega atburði, svo sem kunnugt er. Öflug trúarvakn- ing i Dölum í Sviþjóö varð þess valdandi, að alimargt fólk fluttist þaðan til landsins helga til að lifa þar í sannkristilegu samfélagi og biða þar komu lausnarans og hins hinzta dags, sem það trúði að væri í nánd. Hol Katarína var af þeirri ætt, sem Selma Lagerlöf nefnir Ingimarsættina, ein af fáum núlif- andi, er koma við sögu Dalafólks- ins, sem fyrr segir fluttist hún á barnsaldri úr Dölum. Minnisstæð er frásögn Selmu um börn Jerúsal- emfaranna, sem höfð'u svo mikla heimþrá, að þau struku frá járn- brautarstöðinni, er leggja skyldi frá í hina löngu ferð' og héldu lieim- leiðis til átthaganna, stóru börnin leiddu þau minni. Kveinstafir þeirra: „Við' viljum fara heirn"! kveð’a við eyrum lesandans. Vitanlega vitjaði nú Hol Kata- rína átthaga sinna og sótti heim ættingja og forna vini i Dölum. Þórunn Elfa (til vinstri) og vinkona hennar í sænskum þjóðbúningi. Marbacka.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.