Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 23

Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 23
allir athygli er sáu. Glaðastur allra og aldrei ráðafátt. Við háskólann nam hann heimspeki og guðfra'ði hinna egypzku snillinga. Það var talið eftirtektarvert með þennan háskóla í Heliopolis að þar hölluö- ust menn mjög að eingyðistrú, og rná sem dæmi nefna að hinn frægi konungur Egyptalands, Echnaton, er uppi var 400 árum eftir að maður sá, er hér var iýst, var uppi, hafði numið um skeið við bennan fyrr- nefnda háskóla. Þessi ungi maður, sem vakti á sér athygli allra, var Móses, hinn mikli foringi Israels- rnanna. Til Heliopolis lá hinn svonefndi konungavegur yfir Gaza og til land- anna mörgu, er lágu þá fyrir botni Miðjarðarhafsins. Er það álitið, að Jósep og Mariá hafi búið eimnitt í Heliopolis, því þangað lá fyrr- Amenoohis 4. nefnd þjóðbraut frá Gyðingalandi, þó veit enginn þetta með vissu. Þarna er þó eldgömul kirkja, er heitir Maríukirkja og skammt frá er laug, er heitir Mariulaug, og máske hefur María þar þvegið þvotta sína. Þegar við höfum sveimað yfir Kairó um stund, lenti flugvél okkar á hinum svonefnda Parúk-flug- velli, er' sennilega heitir eitthvað annað nú. Þaðan er gott útsýni yfir borgina ,meðal annars sjást hinir mörgu skýjakljúfar, sem v'erið er að byggja, 30 hæða háir, og þar á meðal Nile-Hilton hótelið, sem ber 'af ö'lu af þvi tagi sem byggt hefur verið i Austurlöndum. En þarna er líka annað er fyrir augun ber, þarna fram hjá rennur áin Níl um tveggja kílómetra breið, voldág- ar brýr tengja austur og vestur hhit.o borgarinnar og fjöldi skipa af öllu tagi ganga þar til norðurs og suðurs. Niður árimiar berst að eyrum og einnig dularfullt hvísl pálmablaða í þeyvindi vorsins. — Máske einskonar sögusinfónía, er hér hefur gerzt frá fyrstu tírrtum. í þessu landi hefst menningin snemma. Hér rækta menn akra og kunna tök á áveitum frá Níl löngu áöur en ísöld er lokið í álfu vorri. Hingað hafa heilar þjóðir verið her leiddar, og hér hafa og þjóðir brotið af sér þrælahlekki. Einstæð saga, sem að vísu er i sumum atriðum kunn, en að miklu leyti horfin inn í móðuna miklu, sem engu skilar aftur ,af því sem liðið er á furðu- strönd þessara miklu sandauðna. Maður spyr, hversvegna? en fær ekkert svar, frekar en spurt væri um það hvert regnið fór, sem féll i gær, eða golan, sem strýkur vang- an í dag. — — -r- Langflestir feröamenn, er til Egyptalands koma, ber aö' garði í Kairó. Að minnsta kosti þeir, er ferðast fiugleiðis. Borg þessi er ekki talin gömul á egypskan mæli- kvarða. Nokkurn vegin jafngömul og Kristnitakan á íslandi og eigin- lega byggð' ofan í tvær fyrrverandi höfuðborgir landsins, er í rústir eru fallnar, Heliopolfs og Memphis. Óx vegur borgarinnar ört vegna ætti, að taka, þvi að fregnir höfðu borizt af því að Cæsar, hinn sigur- sæli, væri á næstu grösum. Menn setti hljóða langa stund, en þá sagði einn á ráðherrurium, eftir því sem sagnir herma: „Dauðir hundar bíta ekki“. Pompejus lenti i nánd við borgina Pelúsium og þar var þá konungur Egypta mættur með sín- um mörinum. Var Pompejusi boðið að ganga í land einum. Mun það hafa giatt hann, að í bát þeim, er sótti hann um borð í skip hans, var ungur maður er lengi hafði verið náinn samstarfsmaður hans á ýms- um herferðum liðinna ára. Er þeir stigu á land og minntust gamallar vináttu, stakk þessi forni viunr Pompejus með rýting í bakið. Á þessum sama staö, 300 árum/ áður, skeði sá atburður árla morg- uns að þegar íbúar þessarar borgar vöknuðu, var óvígur óvinaher kom- inn á eystri bakka árinnar, albúnir þess að ráðast inn í Egyptaland. Þar var, kominn Alexander hinn mikli, eftir að hafa lagt undir sig hið mikla Persaveldi og gjörsigrað Persa. Egyptaland var þá skattland Persakonunga, sem ekki áttu vin- sældiun að fagna, og höfðu vitan- lega fregnir af sigursæld Alexand- ers borizt þangað vestur. Og þetta skipti engum togum, brúin yfir sundið var hvorki brotin né varin, og hélt Alexander viðstöðulaust með 'Sínar hersveitir inn í Egypta- rlIIKIDHIIIIIIIIII ■_■■■■■■■■■■' GREIN: JÓNAS SVEINSSON LÆKNIR i ■ ■ ■■■■■■■ ■ ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■ land og lagði landið undir sig. Sýndi strax í upphafi mildi og lét alla halda freisi á flestum sviðum. í þessari einstæðu herför skeði það, að Alexander lagði hornsteininn að heimsborginni Alexandriu, er byggð var strax af stórhug, með miklurn hafnarmannvirkjum og breiðum ogbeinum götum og stórhýsum, þar á meðal háskóla og öðrum mennta- stofnunum er hvergi áttu sinn líka i hinum kunna heimi. En nokkrum árum síöar skeði annár atbaröur við Pelúsíum, menn vöknuðu þar morgun einn við það að mannfjöldi mikill hafði enn á ný safnazt á austurbakkanum. Þar var komin líkfylgd Alexanders mikla. Eitt hundrað hestar drógu lík snillings- ins, er hvildi í gulikistu og var förinni heitið til Alexandríu, því þar vildi hinn látni hvíla. Stór- fenglegt líkhús beið þar og hafði hvergi sézt annað eins. Síðar skeði það að líkkistu Alexanders úr gulli avr stolið og veit nú enginn hvað um hefur orðið. Þannig hafði við- horf lifs þessa mikilmennis breytzt á svipstundu i grafartákn, í stað óstöðvandi glæsimennsku og sigur- sældar. Napóleon sagði um Alex- ander mikla: „Þó hann ekkert ann- að hefði gert í lífinu en að byggja Alexandriu, þá sýndi það snilling- inn“. Frá flugvél séð sker borgarhlut- inn Heliopolis sig frá borginni Kairó. Þar var til forna mikill há- skóli og er þetta hvei’fi ennþá auð- fundið. Þar gekk eitt sinn um stræti ungur maður, uppeldissonur Fara- ós og máske dóttursonur i hópi stúdenta. Hnarreistur með dökkt hár niður á herðar, að þeirra tíma sið, hærri en flestir, herðabreiður og miðmjór. Klæddur hvítri skikkju, skósíðri, á fótum bar hann gullbryddaða sandala, og rauðlit- aðar neglur á tám, veittu honum Úlfaldar — „skip eySimerkurinnar".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.