Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 28

Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 28
28 ★ JQLABLAÐ TÍMANS 19SB ★ Bráölega veröa öll kennileiti horfin í iöulausa kafaldshríö. ★ TVEIR RÍÐANDI MENN mætast á förnum vegi. Annar einhestis — lrinn meö töskuhest. „Hvaö nú, bóndi?“ „Kotlcarlar standa á varinhell- unni. Þaö eru mennirnir meö lúö- urhljóminn, sem kunna minnisverð tíðindi.“. „Bóndinn lifir lífinu viö bú sitt og býli — þar gerist ýmislegt frá- sagnarvert.“ • „Venjulega mistök og vonbrigöi. Og þaö þykir ekki karlmannlegt aö hefja barlóm og mammonsgrát. Bezt að muldra i barminn.“ „Fé þitt hefur fariö illa í vor. En íslenzki bóndinn hefur staöiö í því stríöi að missa sauökindina, allt frá dögum Hrafna-Flóka.“ „Hrafna-Flóki setti á guö og gaddinn. Hitt er ergilegra, þegar fóðrið bregst, og skepnurnar koltna út af viö jötuna. Þá er til einskis barizt að afla heyanna.“. „Þaö er faraldur. Eins og land- farsóttirnar, sem kála mannkind- inni.‘ ‘ Do.miar, að landið er harð- býlt. Hér þrifast aöeiiis Kra.fnar — og því aöeins, að þeir finni nóg af hræjum.“ „Þaö er nú þaö, karl minn.“ Svo veröur nokkur þögn. Tóbaks- pontan er tekin upp. Umræöan sveigö inn á nýja braut: „Hann er fallegur hjá þér.“ „Þaö bítur ekkert á hann.“ „Þú selur mér nú klárinn. Ég gef tvöfalt hestverö fyrir hann. Og í haust kaupiröu kindur fyrir and- viröiö." „Já, þaö er bezt aö selja þér hann. Það býöur enginn betur. Þú tekur hann í bakaleiðinni." „Já, ég tek hann í bakaleiðinni." „En ég kaupi ekki kindur í haust. Ég farga öllu — — öllu---------fer vestur. Áföllin flæma menn í út- legö.“ „ÞaÖ er nú þaö, karl minn.“ Þeir kveðjast með handabandi. Bóndinn er nærri hrokkinn úr hnakknum. Hann var algerlega óviöbúinn, þegar hesturinn reif tauminn úr höndum hans, kargur og þóttafullur. Það vantar mýkt í sporiö og ljúfan leik viö tauminn. Og hann linnir ekki sprettinum; — nemur loks staöar heima við túngarðinn. Hann er í svitalööri, leirstokkinn, bryöur mélin, óþolinmóöur. Bónd- inn sprettir gjöröum og reiða, tek- ur af honum hnakkinn. Fer hægt og rólega, — þetta er athöfn, sem hann er vanur að vanda. Hvert handtak er þjónustugjald. En hest- urinn bíöur ekki eftir þeim atlot- um — tekur snöggan kipp, fer í loftköstum og stefnir inn á dalinn. Bóndinn stendur við traðarhliö- ið. Hahn stendur lengi f sömu spor- um, horfir á eftir hestinum. og i brjósti hans er sár tregi: Hesturinn er ljóngáfaður. Ein- þykkur og erfiöur viðfangs, ef hann skiptir ham. En það er sjaldan, sem hann sýnir þá hliöina, og varla, nema honum sé misboðiö. Hann lætur aö vísu ekki taka sig i heimahögum. Hvað sem viö liggur, verður að reka hann í áheldi. Sér- vizkan kemur fram í þeirri siö venju, aö hann hleypur beina leiö í réttina, án allra vafninga. Þar veitir hann enga mótspyrnu. Þegar komiö var á bak honum er allt erfiði gleymt, öll gremja þurrkuö út, allt fyrirgefiö. Og í ferðalögum sýnir hann aldrei neina styggö. Um fjögurra ára skeiö hafa leiö- ir þeirra legiö saman. Um ruddar slóðir og vegleysur. Alltaf mátti treysta öryggi og fótfimi hestsins. Skeifurnar kveiktu elda á grjóti. Landiö geymir sporin í klappa- klungri og troðningum. Þeir hafa svalkaö saman yfir straumþung og viösjál vötn, — hættur leyndust í hvörfum og kast- strengjum. Aldrei var samkennd þeirra ríkari, heldur en þegar hest- urinn krakaöi í köldum jökul- flaumnum, sem braut á bóghnútu eöa tók í taglhvarf. Bóndinn minntist þess hve hann leit hestinn hýru auga í fyrsta skipti, sem þeir sáust: Sól og sum- ar. Ilmur af grænni tööu í loftinu, góöviðrisský á himninum. Og fi'íð- ur gestur við hestasteininn. Hann var öllum óþektur, kynjaöur úr fjarlægu héraöi. En þaö leyndist ekki, aö hann var af góðu bergi brotinn. Ynr íionum hvíldi sérstak- lega geöfelldur þokki. Nokkru seinna brauzt hann af fjallvegi til byggða í náttmyrkri og skammdegishríð. Þaö var ekki manningj aveöur. Og hesturinn vann hetjudáö, sem geta ætti í annálunum. « Það kvöld fylgdi bóndinn þreytt- um gesti í húsaskjól. Hesturinn átti góöar gestanætur. Og var tek- inn í vetrarfóður. Um vorið réðust málin þannig, að hann eignaöist nýjan húsbónda. Sú gerö þótti báðum góö. En seljandinn sá eftir sölunni, sem hann taldi ráöna i fljótfærni. Hesturinn átti engan jafningja. Hann var afbragös snjóahestur, kafaði af meiri dugnaði og rösk- leika en aörir — flaut betur á fönninni, stiklaði veikari is yfir ár og vötn. Bóndinn stóðst öll kauptilboð, — hversu glæsileg og ginnandi, sem þau voru. Skjóni var ekki falur. Unz tveir ríöandi menn mættust á förnum vegi. Annar einhestis ■— hinn meö töskuhest. Bóndinn á býlinu undir heiöinni — og pósturinn. BÓNDINN Á BÝLINU undir heiö- inni lætur sækja Skjóna eld- snemma, morguninn, sem von er á póstinum. Þaö er ekki meö glööu geði gert, en hann hefur aldrei gerzt sekur um brigðmælgi — tel- ur drengskaparskyldu aö standa við orð og handsöl. Eins og venjulega er ungviðið á næstu grösum við Skjóna. Hann er ljúfur og góður við folöld og tryppi, en haröleikinn viö oflát- JÓLAFÖTIN fáið þið í fjöibreyttusfu úrvais hjá okkur NÝTÍZKU SNIÐ Hagkvæmt stærðarkerfi tryggir flesfum föt við sitt hæfi :: GEFJUN-IÐUNN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.