Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 8
□ 'k JOLABLAÐ TÍMAN5 195B ★ -t íélagið sænska þurfti að láta prenta vegna hátíðarinnar, var --lostað af Bonniersútgáfunni, sem oft hefir sýnt mikinn höfðingsskap, þegar rithöfundar eiga í hlut. í lokaveizlunni sungu tveir ágæt- ír einsöngvarar, hlj ómlist var mikil og góð, auk þess var lesið upp og ræður fluttar. í öllum veizlunum var ræðum mjög í hóf stillt, t. fl. var i hverri veizlu einhverjum ein- :im falið aö þakka, í síðustu veizl- mni var það bróðir Svíakonungs, Vilhelm prins, sem sjálfur er rit- höfundur og hafði tekið þátt i há- ííðahöldunum að mestu. ÍV. Heldur bækur en smjör - íöstL'daginn 15. ágúst héldu rit- höfundar fund í Frímúrarahöllinni Karlstad, í salnum þar sem sænsk norska ríkjasambandið var ieyst upp fyrir fimmtíu og þremur árum. Nú var ekki veriö að leysa, heldur freista þess, hvort ekki mætti tak- ast að binda norræna rithöfunda traustari böndum meö því að fylkja , þeim um hugðarefni þeirra og hags muni. Dr. Stellan Arvidson, formaður sænska rithöfundafélagsins sló i oorðið með hinum sagnfræga fund- arhamri frá 1905 og setti fundinn. „Hamrinum lyfti ég með hljóm- glöðum slögum“, stendur í ljóði eftir hann, Hringurinn heitir það og er til í þýðingu Magnúsar Ás- geirssonar. 'Ég kynni Arvidson meö erindi eftir hann úr þessu ljóði: .Fjarrí stoíunnar friði og yl, t’ast við eilífra loga skin, reiðum vér hamarinn höggva til, hömrum við belgianna dyn frlagahringinn <neð hl'jómglöðum slögum Hhlífur er hann, en vér alin hraðfeig af nótt og dögum. Fundarefnið var norrænar bók- menntir og heimsmarkaðurinn, írummælandi Gunnar Ahlström, ilósent. Margir nokkuð tóku til rnáls, en umræðurnar verða ekki „'aktar hér. Það kom fram bæði í framsöguræðu og umræðum, að Hnglendingar hafa engan teljandi áhuga fyrir norrænum bókmennt- um, sósíalísk lifsskoöun í skáldskap, -ýsingar á lífi bænda og verkafólks á ekki upp á háborðið hjá enskum íesendum. Með Nóbelsverðlaunum sínum stofnaði Bernhard Shaw Angló- Swedish Litterary Foundation. Tekjunum, sem eru um 400 pund árlega er varið til að greiða kostn- að við þýðingu sænskra bóka á ensku. En þá er eftir að fá bæk- arnar útgefnar og vekja áhuga lesenda fyrir þeim. í Danmörku er unnið skipulega að því að kynna danskar bókmennt :.r eriendis og valdar til þess bæk- -U’, er standast mat dómnefndar eða bókmenntaráðs, er nefnist Bók- menntaúrvalið. Talið er, að Danir standi í þessu efni framar Finnum, Norðmönnum og Svíum, enda haft eftir dönskum menntamálaráö- nerra, að meira skipti fyrir Dan- nörku að flytja út bækur en smjör. Á átjándu öld og fram að seinni heimsstyrjöldinni sýndi Þýzkaland mikinn áhuga fyrir bókmenntum Norðurlanda og öndvegishöfundar áttu þar vísan markað fyrir verk sín, en bókaútgáfa þar hefir enn ekki færzt í sama horf og hún var iyrir stríö. Það, sem Þýzkaland áður var skandinaviskum höfundum hafa Norðurlönd, einkum Danmörk, ver- :.ð okkur íslendingum. Ei'fiðleikar akkar íslendinga liggja ekki fyrst Dg fremst í því að við eigum ekki írambærilegar bókmenntir, heldur í þvi hversu fáir, hversu sárafáir geta þýtt íslenzkar bækur á önnur til meira jafnaðar. mál svo að vel sé. Skáld þarf til þess að þýða ljóð, svo að þeim sé ekki spillt, skáldgáfa og vandvirkni Magnúsar Ásgeirssonar gerði ljóða- þýðingar hans að list. Finnskir rithöfundar eiga það sammerkt með íslenzkum, að bæk- ur þeirra þurfa yíirleitt aö þýðast á annað Norðurlandamál (sænsku) til þess að komast á heimsmarkað- inn. En aðstaöa þeirra hvaö þýð- endur snertir er ekki sambærileg, þar sem hjá þeim er um fjölmarga þýðendur að ræða, en hið gagn- stæða hjá okkur. Rætt var um að vinna ao út- breiðslu norrænna bókmennta i austurvegi. Rússar eru í sömu aö- stöðu og við íslendingar, að hafa þýtt meira af verkum erlendra höfuntía og gefið út en hvað verk rússneskra höfunda hafa vei'ið gefin út erlendis. Þeir gera kröfu í norrænu menningarmálanefnd inni hefir veriö til athugunar, hvort ekki mundi fært aö gefa út á ensku áttatíu binda safn nor- rænna bókmennta. Skyldi rit þetta byrja á fornbókmenntum og halda áfram með úrvalsrit gegnum ald- irnar. Álitið var, að í of mikið mundi ráðizt og yrði heppilegra að snúa sér fremur að nútima bókmenntum. Sú tillaga fékk góð- an byr að athuga útgáfu á tíu binda skáldritasafni frá hverju landi, og kæmi hvert ritsafn út á vegum við- komandi lands. í lok þessarar stuttu frásagnar minnar af athyglisverðum fundi vil ég geta þess, hve mér fannst Vel til fundið. að ræða um út- breiðslu norrænna bókmennta á aldamótahátíð Selmu Lagerlöf. Fyrir varfærni sakir fullyrði ég ekki, en tel mig þó hafa heyrt, að bækur hennar hafi verið þýddar á um það bil fimmtíu tungumál. Áð- ur en svo langt var komið gerðist eftirfarandi atvik: í samkvæmi einu hafði Selma Lagerlöf að sessunaut þýzkan rit- höfund, sem gladdist yfir géngi sínu og fannst mikið til um að bæk ur hans höfðu verið þýddar á sex tungumál. Hann spurði Selmu, hvort hún hefði ekki fengið bæk- ur sínar þýddar á einhver erlend mál. „Jú“, svaraði Selma Lagerlöf hógvær, „þrjátíu og sex“. V. „Vármeland du sköna. .“ Mikil var eftirvæntingin! Heilan dag áttum við, norrænir rithöfund- ar og aðrir Lagerlöfsgestir, að fá að ferðast um hið fagra, söguríka Vermaland. Gösta Berlings land er héraðiö oft nefnt, sem ieið okkar lá um. Á leiðinni til Márbacka stöldr- uðum við stundarkorn á æsku- heimili skáldsins Erik Gustaf Geijer, er það geymt til minja um hann og fleiri fræga og ágæta lista- menn, er þar hafa átt heima, nefni ég til Fredrik August Dahlgren, höfund söngleiksins Vennlending ar, sem hefir notið geysilegra vin- sælda í Svíþjóð í meira eri öld. Geijersbær er Íágreistur, miðað við herragarð, laus við skrum bg prjál en ber sannferðugan svip þeirra tíma, þegar saga hans gerð- ist, að því viðbættu, að þangað hefir verið safnað handritum, bók- um, listaverkum og listmunum, er verið hafa í eigu þeirra manna, er gerðu garðinn frægan. Geijersættin hefir veriö tengd sögu Vermalands siðan á stórveld- istímabili Svía og hefir stofnað ættarfélag, sem hefir beitt sér fyr- ir því að varðveita sögulegar minj- ar ættarinnar og hefir allan kostn- að og vanda af Geijersbæ, sem er höfuðverkefni og miöstöð ættarfé- lagsins. Er þar stundum glatt á góðra vina (frænda) fundi og dans stiginn á breiöum gólffjölunum af vermlenzku fjöri, „er danslagið dunaði og svall“. Selma Lagerlöf tók við óðali feðra sinna niöurníddu og gerði það að nýtízku stórbýli. Litla rauð- rnálaða húsið, sem föður hennar, liðsforingjanum lifsglaða en fram- kvæmdalitla, fannst of rislágt, hvarf ínn í hvíta höll með svölum, súlnaröðum og háu risi. Hið innra er húsið íburðarmikiö að allri 'til- högun, til dæmis málaðar, teikn- aðar og gullbronsaðar veggskreyt- ingar, dýrmæt húsgögn kennd við listtímabil fyrri alda, kristalsljósa- krónur, listaverk hvers konar, er ýmist hafa verið keypt eða borizt að gjöf. Selma Lagerlöf bjó sér konunglegan bústað, reisti sjálfri sér og ætt sinni minnismerki með heimili, er hún með arfleiðsluskrá ákvaö að skyldi geymast sem minja safn. Allt umstangið á Márbacka og gestanauð hlýtur að hafa stórtaf- ið Selmu við ritstörfin, en eigi aö síður samdi hún bækur fram á elliái' og fyrr þurru kraftar hennar en yrkisefni. Meðal bóka hennar frá efri árum: Márbacka, Bernsku- minningar og Dagbók Selmu Ottilíu Lovísu Lagerlöf. Á Rottneros-herragaröi, Eikabæ kavaléranna, býr nú helzti kavaléri Vermalands nútínians, aúðjöfurinn og menningarfrömuðurinn Svante Pahlson. Hann kvæntist ungii og elskulegri heimasætu á Rottneros og herragarðurinn varð þeirra eign. perlan meðal vermlenzkra herra- garða. Rottneros á sér langa sögu og vafalaust bæði sigurljóð og rauna- bögu. Talið er, að þar muni hafa veriö stórbýli á þeim tíma, er Birg- ir jarl, ættfaðir Fólkunganna, stofn setti höfuöborg landsins. Járn- bræðslustöð var á Rottneros frá öndverðri sautjándu öld og lengi eftir að kavalérarnir fóru liina frægu för með Eikabæjarjárnið til Gautaborgar, sem frá er sagt í Gösta Berlingssögu. Nú hefir herra garðurinn höfúðtekjur sínar af skógarhöggi og trjávinnslu. Eikabær við Lövenström er heimsfræeur staður. sem í tugi ára hefir dregið að sér aðdáendur Gösta Berlings víðs vegar að úr heimin- um. En Rottneros hefir á síðari ár- um öðlazt nvja frægð og þar með stóraukið aðdráttarafl. Á fjörutíu hektara svæði umhverfis herragarð inn, sem eftir bruna 1929 reis úr öskunni enn glæsilegri en áður, hefir verið gerður hinn fegursti skrúðgaröur meö höggmyndasafni og er þar samræmd höggmyndalist og garðvrkjulist á hinn unaðsleg- asta hátt og sannast þarna, að höggmyndir njóta sín bezt innan um fagran gróður undir beru lofti. Garðinum er skipt í fjölmörg svæöi eöa smágarða, sem hver um sig hefir sína sérstöku fegurð, sín sérkenni. Plöntu- og trjásafn er geysilega fjölskrúðugt, höggmynd- irnar eru hátt upp í hundrað tals- ins, þar á meðal hin stórbrotna mynd Ásmundar Sveinssonar Móð- ir jörð, sem ríkir ein sér á túni, sem hefir verið gert til samræmis við styttuna. Majórshjónin á Rottneros, Gréta og Svante Páhlson. buðu öllum þátttakendum Lagerlöfshátfðarinn ar og fJeiri gestum til dvrðlegrar veizlu með skemmtiatriðum: ein- söne' og list.dansi. Er ónerusöngkon an Helea Görlin söne Vermalands- l.ióð Anders Frvxell. Ach VármeJand du sköna du hárliga la.nd... .hylltu allir Vermala.nd með bví að rísa úr sætum. DaebJöðin gátu þess í frá- söen um veizluna, að nú værl Vermaland búið aö fá þjóðsöng sinn viöurkenndan. AlJa daeana, sem LaeerJöfshátíð- in stóð. fóru fram leiksvnmgar á útileiksviði í Sunne. sveitinni henn ar Selmu. Þangað var haldið frá Rottneros og horft á hinn marg- slunena leik um líf og Jist Selmu LaeerJöf. Leikstjórinn. Irma Krist- enson Jék Selmu svo afburða vel, að það var sem stæði Seima Lagerlöf siálf á JeíksviÖinu í leiksJok. um- lukin töfrum faeurrar elli. Margir áhorfenda áttu um hana Ijóslifandi minninear frá siðustu æviárum hennar. og allir höfðu séð mvndir af henni, dökkklæddri með hvíta hárkrónuna. lvsandi biarta á hör- und með mildan, dulúðean svip. Kvöidrökkrið færðist yfir Sunne, en oklcur auðnaöist ekki að sjá, er „ .yfir byggðina stjörnunótt blikaöi fögur yfir blátæru vatni með' laufskógakögur....“ Regnhöfgur himinninn var grár og lauftakkar trjákrðnanna, er báru við himinn að baki áhorfenda svæðisins höfðu skipt frá grænum lit sumardagsins yfir í skuggalit síðkvöldsins, meðan við horföum heilluð á ævintýraleikinn um völv una í Vermalandi og vermlenzku söguna, sem vildi komast út í heim- inn. — Framhald d bls. 30 Frá Karlstad.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.