Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 16
16 ★ JDLABLAÐ TIMANS 195B ★ og bjó í 26 ár á Ytri-Reistará og eftir hann alllengi Jóhann Sig- valdason. Nýlega tók við Gísli Jónsson). Baðstofa 8% alin á lengd, 5% al. á breidd og 4y2 al. á hæð með 12 stoðum, lausholtum, 2 stafn- bitum og einum sundurskornum, 6 sperrum og langrefti. Fjórir 6 rúðu giuggar. Hui’ð á hjörum með klinku fyrir baðstofunni. Baðstofan öll þiljuð. Austurveggur og suðurstafn hrjálegir. Þak gróið. (Ath.: Bað- stofan var í tveimur hólfum, þ.e. litið suðurhús og fram-bað'stofa. Þessa baðstofu byggði Sigurður Hallgrímsson árið 1884 og stóð hún íram undir 1950). Búr 7%x2% alin og 4 álna hátt. 12 stoðir undir einlægum lausholt- um, 6 sperrur og 4 bitar. Reisifjöl utan á sperrum og árepti þar yfir. Þil er fyrir framstafni og hurö á hjörum. Tveir gluggar, tveggja og fjögurra rúða. Vestur hliðarvegg ur giltur upp að noklcru og austur- veggur i góðu lagi. Þak allt gott. Eldhús 51/2x41/2 alin og 4 al. á hæð. 6 stoðir undir lausholtum, öðru brotnu og stoð þar sigin. 3 bit- ar, 3 sperrur að árepti yfir, hurð á hjörum. Veggir og þak lélegt. — Kofi norður úr göngum 4x4i/2x5 alin. Þrennar sperrur voru á laus- holtum, en nú einlægur mænisás og repti á veggi og nokkuð árepti. Fjögurra rúða gluggi var á húsinu, en nú aöeins einnar rúðu. Hrjá- legir veggir en þak gott. Göng frá baðstofu til bæjardyra llxli/2x3% al. Raftviðir og veggir allgott. Einn tveggja rúða gluggi. Þak gott. Bœjardyr 6x2x6y2 al. 4 stoðir 4 al., tvennar sperrur með góðu langrepti yfir og einn fjög- urra rúðu gluggi yfir útidyrum og þar „fyllinga/ hurð á hjörum. Vegg ir eru einfaldar þiljur beggja megin dyra. Þak fremur lélegt. Skemma suður á hlaði, 7!/3x 3y3x4 al. meö 8 stoðum og lausholt- um á 6 al. með 4 sperrum, 4 bitum og árepti úr spirum, enda rept af innstu sperrum á vesturstafn og þverrept yfir niður á hliðarveggi. Þil á framstafni og hurð á hjörum. Viðir eru grannir, veggir snaraðir, þak lélegt. Framhús norðan við bæjardyr 6x6x4 al. og í sperrukverk (mæni) 2 al. 20” 8 stoðir, 4 bitar, 4 sperrur. Framhlið einföld úr klæðningar- borðum með fjögurra rúðu glugga 1 al. 19”xl al. 6”, eina rúðu vantar og önnur brotin. Langrepti á sperr- um, gamall borðviður, 4 skástífur. Norðurstafn hlaðinn úr torfi og grjóti 2 al. Þar yfir klæðningarborð og fjögm'ra rúðu gluggi. Torfgólf og torfþak, 6 rimla stigi, sem fylgir suðurenda, er í húsinu. Norðurvegg ur hrörlegur, en að öðru leyti .virð- ist húsið í góðu lagi. (Þetta voru húsin sem fylgdu jörðinni. En auk þessa átti leiguliði suðurenda fram hússins og kjallara undir. Alls var framhúsið 14 al. á lengd. í suður- enda var stofa 6x6 al., alþiljuð og geymsla á loftinu þar yfir. Pappi var innaná þiljum, ljósrauð máln- ing. Kjallari var undir stofu og inngangi, hlaðinn úr höggnu grjóti, sléttaö mfeð sementi, vel manngengur 7x5 al., bezta hús til geymslu, jafnt sumar sem vetur. Stofuna og kjallarann byggði Davíð Sigurðarson árið 1904. Fjós 9x6x4 al. undir einum mæni- ás, 2 lausholtum, 8 stoðum undir og 4 stoðum undir ás. Básar 5 með milligeröum og jötum. Tvennir dyraumbúnaðir með hurðum. Tveir fjögurra rúöu gluggar. — Tvö fjár- hús (um 9x5x3i/2 al. hvert) og hest hús stóðu skammt suður frá bæn- um. Hlaða við húsin. — Uppi á Efstu-Brún í Reistarárskarði stóðu beitarhús, en voru lögð niður á ár- unum 1896—1897. Var fullur 40 minútna gangur á beitarhúsin. — Beitarhúsahóllinn sézt af þjóðvegin um. Spöl frá beitarhúsunum fannst litil mannshönd, sem stóð út úr gilbakka. E.t.v. hefur smalamaður fyrrum börið þar beinin. En ekki mun hafa verið athugað þarna neitt frekara. Lærleggur úr manni hefur til skamms tíma verið í búr- þekjunni á Reistará. Var látin á sama stað þegar búrið var endur- byggt nokkrum árum eftir aida- mótin. Strompar voru víðir á eldhús- inu, hlaðnir úr torfi — og inn um þann stærri skreið „Ellindur gamli“ fullur eina vornótt. Sat karl á eld- húsbitanum og jóðlaði hrátt hangi kjöt, þegar að var komið um morg- uninn!!-------Nú er nýlega búið að byggja nýtt íbúðarhús á Ytri- Reistará og rifa gamla bæinn. — Þeir týna óðum tölunni gömlu bæ- irnir og betri hús koma í staðinn. Samt voru margir gömlu bæjanna sæmilegar vistarverur og í þeim hefur þjóðin lifaö og starfað i nær 11 aldir. Siguröur Hallgrimsson frá Glerá bjó á Ytri-Reistará á árunum 1874 —1898. „Greindarmaður, lítill rauð hærður, fjörmaður og bráðskarpur til allrar vinnu“, var um hann sagt. Um Davíð, föður Steinunnar, konu Sigurðar Hallgrímssonar á Glerá- Efri var kveðið í bæjavísum: „Davíð býr á Efri-Á, efnarýr með börnin smá. Mjög er skýr — hann meta má málmatýr kann vefa og slá“ (Hallgrímur, faðir Sigurðar var stór vexti, dökkur á hár og skegg, og hinn vörpulegasti. „Enginn með almaður”, sagði Laxdal gamli kaup maður á Akureyri, um hann). — Sigurður Hallgrímsson var léttur á fæti og oft i sendiferðum. Nábúi hans guðaði á glugga Sigurðar eina nótt og var mikið niöri fyrir: „Urð- ur heima, finna hann; sækja setur, vera skjótur“. Brá Sigurður skjótt við og sótti yfirsetukonuna. Grann- inn var þakklátur, lofaði að láta barnið heita í höfuðið á Sigurði — og fórust svo orð um viðburöinn: „Púhæ! Siggi fæddur, kom óttalegt vatnsflóö — stöðvunarlaust vatns- rennsli.“ — — — Hallgrímur trúlofaðist á yngri ár- um eins og lög gera ráð fyrir, en réöst síðar í aðra sveit til vetrar- vistar. Reyndi annar yngismaður að góma konuefnið á meðan. Hall- grímur fór heim fyrir jólin og mæt- ir þá náunganum og unnustunni þar sem þau leiddust milli bæja. Tókust þeir orðalaust á keppinaut- arnir. Rak Hallgrimur hann undir sig, sleit af honum annan leðurskó- inn, harðfrosinn, og hýddi hann með honum. Haiði Hallgrímur unn- ustu sína í friði eftir það! Enda segja ættfróðir menn hann kominn af „Kjarnaætt og Illugastaðakyni“. Tveir synir Hallgríms, þeir Magn- ús póstur og Sigurbjörn, fóru með íjölskyldur sínar til Ameríku árið 1874. Gerðust báðir bændur og farn- aðist vel. Þó leiddist Sigurbirni svo vestra, fyrstu árin, að hann kvaðst heldur vilja moka flór á íslandi alla æfi!! Seinna fluttist Haligrím- ur, ePti sonur Sigurðar á Reistará, (faðir Hallgríms bókavarðar), einn- ig vestur, og var lengstum umsjón- armaður járnbrautar í grennd við Winnipeg. Veitti hann fjölda ís- lendinga atvinnu þar vestra (Grím ur Eyford). Búnaðarástand í Sigurðar tíð var þannig á árunum 1881—1895: Nautgripir 4, sauðfé flest 115, fæst 63, meðaltal 87. Hross oftast 4. Hey fengur að meðaltali 322 hestar. — Garðavextir um 10 tunnur (3—26). Svörður er talinn fram tvö ár, 50 og 80hb. (Oftast hafði Sigurður mann viö sjóróðra á Syðri — eða Ytri-Bakka vor og haust). Davíö Sigurðsson bjó eftir föður sinn á Ytri-Reistará 1898—1909. Búnaðarástand í hans tið var þann ig: Nautgripir 4—5, sauðfé 107 að meðaltali (flest 124, fæst 89). Hross 4—6. Heyfengur 389 hestar að með- altali (320—480). Garðávextir 14y2 tunna (12—19). Svörður 100—150 hb. (Samkv. búnaðarskýrslum. — Hannes Daviðsson á Hofi tók sam- an). (Árið 1916 var túnið talið 14 dag- sláttur og töðufa.11 130—140 hestar. Engjar fremur lélegar, leirkenndar mýrar. Dánarbú Sigurðar Hall- grimssonar var skrifað upp og virt 20. maí 1898. Var dánarbúið virt á alls kr. 1729,35. Skuldir á búinu um kr. 1700,00). í minnisbók meö rithönd Einars Ásmundssonar í Nesi — er landa- merkjum Ytri-Reistarár lýst þann- ig 31. marz 1884: „Að utan eru merkin til móts við Baldursheim neðst Dauðatjörn og svo frá henni bein sjónhending upp í störan stein sem kallaður er Dýjahraukur, og síðan á fjall upp. Að neðan ræöur til móts við Syðri-Bakka og Pálm- holt kíll sá er rennur suður úr Dauöatjörn. Að sunnan ræður Reistaráin til móts við Syðri-Reist ará“. Örnefni á Ytri-Reistará. (Samkvæmt frásögn Sveins Frið rikssonar er bjó þar frá 191& og fram um 1940). Á túni: Langhóll, út og fram af bænum; Smiðjuhóll, Hesthúshóll og Garðsmelur. í -út- haga: Dauðatjörn (alldjúp), Dýja- hraukur (stakur, stór steinn í fjalli), Stórholt, kippkorn norður frá túni; Háumelar eða Stórhólar upp af Stórholti; Skolladalur á Steinahjalla, suður og upp af Dýjahrauk. Sézt ekkí fyrr en að er komiö. Stekkjarlaut, Stekkjarhól- ar suöur og upp við Reistarárgiliö, Reistarárfossar (margir smáfoss- ar), Reistará og Litla-Reistaráin (smákvísl). Neðsta-, Mið- og Eísta- Brún og Brúnarhausar suður við árgil. Reistarárskarö og sitt hvoru megin Syðri- og Ytri-Hnjúkur, en Flárnar að baki. Neðan við skarðið, Skarðshólar og efst í þeim Dýja- blettur og upptök bæjarlækjarins þar hjá. Stórihvammur er við ána suður af Efstubrúnarhaus. Bælis- melur rétt ofan við túnið utan við læk, þar nokkuð ofar. Einbúi (stak- ur hóll) og norður af honum Ein- búalág. Örnefni falla nú óðum í gleymsku og munu mörg hafa týnst er hjá- setur og smalamennska lagðist nið ur. Ingólfur Daviðsson. ♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<< •♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Umboðsmenn um land allt ábyrg^artrygg'mgar Brunafryggingar iújárfryggingar Dráttarvéiatryggingar Feriatryggingar Heimiiistrygglngar JarSskjáiftatryggingar Bekstursstöivunartryggingar Sjéfryggingar Slysatryggingar Véiatryggingar Vatnstjónstryggingar >• Brunabótaféiag Islands Laugavegi 105, símar: 14915, 16 og 17 s: :: :: ^ :: :: :: ♦♦ ♦♦ ♦♦ :: :: ♦♦ :: 1 H ♦ ♦ ♦ ♦ ♦♦ Í: :: ♦♦ ♦♦ :: ♦♦ :: ♦♦ :: p :: H U I ♦♦ ♦♦ :: :: ♦♦ ♦♦ :: n '{♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦{♦♦♦♦♦{{♦♦tlt ♦♦(♦♦{♦♦♦♦♦♦♦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.