Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 29

Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 29
★ J OLABLAÐ TÍMANS 195B ★ 29 unga, sena níðast á lítilmagnanum. Nú stendur hann í haganum, hímir og hvílir annan afturfótinn. Setur sig í varnarstöðu, lætur skína í tennur og sýnir afturendann. Um flest viðbrögð hans er að öðru leyti öldin önnur. Augun sljó og döpur. Og hann titrar, eins og riðusjúkur öldungur, sem man fífil sinn fegri. Þegar fylgiliö hans var rekið til réttar, fór hann jafnan fyrstur. Nýliðar og lausalopar sýndu stund- um viðleitni til að svipta hann for- ustuhlutverkinu. Skjóni var alltaf reiðubúinn í keppnina, naut henn- ar, treysti á eigin getu til átaka. Og það skipti venjulega engum togum, að hann sannaði yfirburði sína spretthörku. Svo kom eftirleikurinn: Hann veitti keppi- nautnum áminningu, hnitmiðaða og harkalega hirtingu. Það var gerðardómur, sem aldrei var á- frýjaö. En nú er kappanum brugðið. Hann dregst áfram, draghaltur. Hver hreyfing orsakar þjáningu. Stóðið hringsnýst í þvögu, þvæl- ist í nánd við Skjóna. Vanabundið, væntir þess, að hann veki fyrsta sprettinn. Þetta er höfuðlaus her. En bráðlega. bólar á metnaði og framagirni. Hver á að verða arf- taki foringjans? Átök og styrjöld er yfirvofandi. Ýmsir þykjast born- ir til metorða. Kolsvartur dólpungur, sem Skjóni hefur haldið til baka og brotið undir vald sitt, hugsar sér til hreyf- ings. Skuldaskil. Og hann rennur illyrmingslega sigurreifur fram með hliðinni á erkióvininum og greiðir honum pústra. Mótbragð Skjóna er leiftur- snöggt. Skolturinn á honum er ennþá skæöur — laginu fylgt með þunga og ofsalegum skaphita. Árásarseggurinn veinar af sárs- auka. Hann rífur sig lausan, fer á hröðum flótta, skaöskemmdur á herðakambi, æðir einförum af al- faraleið. Hann hefur fallið saman og glatað sjálfstraustinu. Það reynir á þolinmæði, að koma Skjóna heim i hestaréttina. Hann er bágrækur, hefur sína hentisemi, tekur langar hvíldir, lætur sem vind um eyru þjóta, þó að hottað sé á hann. Síöan fer fram handahófsleg skoðun. Sj úklingurinn er baldinn og hagar sér dólgslega. Enginn áverki sést á fætinum. Póstinum er sagt, að hesturinn gangi ekki lengur heill til skógar. Hann verður hvass á brúnina, dá- lítið snúðugur, segist vera eldri en tvævetur. „Það er nú það, karl minn.“ Bóndi greinir tóninn og svip- brigðin, skilur meininguna. Hann roðnar að hársrótum, bítur á vör- ina. „Við göngum í réttina," segir hann stuttaralega. Sjúklingurinn hafði áður verið aðsópsmikill. Nú er hann bandóður. Hann sparkar meö framfótunum, grenjar tryllingslega, — græn froða vellur úr munnvikunum. Maður gengur undir mannshönd: Hann er króaður upp að vegg, mýldur og settur í höft. Og þegar hann getur hvorki bitið eða barið, hefst ýtarleg rannsókn. Fóturinn er þuklaður. Kannaðir vöðvar, strokið um liðabönd. Hvergi finnst sprunga í hóf. Hvergi bris í beini. Hvergi bó.lgueitlar. „Er hann nýjárnaður? Stendur í honum?“ „Nei hann er ekki nýjárnaður." „Það er nú það, karl minn.“ Skeifan er dregin undan. Hóf- fjaðrirnar athugaðar. Hvergi vott- ur af blóði. „Hann er hungraður — hefur ekki gengið sér að mat.“ „Þaö er ekki sótthiti í fætinum." „Þess sjást ekki merki, að hann hafi tognað í keldu.“ „Þaö er nú það, karl minn.“ En hér eftir verður Skjóni varla til stórræða, allra sízt í vetrarvolki og langferðum. Einleikið mái gat verið um það. En það er ekkert sagt. Engar brýningar, að bóndan- um á býlínu undir heiðinni beri aö vera haldin oröur. Þegjandi sam- komulag að leggja málið á hilluna. Hinn konunglegi embættismaður axlar skinn af nokkurri skyndingu, blæs í lúðurinn og snýr á fjallveg- inn. Húsbóndinn stendur í hlaðvarp- anurn á býlinu undir heiðinni. Hann mælir fremur við sjálfan sig, heldur en jörðina, sem hann stendur á, eða himininn, sem hvelf ist yfir henni með sólfar og ullar- þerri: „Mörg er búmannsraunin. Það ætlar að sannast á þessu vori.“ Og hann hverfur á vit þeirra verkefna, sem bíða hans. Hrossunum er sleppt úr réttinni. Stóðið hleypur með unggæðisleg- um gáska út í frelsið og blíðviðrið. Kapphlaup. Ýmsum vegnar betur. Það stefnir inn á dalinn. Þar er sérstakur ilmur úr jörðu, og sætur safi i grasi. Skjóni haltrar á eftir. Hengir höfuðiö tómlátlega. Nemur oft staðar. Dregst nokkur spor. Slengir sér niöur. Nartar í j örð. Leggst endilangur og^ teygir frá sér alla skanka. Sveiflar hárprúðu taglinu til að reka á flótta nokkrar nær- göngular flugur, sem suða í loft- inu. Nuddar höfðinu í völlinn, velt- ir sér um hrygg og rymur í lang- dreginni stunu. Bröltir á fætur. Eigrar áfram. NÆSTA DAG eru klyfjar bundn- ar á býlinu undir heiðinni. Þaö á að flytja ullina. í kaupstaðinn er sólarhrings lestargangur, verður farið dagfari og náttfari í lang- deginu. Þetta er aðalvorferðin til að- drátta í heimilið. Og það er margt, sem búið þarf — meira en efnin leyfa að keypt verði. Brýnustu nauðsynjar eru: rúgur og grjón, efni í amboð, smíðajárn og hóf- fjaörir, álnavörur, — og sín ögnin af hvoru. Drenghnokki er sendur að sækja hestana. „Þú lætur Skjóna standa eftir. Það er ekki vert, að angra hann í haganum.“ Bóndinn lítur eftir heimanbún- aði, þungbúinn og eljulúinn. Ullin er rýr að vöxtum og gæðum. Nokk- uð var tekið af ræflum. Það hefur verið leiðinlegt og nostursamt að fjarlægja úr henni maðk og önnur óþrif. Drengurinn hleypur léttfættur inn túnið. Taumbeizli í hendi. Hundur á hælum hans. Ungi mað- urinn er þátttakandi í ullarkaup- tíðinni: fær kúmenkringlur og kandísmola fyrir hagalagðana. Og hann trúir hundinum fyrir þvi, hvað hann ætli að kaupa, þegar hann er orðinn stór og ríkur, eins og húsbóndinn. Hestarnir halda hóp. Það þarf ekki nema einn gikk í hverri veiði- stöð. Og i félagsskap hrossanna gildir sama lögmál. Þau taka á rás og verjast handtöku. Eftir þóf og eltingarleik nær drengurinn einum hestinum. Þeg- ar hann hefur komið upp í hann beizlinu, er orrustan unnin. Hann leiðir gangvarann að þúfu og klöngrast á bak. Víkur öllum hópn- um á götutroðningana. Hundurinn hjálpar honum dyggilega, tasvígur og gjárífur. Ungviðið ræður sér ekki fyrir fjöri — iðar í fagurgijáandi skinn- inu — tekur gönuskeið í bogum og krákustígum, úr augunum sindrar logandi glóð. Þeir reyndari og ráð- settari þræða beinar slóðir, leggja kollhúfur og kljást. En foringinn fer eins og storm- sveipur, þurrkar sig giæsile'ga af krúðinu og húðarjálkunum. Nemur staðar og bíður óþolinmóður, treö- ur jörðina, prjónar og hneggjar ögrandi. Reisir makkann og þrífur nýjan sprett. Þaö þýtur í loftinu, eins og ör þjóti af boga. Jörðin dunar —■_ og hófahreggið flýgur óraleiðir. Langt á eftir dólar hrossasmal- inn. Mjúkt hrossasnoð sezt í bræk- Framhald á bls. 33. FLOAOSTAR ERU AÐ ALLRA DOMI ÚRVALSVARA Hvort sem þér verzlið við kaupmann eða kaupfélag munuð þér geta fengið FLÓAOSTA af margum tegundum Kjörorð okkar er: FULLKOMIN FRAMLEIÐLSA FULLKOMIN ÞJÓNUSTA OSTAR tHjctkurbú 'jléatnahtta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.