Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 7
★ J DLABLAÐ TÍMAN5 195B ★ 7 Gröf Selmu Lagerlöf í Eystri Ámtervik. Prú Gordon nefnir Selma Lager- löf lejðtoga safnaSarins, er Dala- fólkið tilhejTrði i Jerúsalem. Rétt nafn hennar var Spafford. Bertha Spafford, dóttir hennar, er núver- andi leiðtogi safnaðarins, önnur dóttir hennar, frú Whiting, kom með Hol Katarinu tii Svíþjóðar. Hún kvaðst muna vel eftir Selrnu Lagerlöf, er hún var í Jerúsalem að safna sér efni í sögu sína um Dalafólkið, síðari hlutann, er hún nefndi: í landinu helga. III. Velkomin til Vermalands Lagerlöfshátíðin hófst með veizlu Vermalands. Móttaka fór fram i svonefndum vetrarmatsal Borgar- hótelsins, sem er stórt og afburða glæsilegt hótel, stærsta hótel í Sví- þjóð, utan Stokkhólms. Salur sá, er ég nefndi, er bæði sérkennilegur og’ fagur, á veggina málaðar mynd- ir, er túlka atburði og stemningar í ljóðum vermlenzka skáldsnillings- ins Gustafs Fröding, fylgja skraut- letraðar ljóðhendingar hverri mynd. Þær eru ljóöelskum íslend- ingi kærar og kunnar, jafnvel þeim, sem ekki hefir lesið þessi leikandi léttkveðnu og snjöllu ljóð á frum- málinu, því að Fröding hefir verið mikið þýddur á íslenzku og af sum- um ljóðum hans munu vera til rnargar þýðingar, svo sem Ingalill. Inga Jilla, Inga lill, sjung visan för mig, min sjál ár sá ensam pá levnadens stig, mitt sinne ar sá ensamt ; "orgen. Dómkirkjan í Karlstad. Svo annað dæmi sé tekið, Várld- ens gang hef ég séð ýmsar útgáfur af. Matthías Jochumsson nefnir þýðingu sína: Vegur allrar verald- ar, eh Magnús Ásgeirsson sína: Eins og gengur. Stormurinn æddi um úfið haf, öskugrá hrönn sér velti af stað, ,JSkipstjóri maim tóik aidan af“. Einmitt það. Frödingþýöingar Magnúsar Ás- geirssonar hafa örðið ákaflega vin- sælar, tökum. til dærnis Verma- landskvæðin úr ljóðabókinni Gítar og harmónika, Morgundraum, Det burde varit stjárnor, Skáldið Vánnerbom. Það var kátt hérna um laugardagskvöldið á Gili, hefir verið á allra vörum, hver hefir ekki tekið undir viðlagið: „Hæ, dúdelí! dúdelí! dæ!“ Myndabók Frödings brosir frá hverjum vegg, en andi Selmu Lag- erlöf svífur yfir salnum. Ein liðinna er hún þátttakandi í þessari hátíð lifenda. Viröuleg með auðmýkt, auðmjúk með virðuleika var um hana sagt. Hún lærði þá list að taka á móti heimsfrægð og hylli, látlaus í skarti sínu, krýnd silfur- björtu hári, sem var sett upp á hvirflinum, hún bar heiðursmerki sín og skartgripi eins og drottning. Hún taldi sér skylt og lét sér hvar- vetna vera það ljúft að koma fram opinberlega og skipaði þá ætið hefðarsess. Það var auðvelt að sjá hana fyrir sér, lýsandi bjarta á hár og hörund, í síðum, glitofnum klæðum, dulúðga á svip, milda og þó fjarræna. — Hljómsveit leikur, skrautblóm í kerum anga. Prúðbúið fólk frá þremur heimsálfum, en yfirgnæf- andi flest norrænt, fyllir salinn. Kynning, vinsamleg orð. — Frá ís- landi? •— Þóttist þekkja búninginn, dásamlega fallegur! Hafið þið sér- stakan búning fyrir hvern lands- hluta eins og við? ■—- Forsetafrú íslands var í þjóðbúningi, þegar hún sótti okkur heim. *— Ég hef komið til íslands.. . i vor.... i fyrra. .. .með ferðamannahópi... . í vinabæj arferð.... ■— Ég var á ís- landi 1930. Þúsund ára hátiðin. Ógleymanlegt, þegar litla ísland tók á móti öllum heiminum! Al- mannagjá. Þingvellir. Fjöllin. Und- ursamlegt land! Hvílíkir litir! Eld- fjöll, jöklar, hverir. — Ég var gest- ur frú Bríetar Ásmundsson á þús- und ára hátíðinni. Já, einmitt, Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. — Ég þekki Sigurð-Nordal, Guðlaug Rós- inkranz, Sigurð Þórarinsson.... Ég hef hitt rithöfundana. . . Nokkur nöfn eru nefnd. .. .Skilið kveðjum til þeirra allra — til íslands. Mikiö biðjum við vel að heilsa íslandi — landinu, þjóðinni. —• Boröhaldiö fór fram í hátíðasal Borgarhótelsins. Gustaf Nilson, landshöfðingi Vermalands bauö gestina velkomna til Vermalands og stýrði veizlunni. Nokkrar ræður voru fluttar en einkum fór fram líflegt samtal milli borðgranna. Norski rithöfundurinn Hans Hei- berg, sessunautur minn, færir Guð- mund Kamban í tal. Frá því aö hann var ungur maður hefir hann dáö Kamban mjög og telur sig eiga honum mikið að þakka. Hann harmar örlög skáldsins og telur, að varpa þurfi skýrari birtu sögu- legra sanninda yfir síðustu æviár hans. Ekki er honum kunnugt um það fyrr en af orðum mínum, hve gott Ijóðskáld Kamban var. Það er hin sorglega staðreynd, að' íslenzli ljóðskáld eru að heita má óþekkt utan íslands. Lög úr söngleiknum Vermlend- ingarnir eru leikin meðan fram er borinn'lokaréttur máltíðarinnar, ís, skreyttur marzipanmynd af hinum víðförla Nils Holgeirssyni og gæs- inni Ökku. Hlé á borðhaldinu, gestirnir reika um sali og svalir, hittast og heils- ast, rifja upp gömul kynni, stofna til nýrra. Af stórum, blómskrýdd- um svölunum er hægt að virða fyrir sér borgina í ljósadýrð kvöldsins og Klarelfi, sem speglar ljósin í dökku djúpi sínu. Óvænt er ég ávörpuð á íslenzku, þar er kominn prófessorinn frá Kiel, hann er mörgum landanum fróðari um ís- land. Son á hann, sem hefir hug á því að gerast bóndi á íslandi. Það er freistandi að nefna nöfn þeirra, er vottuðu landi mínu vináttu og sendu kveðjur heim, en það yrðu rnörg nöfn, sum þekkt á íslandi, fleiri óþekkt. Ég nafngreini tvo höfunda, sem nýlega hafa sótt ísland heim, Eyvind Johnson og Harrý Martinson, en sem fulltrúa þeirra> sem lítt eða ekki munu þekktir heima á Fróni nefni ég Helga Kjellin, prófessor, þjóðminja vörð í Karlstad og forgöngumann í ýmsum menningarmálum Verma- lands. Þrjár voru kvöldveizlurnar í Karlstad, allar i salarkynnum sama hótelsins, en við lá að síðasta veizl- an, er Karlstad, höfuðbær Verma- lands, hélt sprengdi af sér salar- kynnin svo fjölmenn var sú veizla. Þó að veizlurnar færu fram á sama stað, með sama fólki að mestu, voru þær þó í ýmsu hver annarri frábrugðnar, veizlukostur, blóma- skreyting, röðun í sæti, skemmti- skrá var engin tvö kvöld eins. í veizlu sænska rithöfundafélags ins 15. ágúst fór fram bókmennta- kynning, var upphaflega svo til ætlazt, að tveir frá hverju landi, helzt karl og kona, læsu upp í nokkrar mínútur. Ég hafði naum- an tíma til undirbúnings, því að hringt var til mín rétt áður en ég fór til Karlstad og ég beðin að lesa upp. Á þeim örstutta tíma, er hverj um upplesara var ætlaður, kom vart til greina annað en ljóð. Sneri ég mér þá strax að því að leita á næsta bókasafni að íslenzkum ljóð- um í sænskri þýðingu, ennfremur var spurzt fyrir hjá Norræna félag- inu, Nóbelsstofnuninni og víðar, en ljóðaþýðingar úr íslenzku fund- ust ekki, utan ljóð eftir H. K. Lax- ness. Og órímuð ljóð Jóns úr Vör, Þorpið, sem heitir á sænsku: Is- lándsk Kust. Vitanlega vannst ekki timi til að leita til muna í tímaritum. — Það var orðið áliðið kvölds, er röðin kom að mér aö lesa og tók ég svo til máls: „Það líður að nóttu og skulu því flutt vögguljó’ö“. Ég las á sænsku Vöggu- ljóð á hörpu eftir H. K. Laxness. Þar á eftir sagði ég frá því atviki í III. þætti Fjalla-Eyvindar, er Halla situr úti fyrir kofadyrum og syng- ur vi'ð barn sitt. Ég hafði yfir á ís- lenzku: Sofðu unga ástin mín, bæði erindin. Margir óska eftir þvi að fá að heyra hvernig íslenzkan hljómar, eitt til tvö erindi eru hæfi- legur skammtur. í þessari veizlu var lesið upp á öllum Norðurlandamálunum nema færeysku. Miðað við það, hve Svíar eru ófróðir um nútímabókmenntir okkar er sízt að kynja, þó að þeir spyrji undrandi: „Eiga Færeyingar einhverjar bókmenntir“? Með þeim undantekningum, er ég nefndi, eru ljóðbókmenntir okk- ar gersamlega óþekktar i Svíþjóö. Við eigum margar af Ijóðperlum Svía í íslenzkri þýðingu, en þeir vita ekki nöfn ljóðmæringa okkar. Ein og ein tímaritsgrein, sem ekki er studd neinum dæmum um ljóð- snilld viðkomandi skálda hefir sáralitla þýðingu. Ef Svíar hefðu verulegan áhuga fyrir íslenzkum nútímabókmenntum, mætti ætla að átta milljóna þjóð væri ekki slíkur eftirbátur okkar um gagn- kvæma bókmenntakynningu, sem hún hefir verið. En þetta mál hefir margar hliðar og veröa ekki gerð viðhlítandi skil nema meira rúmi sé til þess eytt en hér er kostur. Ég hafði vænzt þess, að Jón úr Vör læsi ljóð eftir sjálfan sig en þess í stað flutti hann stutta ræðu og skýrði frá bók, er væri í undirbún- ingi heima með nýjum ljóðaþýðing- um, rakti hann nöfn höf. og þýð- enda. Að upplestrardagskránni lok- inni flutti Margrét Jónsdóttir hjart næma ræðu um aðdáun sína á Selmu Lagerlöf og þroskagildi verka hennar og flutti kveðju frá íslenzkri alþýðu, sem hefði lesið bækur hennar sér til gleði og sálu- bóta. í veizlu sænska rithöfundafélags- ins var útbýtt gjöf frá Bonníersút- gáfunni, var það Nóbelsræða Selmu Lagerlöf, sérprentuð af þessu til- efni. Bonníersútgáfan er stærsta bókaforlag Sviþjóðar og trúlega á Norðurlöndum, stofnað 1837 af Al- bert Bonnier, núverandi forstjóri útgáfunnar, Gerhard Bonnier, ung- ur maður, tók þátt i Lagerlöfshátið- inni. Allt það lesmál er rithöfunda- Kirkjan i Eystri-Ámtervlk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.