Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 25

Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 25
25 ★ J'dLABLAD' TÍMANS 195B ★ ’ ungsdéttir, Nefrotete. var sencl til Egyptalands í kvennatoúr Amen- hoteps hins þriðja. En svo segir sagan, að daginn sem hún kom til höfuðhorgarinnar, þá hafi hinn gamli konungur skyndilega iátizt. Erfingi hans„ er til konungdóms var borinn að föðurnutn látnum, var ungur maður, þjálfaður í há- skóla Heliopolis, Amenhotep hinn fjóröi er síðar tók sér hið heirns- fræga nafn Echnaton. Af hendingu vitum við núlifandi menn örugg- lega, hvernig drottning þessi leit út, því að síðast á 19. öld fannst grafið undir mosaikgólfi í liúsa- rústum höggmyndameistarans Tut moses jhöggmynd af undurfagurri konu með hina bláu kórónu Egypta landsdrottningar á höfðinu og voru það þýzkir, sem grófu þetta upp. Andlitsmynd þessi, sem örugglega 1 er af Nefrotete drottningu, er 35 cm. á hæð, andlitið málað að sið- venju þeirra tíma, í nokkurn vég- í inn eðlilegum litum og augun inn- ? lögð dökkbláum steinum, er minna T á bláma himins Egyptalands. Og )’ með svo mikilli nákvæmni, að það F sést greinilega að drottningin hef- r ur verið örlítið rangeygð í vinstri F auga. Mynd þessi var flutt til Ber- F línar og stendur enn á Altes Muse- F um þar í borg, og má fullyrða að } fá meistaraverk hafi vakið og vekji f aöra eins eftirtekt og aðdáun. — Drottningin ber á herðum hið fræga egypska drottningarháls- f? men, margslungið röðum af dýr- ¥ ustu perlum og þekur það mikinn F hluta brjóstsins. Hálsinn er langur F og sveigður með barnslegri mýkt. F Nefið beint, varir þunnar og lit- ¥ aðar. Ennið er hátt og fyrirmann- f legt og svipurinn mildur og gáfu- I' legur og lýsir i senn bæði stormi F og logni. Því miður eru áöeins F fáar öruggar heimildir til af konu } þessari og um störf hennar, en full- F yrða má að hún hafi ráðið miklu r á einu örlagarikasta tímibili hinn- F ar egypzku þjóðar og það því eftir- r tektarverðara, sem kvenna á þeim f tímum ér lítið getið á viðburðar- F rikum tímum þjóða. Þrátt fyrir það F þó hún og maður hennar biði að f lokum ósigur, má fullyrða, að enn F falli birta frá þessari merku konu F á veginn. í löngu lifi þjóða er sann- F leikur lífsins endalaus, og allt okk r ar líf breytingum háð, meira ao F segja fullyrt, áð frumur tauga- F kerfisins breytist að einhverju F leyti með hverri kynslóð. Og í lífi F baráttumanna og í þjóðmálum F bréytast viðhorf dagsins óumflýjan ! lega með hverjum degi, er af djúpi F. rennur. Og vafalaust hefir þaö verið skoöun þessara gáfuðu konu og liennar stuðningsmanna, að allt beri að endurskoða eftir köllun \ tímans, jafnvel forn boðorö, og að ’ éngum tjái að berjast á móti því framfara lögmáli, er á hverjum 1 tíma fyrir hendi er. Hitt er svo annað mál, að drottning þessi hef í ir að einhverju leyti séð hyllingar og ;draummyndir á veginum, sem aðeins voru sýnir, er við enga stoö. stóðust, er á reyndi, langt á undan reynsluleysi þessara fornu tíma j mannkynsins. ! ’ Þegar þessi saga, eöa atburðir gerðust, ríkti harka og hið mesta J ranglæti i viöskiptum manna og F þjöða. Ofboðslegar liegningar biðu sekra fyrir mimistu afbrot. Lim- I iestingar og kvalafullt líflát fyrir það, sem nú myndi varða sektum. Á þessum slóðum voru, svo að dæmi séu nefnd, þrælar, sem i struku frá grimmum húsbændum, lanldir til dauða, eða grafnir í gló- andi eyðimerkursandinn með höf- uðið upp úr, og biðu þannig dauða síns, eða krossfestir, með höfuðið L hangandi niðlui-. Ungu konungs- hjónin í Thebu snerust strax önd- verö gegn þessum tíðaranda, og hófu prédikanir um mildi á öllum sviðum. Þau snerust líka öndverð gegn veldi Amupspresta, er flestu réðu, og gleyptu þorra ríkistekna. Kröfðust þau þess, að trúarbrögð þau, er þeir kenndu, yrðu lögð niður, trúin á marga guði, en í stað þess bæri að trúa á einn guð, sem væri sólin, og sá máttur, er á bak við hana stæði, Guöinn Aton'. Þeim guði væri allt líf að þakka, og allt líf jarðar. Skal ég nú fljótt yfir sögu fara. Fjöldi manna fylgdi konungi og drottn- ingu fyrst í stað, en hinir voru miklu fleiri, er ekkert mark tóku á hinum nýju trúarbrögðum. Og sérstaklega varð mörgum það þungbært, aö svo leit út sem kon- urigur sinnti engu öðru en þessu. Kom þar að að hann lét byggja nýja borg, höfuðborg, þar sem nú stendur þorpið Tel el Amarna. Borg, sem byggö var á mjög skömmum tíma, með breiðum strætum, jafnvel sextíu metra breiöum, með trjágróðri og blóm- um, er af öllu báru. Skemmtigarö- ar og stöðuvötn voru hvarvetna í borginni til prýðis og yndisauka. Musteri mörg voru reist hinum nýja guði Aton til dýrðar, og sjást enn grunnmúrar eins þeirra, um þrjú hundruö og fimmtíu metrar að lengd. Þá sjást enn leifar mik- illa halla, er byggðar voru fyrir konungsfjölskylduna og hirðina, og er þessu var lokið, flutti kon- ungur búferlum með allt sitt lið, og hófst þá barátta, sem vart á sinn líka í allri veraldarsögunni. Amunsprestar hugðu á hefndir, og eru nokkrar líkur fyrir aö af þeirra völdum liafi tvær dætur konungs verið myrtar á þann hátt að eiturslöngum var laumað inn í svefnherbergi þeirra. Og með því mikill harmur kveðinn að konungi og drottningu. Margt fleira skeði, sem að lokum lamaði baráttuhug þessara einstæöu hjóna, og máske það alvarlegasta, eins og ég gat um fyrr, að hvert landið af öðru brauzt undan yfirráðum Egypta, sérstaklega þó hinar herskáu þjóðir, er bjuggu fyrir botni Mið- jarðarhafsins. Baráttan við Amunsprestana virðist algerlega hafa. lamað konung. Á hæðunum viö Tel el Amarna er rúst ein, sem grafið var í rétt fyrir aldamótin síðustu. Þar fundust mörg hundr- uð leirtöflur með letri Babylóníu- manna, en það var í þá daga mál það, er stj.órnmálamenn notuðu, en á töflur þessar voru.rituö fjöldi bréfa frá þessum tímum, og frá þessum miklu byltingatimum hjá egypzku þjóðinni. Meðal annars er þess getið, að móðir Ekhnatons konungs, Teyja drottning, hafi dag nokkurn heimsótt son sinn og tengdadóttuv, og átt viö þau langt samtal. Og vafalaust legið ljóst fyrir, að ástandið hafi veriö sí- versnandi og mjög alvarlegt, og uppreisn almennings í aðsigi. Hin- ir egypzku guðir höfðu um alda- raðir verið margir, og ákaflega hanclhægir í daglegu lífi, og hver meö sitt sérstaka verkefni. Menn treystu ekki einum guði, er taka ætti afstöðu og hjálpa í hinu marg þætta daglega striti og baráttu. Einn var guð uppskerunnar, ann- ar ástarinnar, þriðji húshaldsins og sá fjórði guð allra.........?? o. s. frv. Eiginlega hver þessara herra álitinn að vera hlaðinn sér- fræðikunnáttu, og ekki trúandi til annars. Þá virðist svo sem Ekh- naton konungur hafi fljótlega misst allan áhuga fyrir skyldum sínum í utanríkismálum, því að Egyptaland var á þessum tímum mesta stórveldi veraldar, og hafði lagt undir sig eiginlega allan hinn kunna heim og þurfti aö stjórna fjölda landa og þjóöa, allt frá miðjarðarlínu og til Svarta- hafs. Harðsnúnar hiröingjaþjóöir að austan gerðu harðar árásir á löndin fyrir botni Miöjaröarhafs- ins, og féllu þau í óvinahendur vegna afskiptaleysi konungs eitt af öðru. Þetta var þaö sem Egyptar þoldu sízt og varð hann og drottn- ing á skömmum tima mjög óvin- sæl, og þeirn kennt um, ekki sízt af þeim ástæðum aö hún var ætt- uð frá hættulegustu óvinalöndun- um. Dag nokkurn kom ekkjudrottn ingin móðir konungs í heimsókn aö óvörum. Átti hún langt tal við konungshjónin og þeirra trúnaö- armenn með þeim afleiðingum, aö konungur gekk aö því aö skilja við konu sína og senda hana á brott. Var henni fengin til yfirráöa höll nokkur utan borgarinnar, og sjást þær hallarrústir enn, og eru nú rannsakaðar ýtarlega. Þarf eigi að efa, að þarna á þessum degi hafa verið stigin örlagarik skref, þvi aö ástir miklar voru á milli hjón- anna og barnanna, og samheldni mikil. Gerast nú fljótlega örlagarikir atburðir. Konungur lagöi niður völd og fékk þau í hendur tengda- syni sínum, er flutti búferlum til hinnar gömlu höfuðborgar Thebu, og sættist við presta Amuns. Og svo Echnaton skömmu siðar og er talið fullvíst, að hann hafi ver- ið myrtur, því að lík hans eða múmía hefir aldrei fimdizt. Þá er með vissu vitað, að af einhverjum orsökum yfirgáfu íbúar Tel el Amarna höfuðborgina í mesta flýti, líkt og pestin eða eldgos væru yfirvofandi. Og borgin jöfn- uð við jörðu. Mátti auösjáanlega ekki minna gerast. En hver urðu örlög Nefrotete drottningar hinn- ar fögru? Um það geta sagnir eigi, hún hvarf eins og maður hennar, og hefir hvorki gröf né jarðnesk- ar leifar fundizt, og miklar líkur til þess að hún hafi einnig verið myrt. Þó eru til bréf, er gei'a i skyn, að um skeiö hafi hún og hennar fylgismeim náö völdum í landinu, því aö fundizt hafa bréf, er talið er að hún hafi ritað vold- ugum konungi í Litlu-Asíu. Bréf þetta er á þá leiö, að hún kveðst vera ekkja á bezta aldri, en vanti ungan mann til þess að giftast séi’ og standa jafnframt fyrir völdum landsins. Konungur tók þessu vel og sendi ungari son sinn meö friðri föruneyti til Egyptalands. En hann og lið hans var strádrepið á landa- mærunum, og virðist svo sem með þeim atburði sé ævintýri Nefrotete drottningar til valdatöku á enda. Um þessa harmsögu hugsar maður, þegar numið er staðar á borgarmúrum hinnar frægu höf- uöborgar Egyptalands, l'el el Amarna. Níl rennur þarna fram hjá, breið og lygn. Pálmatrén standa í röðum á þvi svæði, sem hin miklu hafnarmannvirki stóðu til foraa. Og í nokkurri fjarlægö sést áveituskurðurinn mikli, bj.arg vættur þessa héi'aðs og kenndur vió Jósep, Jósepsskurðurinn. Nefretete drottning verður öll- um ógleymanleg, er séð' hafa högg myndina á Altes Museum. Og saga hennar mun heldur eigi gleymast, þó aö langur sé tíminn síðan hún var og hét. Sennilega er hún fyrsta konan, sem getió er um til stór- ræða í heimssögunni. Fögur og gáfuð, listelsk og að vissu marki brantryöjandi algexlega nýrra tíma á þvi sviöi, Tilraun hennar og manns hennar til þess aö breyta úreltum trúarbrögöum og bæta grimmd og hörku þeirra tíma, er svo einstæð og engu lík, nema því fegursta í kenningum frelsarans. Og það sem meira er, að kenningar þeirra og fordæmi gengu inn á þaö svið að jafna bæri hinar miklu ósléttur i sbríði stéttanna, eins og stormar og straumar jafna ósléttur jarðar og bæri að láta þann boöskap berast til allra landa og þjóða, og meö skipum um ókunn höf. Ég hygg, að vart geti vafi leikið á því, að fjölskylda frá Gyöingalandi, er fyrir 3400 árum lifði landflótta á þessum slóðum, hafi hlotið að heyra óminn af fornri vizku, er flaug um sálir hennar, eins og leiftur, þegar allur hinn í'orni heimur lá i rústum vegna grimmd ar og viga. Kenningin um mildi og réttsýni öllum til handa, sem ávallt betur og betur mun festa rætur og breiða lim sitt „yfir lönd og höf á lifandi bústaði og dáinna gröf“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.