Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 19

Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 19
★ JDLABLA-Ð TÍMANS 195B ★ 19 Ávarp Fjallkonunnar á þjóðhátíðardegi (slendinga í Seattle 1958 Höfundur þeása ávarps er Hallur Magnússon, kaupmaður í Seattle. Hallur er Skagfirðingur að ætt. en ólst upp á Austurlandi, lengst að Stakka hlið í Loðmundarfirði. Dvaldis't ung- lingsár á Héraði, en síðustu árin hér heim,a á Seyðistírði, hjá Jörgensen bak- ara. Kom snemma í ijós að hann var góðum gáfum gæddur. M.a. varð hann kunnur fyrir 'hversu hagorður hann var, og lifa hér enn á vörum gleðibragir eftir Hall. Þá vottar það um fjölhæfni og góðar gáfur Halls, að hann var einn þeirra sem báru upp leikstarfsemi á Seyðisfirði, á hennar fyrstu árum þar, lék m.a. sýslumanninn í Skugga-Sveini og „föðurinn“ í Drengurinn minn. Vestur um hal’ flvtzt Hallur á fyrsta áratug aldarinnar. Hann komst í frem,stu víglínu í einr.i stórorrustunni í fyrri heimsstyrjöld, og kom úr þeirri raun við fáa eina félaga sinna. Ljóðabók hefir komið út vestra eftir Hall. Um mörg ár var hann forseti íslendingafélags'ins Vestra í Seattle. Starfrækir Hallur enn nýlenduvöruverzlun þar í borg, ásamt konu sinni, og er enn beinn í baki og andlega hress, þótt kominn sé um áttrætt. G. M. Höfundur ávarpsins ásamf konu sinni. Myndin er tekin fyrir utan verzlun hans 1956. um bekki, aö hann hefði farið öðru- vísi að en vanalega, presturinn. Honum hefut' fatazt, sagði einhver. Kirkjugestir gengu heim á prests- setrið til kaffidrykkju. Við móðir mín bárumst með straumnum. Logn var ekki lengur, veður var í uppblæstri. Sólin óð í skýjum, gægöist fram við og við. Ég var enn þögul, er virðuleg heldri manns kona keaiur á móti okkur móö- ur minni og segir, aö sér þætti vænt um, ef ég vildi fara úr fötunum, sem hún lánaði a£ dóttur sinni, þvi aö hún ætli að taka þau með sér heim. — Já, já, svaraði móðir mín. Það blikaöi a. tár i augunum, vott- aði þó jafnvel fyrir brosi þar. — Já, endurtók móðir mín viðutan, sjálfsagt að skila fötunum og þökk fyrir lánið. Ég horfði ýmist á móður mína eða þessa fallegu, finu konu. Við tvær fór um afsíðis, þar sem ég skipti um föt, lagði af mér lánsf jaðrirnar og tók mín ar eigin, sem hæfðu starfsdeginum framundan. En fátæka, litla fermingartelpan átti nú eina iieita ósk. AÖ þurfa aldrei að vera upp á aöra komin og láta rétt lætið ráða eins og gamli presturinn. Herra forseti! Kæru íslendingar og börn mín í Vesturheimi! í dag ávarpa ég yöur sem tákn- mynd íslands á frelsisdegi íslenzku þjóöarinnar, og afmælisdegi Jóns Sigurössonar, fremsta frelsishetj u hennar. Eg hefi þolaö margar þrautir meö þjóð minni á liönum öldum. En þungbærast var mér þegar börnin mín seldu sitt forna sjáif- stæði og sóru Hákoni Noregskon- ungi trúnað og undirgefni árið 1262, en það leiddi til erlendrar yfirdrottnunar um hartnær 700 ár, sem einatt þrengdi kosti mínum og þó aldrei meir en í aldalangri verzlunaránauð! Og ekki var ein báran stök, meö því að farsóttir, eldar og isar skildu einatt eftir sig blóðug spor. En einnig voru margar mínar gleðistundir, þegar íslenzkt vor og árgæzka sumarsins gekk í garð, og eiga þá ekki önnur lönd meiri nátt- úrufegurð að fagna en landið okkar, og nær þetta hámarki þegar sjálf sólin ann sér ekki framar nætur- hvíldar, en laugar landið geisla- flóði, og býr þvi „nóttlausa voraldar veröld“, eins og stórskáldið okkar vestur-íslenzka komst að oröi! Kæru íslendingar, og börn mín hér í Vesturheimi. Þungt var mér fyrir hjarta, þegar þið fyrir hundr- aö árum tókuö að yfirgefa ísland, og fluttuð í hópum vestur um haf. En nú er þetta breytt! Nú finn ég til metnaðar fyrir það, hvernig þið á öllum sviðum hafið reynzt liðgeng og hvergi stað- ið að baki öðrum þjóðum í ykkar Fiallkonan nýja landi. Þið hafið við dagleg störf, við nám og i fjölmörgum trúnaðarstöðum reynzt hinir nýt- ustu og farsælustu samfélagsþegn- ar. Þá hafið þið með lífi ykkar og starfi sýnt siðgæðisþroska, sem einatt hefir hlýjað mér um hjarta. Loks hafið þið haldið tryggð og sambandi við ættland ykkar, gamla ísland! Fyrir allt þetta er ég ykkur af hjarta þakklát. 17. júní er hinn nýi frelsisdagur íslendinga. Þann dag erum við að halda hátíðlegan hér í kvöld, og svo mun vera um alla íslendinga út um víða veröld! Það var á þessum degi árið 1914, að sólin reis yfir íslendinga sem alfrjálsa þjóð, öðru sinni, yfir hið islenzka endurreista lyðveldi. Þar með var sorgum liðinna alda létt af mínu hjarta. Vil ég enda þetta ávarp meö þeirri ósk og bæn til ykkar, að þið haldiö sambandinu við mig, meðan ykkur rennur islenzkt blóð í æðum! Munið erindið fagra eftir Jónas Hallgrímsson: „Þiö þekkið fold meö blíöri brá, og bláum tindi fjalla, og svana hljómi silungsá, og sœlu blómi valla, og bröttum fossi, björtum sjá og breiðum jökul skalla. Drjúgi hana blessun árottins á um áaga heimsins alla“! Aö svo mæltu bið ég guð að blessa ykkur öll, í nútið og fram- tíð! 3 íminn i oáncir ö(L um íeáenclum áinum cjle&ileCjrcL /o / lci. Forsíðumyndina frá Hólum í Hjaltadal tók Guðni Þórðarson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.