Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 4
4 ★ JDLABLAÐ TÍMANS 195B ★ hefur reynzt mér ,og endurnærðu hjarta mitt í Kristi. I fullu trausti Betur var ekki hægt að biðja Svo endar hann bréfið á fáein- um setningum: „í fullu trausti til hlýðni þinnar rita ég til þín, og veit, að þú munt gera fram yfir það, sem ég mælist til. En hafðu líka til gestaherbergi handa mér, því að ég vona, að ég, vegna bæna yðar muni verða gef- inn yður“. Meö tilliti til þess, sem áður er sagt, á Páll hér ekki við hlýðni við sjálfan sig, heldur hlýðni við Krist. Og þegar hann biður líka um gistingu handa sér, ef hann einhverntíma verði látin laus, er óbein yfirlýsing um það, að hann búist við, aö Onesímus fái góðar viðtökur. Síðan skilar hann kveöjum frá nafngreindum vinum, og endar með kveðju, sem e rmjög lík þeirri, er var í upphafi bréfsins: „Náöin Drottinn vors Jesú Krists sé meö anda yðar“. V. Fór Onesimus a<S beiðni Páls? Engar beinar sögulegar sannanir eru til fyrir því, hvort Filemon segja i Efesus. Raunar átti það sér stað, að þrælar gengdu hinum hæstu embættum í kristnum söfn- uðum, því að í bræðralagi kist- inna manna var ekki gerður mun- ur á þrælum og frjálsum mönnum, svo að þetta út af fyrir sig sannar ekki, að Ónesímusi hafi verið gefið frelsi. En það bendir undir öllum kringumstæðum til þess, að hann hafi ekki hlotið hin venjulegu ör- lög strokuþrælsins. Hvernig svo sem hinum ytri lík- um eða sönnunum kann að vera varið, er örðugt að hugsa sér, út frá mannlegum tilfinningum og út frá þeim anda, sem ríkti í frum- kristnni, að Filemon hafi ekki lát- iö aö orðum vinar sins í fangels- inu. Það hefði mátt vera undarlega gerður maöur, sem fengi slíkt bréf sem hann fékk, og vera ósnortinn af. Bo&skapur bréfsins Eins og áður er getið, er Fíle- monsbréfið einkabréf, og vel gat svo farið, að þaö hefði varðveitzt af beinum persónulegum ástæðum, eða blátt áfram vegna þess, að það var ritað af frægum manni og af slíkri snilld sem raun ber vitni um. Slíkt mundi þó tæplega hafa nægt til þess, aö það héldi stöðu sinni hefir farið að orðum Páls eða ekki. En af ýmsu má ráða, að svo hafi farið, sem til var ætlast. í fyrsta lagi er ósennilegt, að Filemons- bréfið hefði geymst meöal helgra rita kristninnar, ef Filemon sjálf- ur hefði ekki einmitt stuöiaö að því, og það hefði orðið almennings- eign í söfnuðinum. í öðru lagi eru til gamlar sagnir um það, aö Ónesímus hafi síðar orðið biskup í borg einni í Makedóníu, og aðrir innan regluritasafnsins. Til þess þurfti það að hafa meira en per- sónulegt gildi eða listagildi. Það þurfti að verða viðurkennt, að það ætti erindi til safnaðar, og verð- skuldaði að vera lesið upp við guðs- þjónustur. Það er því tilhlýðilegt að spyrja að lokum, hvaða boðskap- ur það sé, sem þetta litla bréf flytji kristnum söfnuði. — Það er í fáum oröum sagt þetta, að í Kristi eiga allir að vera brœöiir, án tillits til stéttar eða stöðu, og breyta liver við annan samkvœmt þvi. VL Mannréttindin Það hefir verið fundið að þessu bréfi, og afstöðu Páls postula yfir- leitt til þrælahaldsins, að hann hafi ekki skýlaust bannað allt þræla- hald. Hann segir meira að segja í Kólossubréfinu aöra eins setningu og þessa: Þér þrælar, verið hlýðn- ir í öllu yðar jarðnesku drottnum ekki með augnaþjónustu, eins og þeir, er mönnum vilja þóknast, heldur i einlægni hjartans, svo sem þeir er óttast drottin“. — En hann bætir svo við: „Þér drottnar, veit- iö þrælum yðar það, sem rétt er og sanngjarnt, og vitið, að einnig þér eigið drottin á himni“ (Kol. 3.). Það er því alveg rétt, að Páll boðar ekki þjóðfélagsumbætur í venju- legum nútímaskilningi þess orðs. -— Þrátt fyrir það er það ekkert annað en útúrsnúningur á kenning um hans að eigna honum þá skoð- un, aö þrælahald og þar með hvaöa kúgun sem er, sé réttlát. Það væri fróðlegt að ræða nánar afstöðu kristindómsins til þjóðfélagsmála yfirleitt, 'en það efni er of víðtækt til þess að um það verði fjallað hér. Þó get ég ekki stillt mig um, að vitna til orða hins spakvitra unitaraprests Williams Channing, sem ritaði um málið á þeim tim- um, er þrælahald var ennþá um- deilt mál í landi hans, Bandaríkj- unum. Hann bendir á, aö á dögum postulans hafi þrælahald verið svo ofið inn í skipun þjóðfélagsins, að bein prédikun um afnám þess hefði ekki haft annað í för með sér en blóðuga uppreisn, sem alveg vafa- laust hefði endað með hreinni eyði leggingu hinna dreifðu krtstnu safn aða. Páll réðst þvi ekki á skipu- lagið sjálft, heldur lét hann sér nægja að útbreiða grundvallar- kenningar, sem hlutu smátt , og smátt að gera þetta skipulag að engu. Hann tryggði þrælnum rétt- indi kristins manns. Channing segir orðrétt:. „Það er oss ekki litil sönnun fyrir guðdóm- legum uppruna kristindömsins, að hann boðar bræðralag mannanna og fylgir fram mannréttindum“. Eg hygg, að það verði heldur ekki framhjá því komizt, að út- breiðsla kristninnar hafi átt sinn mikla þátt í að þrælaháldið hvarf úr sögunni meðal vestrænna þjóða, ef hann var þar ekki megin-orsök. En það, sem mesta þýðingu hefir í þessu máli, er þó ekki það, að kenningar eins og þæ:r, sem fram koma í Fílemonsbréfinu, visa leiö- ina'til lausnar á einstöku þjóðfé- lagslegu vandamáli, heldur hitt, aö þær vísa veginn í maimréttinda- málum yfirleitt, sem nú eru einmitt mikið rædd I heimin- um. Það getur verið gott og blessað út af fyrir sig, að kenningar um mannréttindi séu settar fram á alþjóðaþingum, og gerðar yfirlýsingar á fundum Sam- einuðu þjóðanna og annars staðar. En framkvæmdin sjálf getur þó aldrei orðið örugg, nema. á einum grundvelli, — þeim, sem tagður er í Nýj a testamentinu. Þar er maður- inn aldrei skoðaður sem dautt verk færi, sem aðrar mannlegar verur megi með ofbeldi nota i eigin þágu, heldur sem bróðir í samfélagi kær- leikans, og barn Guðs sjálfs. Bæði voldugir og vanmáttugir eru borg- arar þess ríkis, sem er jörðinni of- ar. Og þó að heimspekin sé góð og þjóðfélagsfræöin geti mótað vitur- legar kenningar, þá veröur hún aldrei það afl í lifi mannanna, sem trú í kærleika getur oröið. Eg læt nú staðar numið um bréf- ið, sem ritað var i rómversku fang- elsi skömmu eftir miðja fyrstu öld, en vona, að einhverjum lesenda minna finnist það ómaksins vert að kynna sér það sjálfir, því að það er í flestra höndum hér á landi. Og langt er það ekki, aðeins ein blað- síða í íslenzku biblíunni. Biblían er kóróna heimsbók- menntanna. Hún er sett stórum og fögrum gimsteinum, sem lýsa því skærar, sem betur er í þá horft. Fílemonsbréfið er einn hinna minnstu þessara gimsteina, og fer lítið fyrir honum innan um hina stærri. En sá, sem gefur sér tóm til að skyggnast inn í ljóma hans, mun finna, hvernig ljósið mikla leiftrar og lýsir i hinum smáa fleti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.