Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 33

Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 33
★ JDLABLAÐ TÍMANS 195B ★ 33 Héfatök... 1 Framhalö af bls. 29. ! ur knapans. Og hrossamóða. Dreng- ! urinn lemur fótastokkinn og' hott- ! ar á reiðskjótann, En gamall ! stólpagripur, rólyndur eins og [ austurlenzkur spekingur, veit, að i flas er sjaldan til fagnaðar, og ! hagar ferðahraða sínum eftir í þeirri lífsskoðun. Bóndinn á bænum undir heið- j inni bograr við ullarsekkina. Leysir hnúta og bindur nýja. Athugar reiðver, gjarðir og móttök; reynir á klakka og klyfbera. Leysir hnút og bindur annan, Randið umhverfis hærupokana virðist aðeins gauf, án stefnu og | tilgangs. Beitarhúsmaðurinn hefur 1 gengið inn í baöstofu með þá 11 grunsemd, aö húsbóndinn væri orðinn annarlegur í kollinum. En þetta er úrslitastund í lífi , bóndans á bænum undir heiðinni. Kveljandi spurningar, sem hafa ásótt hann þessa vormánuði, kref j - ! ast svars, skilyrðislaust: Á hann að hrökkva eða stökkva, — hopa ; á hæli eða þoka hvergi? Og stefnan er mörkuð; bóndinn ! er hiklaus i svöi’um. Haixn ætlar að halda sambandi við býlið undir ! heiðinni. Hefja sókn og ala þar upp lagðprúða ásauði. Hann litur inn á grundirnar — sér inn í framtiðina; Þarna bíður moldin. Brún íslenzk frjómold, sem veröur mylduð í grasgefnu túni. Og innan af dalnum berst að vitum hans heitur vindsveipur, sem flytur meó sér ilm af björk og blóðbergi. Þegar hann lítur næst inn á grundirnar, réttir hann skyndilega , úr bakinu. Svipur hans ummynd- ast. Fögnuður, spyrjandi eftir- vænting, blandin efagirni, eins og hann neiti að trúa þeim raun- veruleika, sem fyrir augun ber. Þarna lcoma hestarnir. Foringinn hleypur á undan hrossahópnum — langt á undan — teygir sig ákaflega, eins og hestur Óðins á vetrarbrautinni. Faxið bylgjast. Ennistoppurinn lyftist. Það hvín í flestum nösum. Þrótt- miklir og heilbrigðir fætur, þjálf- aðir í svaðilförum og aflraunum, spyrna fast til jarðar og marka hófspor í svörðinn. Bóndinn bregöur hart við og kallar inn í bæinn undir heiðinni: „Hestarnir renna að túngarði, piltar. Komið meö járningartækin. Við tyllum skeifunni undir hann Skjóna. Ég fer á honum.“ Svo hleypur hann við fót. Hann er beinn í baki og háleitur. Erfið- leikar vorsins gleymdir, fjárfellir og aðrar búmannsraunir. Hér hlæja móti honum hlíðar. Og túxx- iö fer að leggjast í legu. Skjóni nemur staðar í miðri hestaréttinni — bíður húsbóndaixs. Hann er hnarrreistur, gnæfir yfir félaga síixa. Fasið tígulegt, þróttur og líf í hverri líixu, ofboðlítill titr- irigur í silkimjúkum flipanum. Hann steixdur grafkyrr, blakar ekki eyrum, virðir eigi viðlits suðandi mýið, sem stígur í þéttu skýi upp úr gólfskánimxi í rétthxixi. Haixn bíöur ... Dökk og djúp augun eixdurspegla birtu sunxardagsins; þar er vegur uxxdir og vegur yfir. Þau ljóma af glettixi og viljafestu, með keinx af kankvísi leikaraixs, sem unnið hef- ur óyæixt afrek og bfður — eftir hylliixgu: „ÞAU ERU FALLEG í DAG, HÓFATÖKIN ÞÍN, VINUR MINN.“ :x ♦♦ ♦♦ ♦♦ :: ♦♦ ♦♦ !: ♦♦ 8 ♦♦ :: ♦♦ ♦♦ :: g :: :: :: :: :: :: Húsgögn Gólfteppi Finnskur kristall :: I n i ♦♦ :: ^J^riátidn JJi t^aeirááon aucjctvecj 15 yan X Fagravík... Framhald af bls. 21. grænum fjöllum á báða bóga. — Lítill drengur rís upp, íxýr stýrurn- ar úr augunum og spyr í brosaxxdi undrun: Erum við að koma aftur heim? — ------- Seinna, sanxa daginn, hefir Gunn ólfur gengið fi’á nxönnum sínum. Haixn hefur lagt leið sína beint upp frá fjai’ðarbotninum, gegnum skóg- arbeltið í brekkunni. Uppi á há hálsinum hefur hamx staðið lengi, — lengi. Hver sá í hug hans þg? Hvort gerði hamx þar bæn sina, heiðhxn, norrænn maður? — Þegar hann kemur aftur úr leiðangri sín- um, er degi tekið að halla. Hann er glaðlegur á svip, rór og öruggur, eins og maður, senx nýbúinn er aö gera upp reikninga sixxa og nefur komizt að þeirri niðurstöðu, að ennþá á hann þó eitthvað skuld- laust. Og hann segir til féiaga simxa: — „Eigi munum vér lengra leita. Hér munu öi’lögin ætla oss stað“. HvaSa leið er lengsf frá fölunum fjórum niðor á hæðina? Roffurnar langar til að ræðasf vi3, og hvernig fara þær a'8 þvi að komast gegnum göngin? Getið þið hjálpað þeim?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.