Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 27

Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 27
★ JDLABLAÐ' TIMANS 195B ★ 27 Sigurjón Jónsson írá Þorgeirsstöðum IÖK Það var barið harkalega í úti- ! hurðina á bænum undir heiðinni. i Eitt högg. Hundarnir í göngunum rjúka I upp með andfælum, ryðjast aö dyr- I unum, taka varðstöðu. Hárin rísa, : og gjammið er grimmdarlegt. Fólkiö i baðstofunni lítur hvað j á annaö, spyrjandi. Kvæðamaöur- \ inn kyngir rímnalaginu. Rokkhljóð j þagna. Urg i kömbum hljóönar. „Hvað var þetta?“ „Getur það verið pósturinn?" „Hann mundi guða á gluggann.“ „Það skilar sér enginn af heiö- inni úr þeim veöraham, sem verið hefur frá hádegi í dag.“ j „Þetta er sennilega ekki neitt.“ „Hví láta hundarnir svona?“ ] „Um það þarf ekki að dómaka; i illviðrum fara svlpir á kreik. Og þeir eru ófáir, sem hafa korpnað á fjallveginum," segir gamla konan í körinni, næst uppgöngunni. Rímnaþulurinn hefur aftur kveö- andann. Rokkar suða. Kambar j urga. Húsbóndinn kingsar snæld- una. En hundarnir linna ekki lát- um fram 1 göngunum. Bylmingshögg i hurðina. Rakkarnir snúa frá með lafandi skott, leggjast ýlfrandi í bæli sín, eins og þeim hafi veriö veitt óvæg- in ráðning. Tvö börn, sem léku aö kjúkum og völum á baöstofugólf- inu, hlaupa í ofboði á fætur. Þau halla höfði og hlusta, lesa svip- brigðin í andliti fullorðna fólksins. Augu þeirra þenjast út, verða stór og starandi. Varla hafa börnin hreiörað um sig í kjöltu móður sinnar, þegar enn á ný bylur högg í hurðina. — og nú heyranlega miklu meira en þau, sem á undan fóru. „Þetta veit á váleg tíðindi," styn- ] ur gamla konan i körinni. Hás j rödd hennar er forneskjuleg, eins og völva frá löngu liðnum öldum ; flytji örlagaspá. Húsbóntíinn er staðinn upp af rúminu. „Ég verð að ganga fyrir gestinn og leiða hann í bæinn,“ segir hann í hálfkæringi, rífur upp hlerann að uppgöngunni og skellir honum að vegg. Svo snarast hann ofan af pallskörinni. „Farðu gætilega," mælir gamla konan í körinni. „Spýttu, — bless- aður spýttu. Það, sem óhreint er, hrekkur undan, ef þú spýtir.“ 1 „Hégilja,“ hreytir beitarhúsmað- urinn út úr sér — og fylglr hús- ( bóndanum. „Hafðu þig hægan, hróið mitt. Margur hefur verið ginntur, sem betur var af guði gefinn, heldur en þú. Dökkar dísir drápu Þiðranda á Hofi. Ja, því segi ég það. Það býr margt- i myrkrinu. Ojá.“ „Vertu ekki með fjas og ofur- mælgi — þú gerir börnin hrædd,“ biður húsfreyja. „Eru ekki allir skelkaðir?" anzar gamla konan í körinni, þrákelknis- lega, „enda varla kyn, því það er mér eiður sær, að einhvern djang- inn er hér á sveimi, Engin kristin i sála ber eitt högg eftir dagsetur. Onei, sussu nei.“ „Það er búið að berja þrjú högg,“ segir eldra barnið. Um leið fer vindstroka um bæ- inn, fellihurðin í göngunum hrikkt ir á hjörunum, kuldagustur stígur upp á baðstofuloftiö. Húsbóndinn hefur dregið slagbrandinn frá úti- hurðinni. Kallar út í kafaldið og náttmyrkrið: „Hver er þar?“ — Á hlaöinu stendur gesturinn, ferlegur ásýndum, frísar fegin- samlega, þokar sér nær. Hreyfing- arnar eru stirðlegar — valda óhugn anlegum marrandi hávaða, sem rrrinnir á valnastakka og skelja- skrímsli þjóðsagnanna. En gestin- um fylgir hlý andgufa, pegar hann teygir höfuðið inn í gættina. Og þeir, sem fóru til dyranna, hverfa út í hríðina. Dauðakyrrð í bænum undir heið- inni. Fólkið bíður í ofvæni. Mínút- urnar verða heil eilífð. Loks geta börnin ekki lengur byrgt beyg sinn. Þau gráta hástöfum og spyrja: „Hvar er pabbi?“ Við þeirra spurningu fá þau ekk- ert svar. En gamla konan i körinni kyrjar kjarnakafla úr vídalín og fjandafælu. Útihurðin er opnuð. Fannbarðir menn ræða hljóðlega, tendra ljós á kolu fram í göngunum, skafa af sér snjóinn og ganga til baöstofu. „Hvað var þetta?“ spyr húsmóð- irin. „Pósthesturinn.“ „En ekki pósturinn?“ „Nei; — rauðskjótti klárinn meö klyfsöðúlinn, töskulaus.“ „Töskulaus?11 „Hann var illa til reika. Það eru býsn, sem hlaðizt hefur í tagl og fax á skepnunni. Harðviðrið hefur vérið afskaplegt á heiðinni." „Við stungum honum inn í hest- húsið, gátum ekki hyglaö honum, eins og þurft hefði. Hann tók ekki í hey, fleygöi sér niður í básinn. Verst aö geta ekki gefið honum vatn.“ „Einn' af átján — einn af átján, sém farast á fjallveginum,“ and- varpar gamla konan í körinni. „Oft eru kröggur í vetrarferðum. En það eru töggur í Skjóna,“ mælir bóndinn. Og á bænum undir heiðinni er undirbúningur hafinn til að hefja dauðaleít, þegar veðrinu lægir. Framundan er andvökunótt. Skammdegisbylurinn buldrar darraðarljóð á frosinni þekjunni. Það ymur í feysknum aflviöum. Frostrósirnar á ljóranum renna saman og leysast upp í þykka hrímhellu, ískalda kristalla, mjúka eins og ló á þófi. ÞAÐ DRÓ ÚR VEÐUROFSANUM, þegar léið á nóttina, — dettur í dúnalogn um aftureldinguna. Tveir menn á göngu. Þeir ganga við sponækur og hafa stóran sleða í togi. Á sleðann er njörvað brekán. Rifahjam. Markar varla spor. Samanþjappaðar dyngjur í lægð- um, hengjur i brúnum. Hvergi Sigurjón Jónsson stingandi strá, á nokkrum stöðum birkitannar, sem teygja sig í um- komuleysi upp úr breöanum. Hvergi vottur af lífi, utan tveir hrafnar, sem garga ákaft og velta sér á fluginu. „Þessar kúnstir í krumma vita á storm og hríð næstu dægur,“ segir bóndi. „Eða feigð,“ anzar félagi hans og gefur hröfnunum óhýrt horn- auga. „Nei, þetta er veöurspá en ekki feigðarboði.“ Upp á heiðina eru margar bratt- ar brekkur. Og göngumennirnir leggja í brattann. Nokkrir harð- sporar sýna, að hesturinn, sem brauzt hér um i gærkvöldi, hefur þrætt leiðina, sem vegaslóðirnar liggja ufn yfir brekkusniö og klapp- arása. Á einum hjallanum blasa við verksummerki tortímingarinn- ar. Þar hafa rjúpur slegið til dauðs. Þær liggja í valnum með brákaða vængi. Blóö hefur dreyrt úr brotnu nefi. Rifnar fanir bærast í morgurlkulinu. Svörtu fuglarnir hverfa hlakk- andi að málsverði. Við heiöarbrúnina rís þverhnípt- ur klettadrangur i hæðardragi. Fram undan honum er djúpur hvammur. Þetta er mikilúðlegur og kolsvartur hamraveggur, en nú stendur aðeins blákollurinn upp úr fönninni. í stórhríðinni hafði snjóstraum- urinn oltið fram i striöum streng beggja megin viö hamarinn, tekið hvamminn með tangarsókn, máö línur hans út úr landslaginu. Breytingin er jafnvel svo gagnger, að þar sem hvammurinn er dýpst- ur, hefur þyrlazt upp bungumynd- aður hóll. Og þar bólar á stangarhún. Hann er renndur úr brúnu beini. „Broddstöng póstsins.“ „Já, þetta er hún.“ Mennirnir nema staðar, þurrka svita af enni, blása mæðinni, Iit- ast um og sleppa dráttartaugim- um. „Ætli hann hafi oröið úti?“ „Sennilega grafið sig í fönn. Þetta er þaulreyndur feröamaöur, harðduglegur og vanur slarkinu." „Hann hefur minnsta kosti kom- izt yfir hættulegasta hjallann, fyrst hann náði hingað.“ Þeir ráða ráðum sínum, gera hark og hávaða, kalla á þann týnda, skríða á fjórum fótum og leggja eyra að fönninni. Þar ríkir grafarþögn. „Við verðum víst að reyna aö rjúfa þennan haug.“ „Það getur orðið tafsamt aö leita.“ „Við höldum okkur i nánd við stöngina.“ Og þá tekur haugbúinn til máls: kveöur við raust haugkvæði Gunn- ars á Hlíðarenda. Röddin er fjar- læg, rám og draugaleg. Áheyrendurnir hefja snjómokst- urinn. Þeir eru fjöðrumfengnir og hamast aö moka. Þeim er ljóst, aö betra er að láta hendur standa fram úr ermum. Veöurútlitið er ótrýggt — svikahler milli áhlaupa. Pósttöskunum er tosað upp úr snjóhúsinu. Á eftir þeim staulast pósturinn, stjarkur eftir kalsama dvöl í fönninni. Hann sezt á gryfju- barminn og horfir hvasst móti grámyglulegum morgninum, blóð- lausum af sólarleysi. Hann er hress og málreifur. „Þaö væri djúpt á mér„ ef ég hefði legiö aögerðarlaus, síðan ég settist að í gær. Ég stóð í hörku- púli lengi nætur — tróð snjóinn undir mig í bælínu. Þess á milli tók ég lagið, raulaði mansöngva — mansöngvar ylja svo vel og örva hjartsláttinn. Þaö er nú það, karl minn.“ Pósturinn fer höndum um póst- töskurnar, eins og hann sé aö sannfæra sig um, aö návist þeirra sé raunveruleiki. „Þegar veörið var aö ganga niö- ur, hefur kæft ötrúlegu snjókynngi undir hamarinn. Hver getur var- azt þessa forógn? — Ég var illa fyrirkallaður, þegar ég skreið í skaflinn, dompinn og mjög lar- aður, enda hefur árveknin brugð- izt undir morguninn. Þetta gat orðið langi dúrinn, ef þið hefðuö ekki gert mér rúmrusk. Það er nú það, karl minn.“ „Skjóni kom i vökulokin og gerði svona heldur betur vart við sig. Þess vegna var árla risið úr rekkju og lagt til heiðarinnar.“ Pósturinn lyftir brúnum — þukl- ar annars hugar pósttöskurnar, gerir gælur við þær meö höndun- um. „Blessaður klárinn." Eftir nokkra þögn endurtekur hann sömu setninguna með auk- inni áherzlu. — Þrír menn ganga um hádegisbil til byggöa. Tveir draga sleða. Á sleðann hafa bætzt tvær pösttöskur. í þeim eru geymd bréf og blöð — málgögn heimastjórnarmanna og landvarn- armanna — allt í einum hræri- graut. Blöðin eru vel þegin í ein- angruðu héraði. Og þjóðmálaþætt- irnir kveikja kappræður. Pósturinn gengur laus, styöur sig við broddstöngina. Blóðrásin eykst í stjörfum limum, og hroll- urinn hverfur úr herðunum. Þeir hraða för. Þaö er sigur- ganga, sem þó er undanhald. Skafrenningurinn, svifléttur og gáskafullur, ris og hnigur viö fæt- ur ferðamannanna. Kulið fer vax- andi. Kófið þéttist. Ofanburður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.