Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 17

Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 17
★ JÓLA0LAÐ TÍMAN5 195B ★ 17 BALDUR OSKARSSON: aikuríHH Sveinn Jósúa sat á fjósveggn- um og tuggöi strá. Hann horí'ði á húsmóðurina, sem þvoði mjólkur- föturnar uppúr tunnu við bæjar- vegginn. Hann renndi augunum uppeftir skapnaði hennar, staldraði við fótléggina. Þeir voru einsog traustar stoðir undir fyrirferðar- mikilli yfirbyggingu. Þjóhnapparn- ir minntu hann á illagerðar sátur, sem stóðu hlið við hlið. Maginn breiðnr, þungur og ávalur, og ofaná honum svömluðu brjóstin iiktog tveir lóðabelgir. Sveinn Jósúa var nýorðinn sautján ára. Hann var beinastór og holdalítill og eins og hann miókkaöi allur uppávið. Sið- astliðin í'jögur ár haföi Sveinn Jósúa verið í vinnumennsku í Sælu- 'gerði og alltaf hafði húsfreyjan ver ið' svona digur. Hann lagði fyrir sig þá spurningu hvernig þau kæmust bæði fyrir i hjónarúminu. — Kann- ske hagræða þau því einhvern veg- inn. Svo fleygði hann stráinu, fékk sér annað, dró það upp með löngu sígandi átaki og japlaði ú safarík- um leggnum. Það var vor, blár hirninn og sólin í heiði. Upplitað bárujárnið var heitt viðkomu, tíbráin í loftinu, og það var þægileg deyfð og molla þarna sunnanundir húsveggnum. Húsfreyjan hengdi föturnar til þerris á giröinguna. Sólin glamp- aði á hvitaemaleringuna, svo hana skar í augun. Þarna kom strákur- inn hlaupandi. Hann var með kött- inn í fanginu, „títan og títan og títan“ sönglaði hann. Svo settist hann á dyrahelluna og strauk um kviðinn á kettinum, sem malaði værðarlega. „Títan, títan og títan“. Þetta var heimskt og iila siöað barn, götustrákur úr Reykjavík. — Sjálf kunni hún að ala upp börn, mátti sjá það á henni Önnu Rósu, já henni Önnu Rósu; það var sér- stök gáfa, víst um það. Anna Rósa hafði verið í gagnfræðaskóla í vet- ur, nú sat hún inni í stofunni og saumaði, hún Anna Rósa. „Titan og titan" sönglaði strák- urinn. Guð mátti vita hvað harin meinti með þessari vitleysu. „Get- urðu ekki hætt þessu ósiðlega stagli?“ sagði konan. Skugginn hennar féll á strákinn og þvermál hans náði yfir alla dyrahelluna. :—. Strákurinn sleppti kettinum. „Geturðu ekki hæti aö segja títan?“ spurði konan og byrsti sig. „Þá kemur tutlan“. Svo stökk hann á fætur og steypti sér koll- hnís, einn, tvo, þrjá, suður hlað- varpann. Sveinn Jósúa horfði á þetta allt saman. Nú var hann að hugsa um Önnu Rósu. Hún var lagleg hún Anna Rósa, fannst honum, já fall- eg einsog ung hryssa, nýfarin úr hárum, sem bregður á leik i hrossa- hópnum, — faxið og sterturinn, það minnti á hárið hennar Önnu Rósu, þegar það flaxaöist til í vorgolunni. Grasmaðkur skreið eftir buxna- skálminni hans. Hálfgleymd setn- ing kom uppí hugann: „Betra er að vera maðkur i lundi Dafne en gestur konunga“. Hann braut um þetta heilann nokkra stund, hafði víst lesið það í bók. Svo gafst hann upp og spýtti grænleitri strátuggu útí grasið i varpanum. „Sveinn Jósúa! Sveinn Jósúa!“ Kallið barst til hans á titrandi öld- um loftsins og ýfði yfirborðiö á sof- andi meðvitund hans.. Húsmóðirin kom skrefþung vestur stéttina „,Þú verðúr að fara með henni Önnu Rósu og taka saman ullina. Hann getur komið á þá og þegar, heyr- irðu það, Sveinn Jósúa? Gráni stendur bundinn með reiðinginn fyrir norðan.“ Hún þagnaði og Sveinn Jósúa lauk upp augunum. Svo reis hann á fætur og teygði sig, fyrst vinstri handlegginn, þann hægri og stóð svo og opriaði munn- inn og sva’g loftið með ósjálfráð- um vöðvasamdrætti niðri í kokinu. Harin sá Önnu Rósu streýma fyrir húshornið, og svo vöknuðu líkams- hlutar hans einn af öðrum. Gráni stóð bundinn fyrir norðan, og reiðingurinn var á honum. Hann var gamall og reyndur klafaklár og löngu búinn að myndg, sér þá hagnýtu lífsskoðun, að bezt væri að' takmarka hreyfingu sina við lág- rnarkið. Nú stóð hann þarna bund- inn, og hann hengdi hausinn, og það fóru smávegis viprur um snopp una, og hann var með nýja hrúgu af volgu taði fyrir aftan sig. Sveinn Jösúa leysti Grána og fleygði upp- á hann pokunum. Svo togaði hann í tauminn og gekk álútur á eftir Önnu Rósu austur traðirnar. Þau fóru gegnum traðahliðið, yfir brú- arholiö og gegnum hliðið á graö- hestagiröingunni. Stökkur hrossa- punturinn brast undan fótum þeirra, þar sem hann hreykti sér þrjózkufullur uppúr hæstu mosa- þúfunum. Hann hafði staðið af sér illveðurshrinur vetrarins og vildi ekki víkja fyrir grænni grósku hins nýja vors. Gráni gamli bar seinlega fyrir sig fæturna. Það var laus und- ir honum einhver skeifan, og það marraði þurrlega í annarri aftur- löppinni. Svo lyfti hann taglinu hóglátlega og loftstraumur gekk afturaf honum. Hundurinn rak lestina. „Kannske fer hann aö rigna“, sagði Anna Rósa. „Já, kannske hann fari að rigna“, sagði Sveinn Jósúa, „Vonandi náum við ullinni áður. Hún er víst alveg skraufþurr“, sagði Anna Rósa. „Já, hún er víst alveg skraufþurr", sagði Sveinn Jósúa. Hann horfði á Önnu Rósu, þar sem hún gekk við hlið hans. Brjóstin upp og niöur við hverja lialdur Óskarsson hreyíingu, og hann langaði til að rétta út hendina og káfa á allri þessari heitu mýkt. Og Gráni gamli, sem var stagaður í vinstra nára og átti óhægt um alla hreyfingu, rölti eftir þeim. Hann var að hugsa um, þegar hann æddi um þessa -girðingu með fans af hryssum á báða bóga. Og svo, svo var hann bundinn niður einn heitan dag fyrir mörgum árum, sársauki og mikið af flugum, en smám saman hafði honum batnað, og svo varð hann bara geðlaus klafaklár, sem takmarkaði hreyfingu sina við lág- markið. Hann lyfti hausnum ögn og frísaði. — Sveinn Jósúa horfði á Önnu Rósu einsog ungur tarfur. „En hvað ullin er heit og mjúk“, sagði Anna Rósa. Hún lét sig falla afturábak í ullarbinginn. „Hún hefur þornaö vel“, sagð'i Sveinn Jósúa. Hann stóð með pokann í annarri hendi og vafði hvítum ull- arlagði um fingur sér. „Það er gam- an að liggja í ullinni“, sagði Anna Rósa. Hún horfði á Svein Jósúa og var útbreidd þarna fyrir framan hann í ullinni. Og Sveini Jósúa, fannst blóð sitt ýrnist þjóta með ofsahraða uppí höfuðið eða þjapp- ast niðurí líffærin. Honurn varð lit- iö uppá móann, og hann sá hund- inn spenna klærnar og krafsa mosann afturundan sér umleiðog hann veðraði í goluna. Hann lyfti augliti sínu, og hann sá regnbólstr- ana færast yfir loftið. „Hann fer líklega — að koma á“. Orðin hálf- slitnuðu á vörunum. Anna Rósa var staðin á fætur. Fyrstu þungu regndroparnir féllu á Svein Jósúa, þar sem hann rölti upp mýrina meö Grána við hönd sér. Troðnir ullarpokarnir héngu á klökkum, þeir snéru end- um niður og strukust við votan hrossapuntinn. Anna Rósa hafði stytt sér leið. Hún fór neðar og stefndi beint á bæinn. Hundarinn fylgdi henni. Og Sveinn Jósúa fór gegnum hliðið á graðhestagirðing- unni, yfir brúarholið og gegnum traðahlið'ið. Hann lét ullina í hest- húsið og spretti af Grána, sem stóð eftir með vota lend og bóga, en þurr á bakinu og niðurá síðurnar. Hann sá hvernig droparnir kornu fljúgandi og mörkuðu lautir í þurra blettinn, þar til hárið varð gegnvott og droparnir hrundu af því. Svo klofaði hann á bak, og hann fann hvernig vætan úr hári hestsins síaðist gegnum buxurnar inn og hjakka nokkur spor á smá- og rann um hörund hans. Svehin Jósúa hreyfði fæturna, og Gráni svaraði með því að hrista stert- inn og hjakka nokkur spor á smá- stigu valhoppi. Hann sté af baki við traðahliðiÖ og tók útúr Grána, sem opnaði kjaftinn og lét mélið detta útúr sér. Sveinn Jósúa labb- aði heim traðirnar, og hann lét beizlistauminn dragast á eftir sér, og hann var í þungum þönkum. Hann horfði á húsmóðurina, sem þvoði mjólkurföturnar uppúr tunnu við bæjarvegginn. (Teikn.: Bolli Gústafsson).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.