Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 22

Tíminn - 24.12.1958, Blaðsíða 22
I I f- } Jónas Sveinsson frá Austiuiöndum og klætt aö sið Austurlandabúa. Flugið á milli Róm og Kairó tekur um niu kluldcu stundir. En einhvern veginn . gekk mér illa að' sofna og var það máske vegna eftirvæntingar og tilhlökk- unar. Ég vildi ómögulega verða ái því að sjá Egyptaland við komu.na þangað frá flugvélinni, enda heið- ríkt eins og vant er á þessum slóð- um og útsýni hið bezta. Við flug- um austan við Deltuna svonefndu, inn yfir þúsundir eyja og hólma, sem myndazt hafa þar sem Níl á mörgum tugum alda hefur mætt Miðjarðarhafinu. Úr lofti séð líkt- ist þessi svonefnda Delta skræpött'u teppi. tíglóttu og marglitu. Ber þar mest á grænum, brúnum og gulum reitum, og smá kofaþyrpingar sjást þar á víð og dreif. Langt til vinstri, svo langt sem augað eygir, sést aðeins gulbrún eyðimörkin og svo Suez-skurðurinn, er líktist bláleitu bandi í eyðimerkurauðninni.. Flug- stjórinn, mjög geðþekkur maður, bandariskur, er dvalið hafSi á ís- landi og minntist klökkur töfra þess lands, var ávallt reiðubúinn til þess að benda mér á merkilega staði. „Þarna langt í austri er Gyðingaland“. Hvílík óra eyði- merkurleið, hugsaði ég, og minnsta kosti einir 600 kilómetrar til Kairó. Hér ríkja, næstum tilefnislitið, næstum því daglega, miklir sand- stormar, er fylla augu og vit ferða- mannsins, enda einn mesti kirkju- garður veraldar. Þessa leið fóru ung hjón fyrir tæpum tvö þúsund árum. Maðurinn leiddi asna er á sat kona, með kornabarn i fanginu, Jós ep og María, kona hans, á flótta frá harðstjórn Heródesar til lands frels is þeirra tima, með Jesúm Krist, frelsara vorn, nýfæddan. Hvergi sézt þarna grænn blettur, nema meðfram Suez-skurðinum, heldur miklar sandöldur og smá hæðir og svo sandreykur, er líktist venjuleg- um skafrenning hér hjá okkur að vetrinum. Ofarlega i Deltunni skipt ist Nil í 3 aðal álmur. Við austustu álmuna, aðskilin með mjóu sundi, stendur bær einn, er áður fyrr var mikil siglingaborg, Pelusíum að nafni. Þar gerðist atburður fyrir tvö þúsund árurn siðan, er breytti heimssögunni að ráði. Það bar svo til þá, að rómverskir hershöíðingj- ar börðust um heimsyfirráðin, en það voru aðallega Julius Cæsar og samlandi hans, hinn víðkunni her- foringi, Pompejus. í sjóorustu nrik- illi, er þeir háðu við Farsalos, beið Pompejus og hersveitir hans ósigur fyrir Júlíusi Cæsar. Flúði hann með leifar skipa sinna til Egypta- lands, því þar taldi hann sig eiga vinum að fagna. En þetta fór á annan veg. Er þáverandi Faraó frétti um komu hans og óskir um landvistarleyfi, hélt hann fund með sinum ráðgjöfum og þá sér- staklega um það, hvað til bragðs Frá höfninni í Kairo í ósum Nílar. Gyðian Nefretete I. Töfrar sögunnar. Mér er það í barnsminni hversu hrifinn og innilega giaður ég varð, er mó'ð'ur mín gaf mér ágrip af mannkynssögu Páls Melsteds. Minn ist ég ekki, að hafa nokkru sinni fyrr né síðar lesið ‘bók, sem veitti mér aðra eins ánægju. Ég las hana strax spjaldanna á milli og var sem nýir heimar opnuðust fyrir mér á hverri síðu. Og það sem fullkomn- aði þessa sögunautn mína, voru útskýringar móður minnar, því ávallt var hún vakin og sofin að auka áhuga minn fyrir nauð'syn- legu námi, raunar í hverri náms- grein sem var. Á þessum árum man ég ekki til þess, svo að ég nefni dæmi, að ég heyrði Þjórsár okkar getið, nema máske hafi eitthvað verið minnzt á það vatnsfall í hinum kunnu al- þingisrímum, sem flestir, og þar á meðal ég, skrákhvolpurinn, kunni svo að segja utanbókar. Aftur á móti vissi ég talsvert um aðra stórá í fjarlægu landi, ána Níl. Mér var tjáö að hún mundi vera lengsta fljót veraldar, og að án hennar væri hið fornfræga menningarland, Egyptaland, ekki til, og um það land vissi ég einnig margt. Ég las um pyramídana, og þá frásögn Heródóts, að í tugi ára hefði eitt hundraö þúsund manna strxtast við, í þrælavinnu, að byggj a þessi mikilfenglegu grafhýsi. En það sem alveg sérstaklega vakti eftirtekt mína og athygli voru frá- sagnir um það, að þarna haíði frelsarinn Jesús Kristur dvalið um skeið x æsku, ásamt foreldrum sín- um. Til þessa lands var Jósep seld- ur mansali og komst hann til mik- illa metorða vegna gáfna sinna og drengskapar. Þá las ég um ævin- týri Alexanders mikla, Kyrusar Persakonungs, og margt annað, sem bundið var við sögu þessa mikla ævintýralands. Allar þessar frá- sagnir frá grárri fornöld orkuðu mjög á mig, og snemma mótaðist sú hugsun hjá mér, að ekkert land væri líkt Egyptalandi og að rnikið takmark væri það, að' sjá land þetta ' með eigin augum og þau merku * ' minnismerki, er fornar kynslóðir höfðu byggt frá ómuna tíð. Fyrir tveimur árum átti ég þess loksins kost að ferðast til þessa lands. Má þangað komast með ýmsu móti t.d. með skipum frá Ítalíu eða Frakklandi, máske einnig frá Danmörku og víðar. Eins var einnig talið kleift að fara í bíl yfir Balkanskagalöndin og yfir löndin fyrir botni Miðjarðarhafsins, en slíkt ferðalag mundi bæði dýrt og tafsamt. Að öllu samanlögðu taldi ég einfaldast og ódýrast að fara með flugvél frá Rómaborg til Kairó og þann kostinn tók ég. Ásamt fjölskyldu minni tók ég mér far með bandarískri flugvél frá Rómaborg seint um kvöld, og fannst mér það út af fyrir sig ævintýri að veita samferðamönnum mínum eí'firtekt, þv’ að flest var það fólk

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.