Vísir - 30.04.1933, Blaðsíða 17
vísrR
SO. aprfl 1933.
á þeim svæðum og í þeim
framleiðslugreinum, þar sem
bestu lifsskilyrði hennar eru
fyrir hendi. Sérhver grein
vinslustarfseminnar á sitt sér-
staka sögulega blómaskeið, en
þær eiga líka æ síðan einhvern
vigðan reit innan vébanda
framleiðslulífsins, þó að heild-
arhættir þess breytist frá rótum.
IL Hin íslenska vinslu-
starfsemi.
Af því, sem sagt hefir verið
hér að framan um félagsskil-
yrði hinna ýmsu greina
vinslustarfseminnar, er skilj-
anlegt, að aðeins hin uppruna-
lega grein hennar, heimilisiðn-
aðurinn, gat þrifist hér á landi
svo að nokkuru næmi, fram til
aldamótanna 1800. Þá var höf-
uðstaður landsins, Reykjavík,
enn lítið þorp, með eitthval
300 íbúum, og þó að liér hafi
verið stærsti markaðurinn inn-
anlands, töldust aðeins 5 menn
stunda iðnað, sem sérstaka at-
vinnugrein. Ann'ars staðar
voru þeir þá ekki til. Eftir þvi
sem þjóðinni fjölgaði og bæ-
irnir urðu fleiri og stærri,
óx handiðnaðarstarfseminni
smám saman fiskur um hrygg.
Árið 1850 var tala íbúanna i
Reykjavík komin upp í 1150
og sama ár taldir 40 iðnaðar-
menn; á Akureyri 430 íbúar
og 11 iðnaðarmenn. 1880 var
íbúatalan á öllu landinu 65.-
800, þar af töldust til iðnaðar-
ms 1500, eða 2.1 á h. Sömu
tölur árið 1920 voru: 86.400,
11200 og 11.8. Um aldamótin
1800 voru hér aðeins stundað-
ar 4 iðngreinir: tré-, járn-, skó-
og bakaraiðn. Síðan hefir þeim
fjölgað ört, einkum á þessari
öld, eins og dæmin sýna og
prófreglugerðir um iðnaðar-
nám bera glögt með sér. Sam-
kvæmt reglugerð frá 1903 eru
hinar prófskyldu iðngreinir
25. 1928 eru þær orðnar um 50
talsins.
Þó að handiðnaðurinn tæki
að ryðja sér þetta til rúms í
bæjunum eða þorpunum á síð-
astliðinni öld, gat það ekki
liaft nein bein áhrif á heimil-
isiðjuna í sveitunum. Aðeins
viðskiftin við útlönd voru fær
um það. En þau voru fyrir það
mesta með sama sniði og á ein-
okunartímunum, fram að
þeim tíma, er verslunin var
alveg gefin frjáls, laust eftir
miðja öldina. Á fyrsta fjórð-
ungi aldarinnar voru erlendu
viðskiftin stundum meira að
Altaf nýbpent — bragðgott — sterkt og drjilgt.
Nýja Kaffibpenslan, Adalstræti 9.
A. HAKANSSON
MÁLNINGARVERKSMIÐJA
— REYKJAVÍK —
Allar tegundir af olíurifnnm litum.
„MATTOL" löguð mött oliumálning.
Löguð fljótþornandi oliumálning
í mörgum litum.
„REGOLINE" lakkmálning í sömu litum.
„FERROLINE" ryðverjandi málning
fyrir járnvirki og skip.
„REGOL-GÖLFLAKK" pornar fljótt og liart.
Kítti, klístursspartl og oliuspartl.
•'i •. 4
, l \
Sent gegn eftirkröfu um alt land.
v í ;
t ' l \
' > ' ‘ ■
Aðalútsölnstaður:
- ■ ; r
f í
„REGNBOGINN
MÁLNINGARVERSLUN
(August Háícansson)
Laugaveg 19. — Sínrti 4896.
Cl
11
n
SKILTA- OG AUGLÝSINGAGERÐ.
Afgr.: Laugaveg 19. — Sími 4896.
Allskonar tré-, járn-, Ijósa- og gylt glerskilti, dyraspjöld,
glugga- og götuauglýsingar og (Reklame) auglýsingar. —
segja stopulli en oft áður,
vegna ófriðar þess er Ðanir
áttu í við Englendinga um'
þær mundir. Lengi framan af
var tóvinnan, fyrst og fremst
vaðmál, fyrir utan vararfeldi,
önnur aðalverslunarvara Is-
lendinga. Óunna ull var ekki
farið að flytja út svo getið sé
fyr en þá á seinni hluta 17.
aldar, nema eitthvað af reif-
um í fornöld. En á 18. öldinni
var hún orðin töluverð versl-
unarvara, þó að hún kæmi
ekki í verslunartaxta fyr en
1776. Eftir að verslunin var
gefin frjáls, hækkaði verð ull-
ar til muna. Jafnframt varð
hinn erlendi iðnaðarvarningur
bæði auðfengnari og auð-
keyptari og útflutningur ísl.
tóvinnunnar minkaði brátt, en
óunna ullin varð aðalvarning-
urinn. Þess ber raunar að
geta, að skýrslur þær um út-
flutning á tóvinnu, sem til eru
síðan frá fyrsta fjórðungi 17.
aldar, gefa á engum tírna
rétta hugmynd um útflutning
á tóvörunni, því að ætíð var
skift við farmenn og fiski-
menn í lausaverslun kring um
alt land. Samt voru flutt út,
samkvæmt skýrslum þessum
1774—1783, t. d. til jafnaðar
146.39S pör af sokkum og
103.082 pör af vetlingum ár-
lega. Yfirleitt virðast skýrsl-
urnar bera með sér, að út-
flutningur á prjónlesi hafi
heldur farið vaxandi frá þvi á
17 öld, en stöðugt minkandi á
vaðmáli frá því að einokunar-
verslunin hófst, en einkum þó
á seinni hluta 18. aldar. Ullar-
band verður fyrst að útflutn-
ingsvöru seint á 18. í
| Allan þennan tíma, eða frá
því á landnámstíð, var tóvinn-
an, einkum vaðmálið, einn-
ig aðalvara landbúnaðarins í
j vöruskiftum hans við sjávar-
síðuna. Tóvinslan hefir því,
i eins og að líkindum lætur,
I ætíð verið höfuðgrein islensku
heimilisiðjunnar, og fáar, ef
þá nokkurar, aðrar iðnaðar-
i vörur gengið, svo að teljandi
sé, manna á milli i varnings-
skiftunum. Þó er þess getið, að
t. d. norður á Ströndum, þar
sem sérstaklega var mikið um
rekavið, hafi tré eða beykisiðn
verið stunduð meira en ann-
ars staðar, og því ýmsir munir
úr tré flust þaðan til annara
landshluta.
Margt ber þess ljósan vott,
að mikið hefir borið á hagleik
og listfengi í íslenskum iðn-
aði á öllum timum. Þó komu
ætið hinir dýrustu munir
(vopn og skrautgripir) og hin
bestu skartklæði erlendis
frá, einkum sem gjafir þjóð-
höfðingja eða annara „ríkra“
manna, að minsta kosti á
þjóðveldistímunum, enda
voru þeir hér mjög sjaldséð-
ir og mjög i metum hafðir.
En það, sem kalla mætti list-
iðnað i islenskum iðnaði, hef-
ir samt altaf þekst í sumum
greinum hans, einkum i gerð
ýmsra trémuna og í ábreiðu-
eða klæðisgerð. Þessi grein
hinnar íslensku heimilis-
starfsemi hefir sumpart verið
einn liður í mentun hinnar
æðri stéttar, fyrst og fremst
kvenþjóðarinnar; sumpart var
hún ávöxtur framúrskarandi
hagleiks og listfengi.
Miklum hluta af hinni is-
lensku iðnaðarvinslu heimil-
anna hefir þar fyrir án efa
verið mjög ábótavant alla tíð
eftir lok þjóðveldistímans.
Einangrunin og viðskiftaleysið
hlutu að hafa þær afleiðingar
þegar fram í sótti. Auk þess ól
verslunaránauðin upp óvand-
virkni og kæruleysi, ef ekki
prettatilhneigð hjá almenn-
ingi i allri vinslustarfseminni.
Verðið var fast ákveðið í
kaupskrám og auk þess rikti
í viðskiftum hinna erlendu
einokunarkaupmanna aðeins
handahóf og yfirtroðslur, en
ekkert viðskiftasiðgæði.
Brátt eftir að Noregskonung-
ur hafði tekið verslunina í sín-
ar hendur, heyrðust kvartanir
yfir því, að vaðmálið væri nú
orðið mun óvandaðra en áður,
og gaf konungur því út ýms
fyrirmæli, er lutu að gerð þess.
Á einokunartímunum heyrð-
ust stöðugt kvartanir um það
af hendi kaupmannanna að
hið íslenska vaðmál og prjón-
les væri svo slæmt að öllum
frágangi, að ekki væri unt að
koma sumu af því út á erlend-
um markaði. Hafði litla eða
enga þýðingu þó að oft og
stranglega væri vandað um
þetta við landsmenn; alt sótti
í sama horfið aftur. En mun-
urinn á vinnubrögðunum var
í þennan tima mjög mikill í
hinum ýmsu landshlutum. Á
Norður- og einkum Austur-
landi var vinslan góð; á Suð-
ur- og Vesturlandi aftur á
móti mjög lakleg. Á 19. öid-
inni var enn alveg sama máli
að gegna í þessu tilliti. Vegna
þess hve íslenska tóvaran var
misjöfn að gæðum,gekk hún þá
mun ver á erlendum markaði
en t. d. færeysk tóvinna, sem
var svo jöfn, að hún var al-
ment seld eftir vigt. Á seinustu
áratugum hefir ýmislegt verið
gert til að bæta heimilisiðnað-
inn og mun hann nú vera al-
ment í miklu betra lagi en oft
áður.
Það mun altaf hafa tíðkast
hér, að einstöku menn stund-
uðu einhverja iðngrein nær
eingöngu, eða sem kalla
mætti sérstaka atvinnugrein,
sennilega vanalega í þjónustu
sama stórbúsins. Vegna hinn-
ar hægfara félags- og við-
skiftalegu þróunar Islands, af
völdumöalda pólitiskrar og við-
skiftalegrar erlendrar énauð-
ar, var samt blómaskeið
handiðaðarins í nágranna-
löndunum fyrir meira en einni
öld gengið úr garði þegar það
sem slíkt fyrst gat farið að
festa rætur hér. Fyrsta vísinn
að iðjustarfsemi er þá heldur
ekki að finna liér, fyr en á
allra síðustu árum, ef gengið
er fram hjá þeim tilraunum i
þá átt, er Skúli Magnússon
landfógeti beitti sér fyrir á 3.
fjórðungi 18. aldar, en sorg-
lega litinn árangur báru, þrátt
fyrir ötula og drengilega bar-
áttu þess ágæta manns og all-
ríflegra fjárframlaga og stuðn-
ings konungs.
Enda þótt skilyrðin fyrir
þróun iðju séu þröng hér hjá
oss, fyrst og fremst vegna fá-
mennis þjóðarinnar og fá-
breytni hráefna eða efnivöru-
lindanna, hefir hinn ungi vis-
ir til smáiðju, sem hér er nú
5