Vísir - 30.04.1933, Blaðsíða 33
VlSIR
30. apríl 1933.
Húsgagnasmiðja
Gnðmnndar Grímssonar
Laugaveg 60. - Sími 2517.
Smíðar allskonap
liixsgögn eftip
beiöni.
Hefi fyrirliggj andi
svefnkepbepgis-
kúsgögn o.fi.
ITönduðnst iriima! Fyrsta flokks efxii! Sanngjarut verð!
vann fyrst einsamall, en vi'cSskiftm
jukust brátt og hefir svo veri'S til
þessa. Árið 1931 bygði hann stór-
hýsi við Skólavörðustíg og Berg-
staðastræti og hefir hann þar nú
vinnustofu og sölubúð.
Friðrik er iðnaðarmaður góður,
lipur og ötull, eins og þróun at-
vinnureksturs hans ber ljósastan
vott um.
Hf. Efnagrerð Reykjavikur,
sem er eitt af stærstu iðnaðarfyr-
írtækjum landsins, hefir.átt mik-
inn og góðan þátt í þeim fram-
iörum, sem orðiS hafa í íslenskum
iðnaði. Hefir fyrirtækið lagt mikið
i kostnað við öflun á nýtísku vél-
um til framleiðslu á brjóstsykri,
súkkulaði o. m. fl., sem þarf til
framleiðslu á fyrsta flokks vör-
um. Er h. f. Efnagerð Reykjavík-
ur stærsta og fjölbreyttasta
fyrirtæki sinnar tegundar hér á
landi, og nýtur hins fylsta trausts
viðskiftamanna sinna, sem og
neytenda framleiðslunnar um land
slt, fyrir vandaða og góða fram-
leiðslu. Fyrirtækið hefir frá byrj-
un haft þá föstu reglu, að láta
enga framleiðslu á markaðinn fyr
en að lokinni ítarlegri og fullkom-
inni rannsókn í hvert skifti, svo að
vörutegundirnar séu fyllilega sam-
bærilegar við bestu samskon-
ar tegundir erlendar. Efnagerðin
byrjaði fyrst á alls konar bragð-
bætisvörum til brauða og köku-
gerðar, ásamt kryddvörum og
bragðbætisvörum til matargerðar
o. fl. Einnig hóf fyrirtækið
snemma framleiðslu á fegurðar-
vörum ýmis konar og hreinlætis-
vörum, vörum til rafmagnsstöðva
og bifreiðastöðva, og seint á ár-
inu 1927 var farið inn á enn nýtt
svið og byrjað á brjóstsykurgerð
og sælgætisgerð og var orðinn
einn stærsti framleiðandi þeirrar
vörutegundar rúmum þremur ár-
um síðar. Efnagerðin hefir einnig
með höndum súkkulaðiframleiðslu
og eru aðallega gerðar tvær teg.
suðusúkkulaði og „Overtræk“-
súkkulaði, sem verksmiðjan kallar
varmylsku. Allar þessar vöruteg-
undir Efnagerðarinnar eru sam-
bærilegar við bestu sams konar
framleiðslu erlendis. Vörugæði
fyrirtækis þessa eru þjóðkunn,
enda vinsældir þess um land alt al-
kunnar. Þetta byggist vitanlega á
því mest, að Efnagerðin hefir öll
Ávalt fyrirliggjandi
fallegt íirval af
kápu- og
dragtaefni
og alt tilheyrandi.
Sendi í póstkröfu út
um land.
Sig. Gnðtnundsson
Sími <4278 — Laugaveg 35.
^skilyrði fyrir hendi til þess að
framleiða fyrsta flokks vöruteg-
undir, svo sem fullkomna efna-
fræðilega sérþekkingu o. m. fl.,
sem útheimtist til framleiðslu á
ágætisvörum, er standast saman-
burð við ■ erlendar vöruteg-
t undir. — Efnagerðin hefir nú
til afnota að mestu þrjár
hæðir í stórhýsinu Laugaveg 16
og þrjár hæðir í útbyggingu eða
samtals 28 herbergi og geymslu-
hús úti í bæ, en starfsmenn og
: konur eru um 30 alls. Efnagerðin
bar s.l. ár fjórfalt hærri opinber
gjöld en öll önnur sams konar
fyrirtæki hér i bæ til samans, og
1 sýnir þetta alt hve viðskiftavelta
fyrirtækisins er mikil og traustið
á þvi alment. — Hinum ágæta
áiangri, sem náðst hefir, má þakka
ágætri stjórn, kunnáttu og skiln-
ingi á þeirri nauðsyn, að þjóðin
sé sjálfbjarga á sem flestum svið-
um. Eftir þessu hefir verið breytt
í allri starfrækslu h.f. Efnagerðar
Reykjavíkur.
H.f. Pípuverksmiðjan,
Reykjavík.
Eitt af frumskilyrðiun hverrar
inenningarborgar, — grunnskilyrð-
ið, mætti segja, — er fráræslukerf-
ið, sem flytur rigningarvatn af
þökum og götum og vatn, sem not-
að hefir verið í húsunum og ó-
hreinindi frá snyrtitækjum til sjáv-
ar. Án þess myndi alment hrein-
læti verða lítt framkvæmanlegt og
heilbrigðisöryggi fólks nokkru
minna en nú er.
Undir hverri einustu götu í nú-
tímaborg liggja misjafnlega víð
holræsi, sem frárenslispípur hvers
einstaks húss eru tengdar við. Hol-
ræsin liggja til sjávar, eða út að
fljótum eða ám, þar sem borgir
eru þannig settar.
Fyrstu holræsin í Rvík voni
lögð um aldamótin síðustu. 1 þau
voru notaðar pípur úr brendum leir,
sem fluttar voru inn frá útlöndum.
Það var ekki fyr en eftir siðustu
aldamót, að byrjað var á því í heim-
inum, að búa til frárenslispípur úr
sandi og sementi, en síðan hefir
það hvarvetna verið gert, og' gef-
ist jafn vel eða betur en leirpíp-
urnar.
Á fáum sviðum iðnaðarins höf-
um við íslendingar verið jafn ör-
skamt á eftir öðrum þjóðum, eins
og í pipu- og steinsteypuvörugerð.
Höfum við þar notið glöggskygni
og árvekni Jóns Þorlákssonar verk-
fræðings. Árið 1904 kom hann á
fót fyrirtæki, sem framleiddi múr-
stein. En árið 1906 stofnaði hann
hlutafélagið Pípuverksmiðjuna. Var
þá þegar byrjað á að búa til píp-
ur úr steinsteypu og nokkuð af
húsagerðarsteini. Síðan höfum við
íslendingar verið okkur sjálíum
nógir i þessum efnum.
ÖIl þessi ár hefi.r Pípuverksmiðj-
an dafnað ágætlega og reynst vera
heilbrigt og þarflegt fyrirtæki.
Hefir framleiðslan vaxið með ár-
unum, en sérstaklega hefir hún þó
aukist hvað fjölbreytni snertir, á
síðustu árum. Er nú svo kftmið, þó
ýmsuin kynni ef til vill að virðast
ótrúlegt, að Pípuverksmiðjan er
með allra stærstu og fjölbreyttustu
fyrirtækjum á Norðurlöndum, á
sínu sviði.
í verksmiðjunni er nú búið til
um sextíu tegundir og gerðir af
steinsteypuvörum. Má þar til nefna
allar stærðir af pípum, holsteina,
skilrúmasteina, múrsteina, netja-
steina, gangstéttahellur, kabalhlíf-
ar, girðingastöpla, skrautker. Alveg
nýlega hefir verksmiðjan byrjað að
búa til Iegsteina úr liststeini. Sér-
staklega er þó ástæða til að geta
um framleiðslu verksmiðjunnar á
skjólplötum úr íslenskum vikur. Er
vikurinn fluttur á bílum alla leið
austan úr Þjórsárdal. Eru steypt-
ar úr honum plötur, hálfur fermet-
er að stærð og minni, sem svo eru
notaðar til að klæða með útveggi
íbúðarhúsa. Samkvæmt þegarfeng-
inni innlendri reynslu og erlend-
um prófunum, er hér um ágætt
cinangruiíarefni að ræða, og sér-
staklega varanlegt.
Er það vel farið, að nú hefir
fundist í landinu sjálfu einangrun-
arefni, er leyst geti af hólmi kork
og önnur slík efni, er árlega hafa
verið flutt inn fyrir talsvert fé.
Á síðustu árum hefir Pípuverk-
smiðjan greitt í vinnulaun sextíu
—áttatíu þúsund krónur árlega.
Vinna þar nú að jafnaði tólf menn,
og fleiri á stunrum.
Ríkisprentsmiðjan
Gutenberg
tók til starfa í ársbyrjun X930,
en ríkissjóður hafði þá keypt af
Hlutafélaginu Gutenberg prent-
smiðjuvélar og -áhöld, ásamt hús-
eigninni í Þingholtsstræti 6. Var
þegar í byrjun keypt nokkuð af vél-
um og áhöldum til viðbótar, auk
þess sem allar eldri vélar fengu
rækilegar aðgerðir og endurbætur.
Rikisprentsmiðjan prentar fyrst
og fremst fyrir ríkissjóð og ríkis-
stofnanir, en auk þess skifta við
prentsmiðjuna ýms félög og ein-
staklingar, sem áður voru viðskifta-
menn prentsmiðjunnar.
Prentsmiðjan Gutenberg hefir
prentað ýmsar bækur og rit, er mest
hefir þótt kveða að í íslenskri bóka-
gerð. Biblíuþýðing sr. Haralds Ní-
elssonar, sem breska biblíufélagið
gaf út, er prentuð þar, og sömu-
leiðis Orðabók Sigfúsar Blöndals.
Myndablaðið „Óðinn“ var prentað
þar frá upphafi, en áður en Guten-
berg tók til starfa, mátti heita, að
myndir væri ekki prentaðar hér á
landi, svo að í nokkru lagi færi.
Skj'rslur Hagstofunnar hafa altaf
verið prentaðar í Gutenberg, en þær
eru vandasömustu og umfangsmestu
töfluverk hér á landi. í Rikisprent-
smiðjunni er nýja Lagasafnið
prentað, og þar er nú verið að vinna
að útgáfuin Fornritafélagsins af Is-
lendingasögum.
F ramkvæmdast j óri Ríkisprent-
smiðjunnar er Steingrímur Guð-
mundsson, fæddur 189(1, í Gufudal.
Lærði prentiðn á Isafirði 1905—
1910, vann síðan á Akureyri, í
prentsm. Odds Bjömssonar og í
prentsm. Gutenberg í Rvík. Vann
í Kaupmannahöfn 1914—1918,
sigldi þangað aftur 1919, og vann
samfleytt 10 ár í prentsm. Gylden-
dals, uns hann tók við stjóm Rikis-
prentsmið j unnar.
Smíðastofan Reynir.
Jónas Sólmundsson er fæddur
1905 í Reykjavík. Lærði hús-
gagnasmíSi hjá Jóni Halldórssyni
& Co. Dvaldi síSan 2 ár í Þýska-
landi til frekara náms.
Garðar Hall er fæddur 1907 á
Þingeyri. LærSi húsgagnasmíSi
hjá Jóni Halldórssyni & Co.
Dvaldi síSan, eins og Jónas félagi
hans, 2 ár á Þýskalandi til frekara
náms.
Ólafur B. Ólafs er fæddur 1908
í Mýrarhúsum á Seltjarnamesi.
LærSi einnig, eins og félagar hans,
húsgagnasmíSi hjá Jóni Halldórs-
syni & Co. Dvaldi síSan 1 ár í
SvíþjóS, til þess aS framast í iðn
sinni.
Þessir 3 menn reka i sameiningu
húsgagnavinnustofu á Vatnsstíg 3,
er þeir nefna „SmíSastofan Reyn-
ir“. Era þar 8 manns aS starfi og
hafa nýtísku vélar. Þeir félagar
eru mjög vel mentaSir í iSn sinni,
eins og áSur er drepið á, dvöldu