Vísir - 30.04.1933, Qupperneq 33

Vísir - 30.04.1933, Qupperneq 33
VlSIR 30. apríl 1933. Húsgagnasmiðja Gnðmnndar Grímssonar Laugaveg 60. - Sími 2517. Smíðar allskonap liixsgögn eftip beiöni. Hefi fyrirliggj andi svefnkepbepgis- kúsgögn o.fi. ITönduðnst iriima! Fyrsta flokks efxii! Sanngjarut verð! vann fyrst einsamall, en vi'cSskiftm jukust brátt og hefir svo veri'S til þessa. Árið 1931 bygði hann stór- hýsi við Skólavörðustíg og Berg- staðastræti og hefir hann þar nú vinnustofu og sölubúð. Friðrik er iðnaðarmaður góður, lipur og ötull, eins og þróun at- vinnureksturs hans ber ljósastan vott um. Hf. Efnagrerð Reykjavikur, sem er eitt af stærstu iðnaðarfyr- írtækjum landsins, hefir.átt mik- inn og góðan þátt í þeim fram- iörum, sem orðiS hafa í íslenskum iðnaði. Hefir fyrirtækið lagt mikið i kostnað við öflun á nýtísku vél- um til framleiðslu á brjóstsykri, súkkulaði o. m. fl., sem þarf til framleiðslu á fyrsta flokks vör- um. Er h. f. Efnagerð Reykjavík- ur stærsta og fjölbreyttasta fyrirtæki sinnar tegundar hér á landi, og nýtur hins fylsta trausts viðskiftamanna sinna, sem og neytenda framleiðslunnar um land slt, fyrir vandaða og góða fram- leiðslu. Fyrirtækið hefir frá byrj- un haft þá föstu reglu, að láta enga framleiðslu á markaðinn fyr en að lokinni ítarlegri og fullkom- inni rannsókn í hvert skifti, svo að vörutegundirnar séu fyllilega sam- bærilegar við bestu samskon- ar tegundir erlendar. Efnagerðin byrjaði fyrst á alls konar bragð- bætisvörum til brauða og köku- gerðar, ásamt kryddvörum og bragðbætisvörum til matargerðar o. fl. Einnig hóf fyrirtækið snemma framleiðslu á fegurðar- vörum ýmis konar og hreinlætis- vörum, vörum til rafmagnsstöðva og bifreiðastöðva, og seint á ár- inu 1927 var farið inn á enn nýtt svið og byrjað á brjóstsykurgerð og sælgætisgerð og var orðinn einn stærsti framleiðandi þeirrar vörutegundar rúmum þremur ár- um síðar. Efnagerðin hefir einnig með höndum súkkulaðiframleiðslu og eru aðallega gerðar tvær teg. suðusúkkulaði og „Overtræk“- súkkulaði, sem verksmiðjan kallar varmylsku. Allar þessar vöruteg- undir Efnagerðarinnar eru sam- bærilegar við bestu sams konar framleiðslu erlendis. Vörugæði fyrirtækis þessa eru þjóðkunn, enda vinsældir þess um land alt al- kunnar. Þetta byggist vitanlega á því mest, að Efnagerðin hefir öll Ávalt fyrirliggjandi fallegt íirval af kápu- og dragtaefni og alt tilheyrandi. Sendi í póstkröfu út um land. Sig. Gnðtnundsson Sími <4278 — Laugaveg 35. ^skilyrði fyrir hendi til þess að framleiða fyrsta flokks vöruteg- undir, svo sem fullkomna efna- fræðilega sérþekkingu o. m. fl., sem útheimtist til framleiðslu á ágætisvörum, er standast saman- burð við ■ erlendar vöruteg- t undir. — Efnagerðin hefir nú til afnota að mestu þrjár hæðir í stórhýsinu Laugaveg 16 og þrjár hæðir í útbyggingu eða samtals 28 herbergi og geymslu- hús úti í bæ, en starfsmenn og : konur eru um 30 alls. Efnagerðin bar s.l. ár fjórfalt hærri opinber gjöld en öll önnur sams konar fyrirtæki hér i bæ til samans, og 1 sýnir þetta alt hve viðskiftavelta fyrirtækisins er mikil og traustið á þvi alment. — Hinum ágæta áiangri, sem náðst hefir, má þakka ágætri stjórn, kunnáttu og skiln- ingi á þeirri nauðsyn, að þjóðin sé sjálfbjarga á sem flestum svið- um. Eftir þessu hefir verið breytt í allri starfrækslu h.f. Efnagerðar Reykjavíkur. H.f. Pípuverksmiðjan, Reykjavík. Eitt af frumskilyrðiun hverrar inenningarborgar, — grunnskilyrð- ið, mætti segja, — er fráræslukerf- ið, sem flytur rigningarvatn af þökum og götum og vatn, sem not- að hefir verið í húsunum og ó- hreinindi frá snyrtitækjum til sjáv- ar. Án þess myndi alment hrein- læti verða lítt framkvæmanlegt og heilbrigðisöryggi fólks nokkru minna en nú er. Undir hverri einustu götu í nú- tímaborg liggja misjafnlega víð holræsi, sem frárenslispípur hvers einstaks húss eru tengdar við. Hol- ræsin liggja til sjávar, eða út að fljótum eða ám, þar sem borgir eru þannig settar. Fyrstu holræsin í Rvík voni lögð um aldamótin síðustu. 1 þau voru notaðar pípur úr brendum leir, sem fluttar voru inn frá útlöndum. Það var ekki fyr en eftir siðustu aldamót, að byrjað var á því í heim- inum, að búa til frárenslispípur úr sandi og sementi, en síðan hefir það hvarvetna verið gert, og' gef- ist jafn vel eða betur en leirpíp- urnar. Á fáum sviðum iðnaðarins höf- um við íslendingar verið jafn ör- skamt á eftir öðrum þjóðum, eins og í pipu- og steinsteypuvörugerð. Höfum við þar notið glöggskygni og árvekni Jóns Þorlákssonar verk- fræðings. Árið 1904 kom hann á fót fyrirtæki, sem framleiddi múr- stein. En árið 1906 stofnaði hann hlutafélagið Pípuverksmiðjuna. Var þá þegar byrjað á að búa til píp- ur úr steinsteypu og nokkuð af húsagerðarsteini. Síðan höfum við íslendingar verið okkur sjálíum nógir i þessum efnum. ÖIl þessi ár hefi.r Pípuverksmiðj- an dafnað ágætlega og reynst vera heilbrigt og þarflegt fyrirtæki. Hefir framleiðslan vaxið með ár- unum, en sérstaklega hefir hún þó aukist hvað fjölbreytni snertir, á síðustu árum. Er nú svo kftmið, þó ýmsuin kynni ef til vill að virðast ótrúlegt, að Pípuverksmiðjan er með allra stærstu og fjölbreyttustu fyrirtækjum á Norðurlöndum, á sínu sviði. í verksmiðjunni er nú búið til um sextíu tegundir og gerðir af steinsteypuvörum. Má þar til nefna allar stærðir af pípum, holsteina, skilrúmasteina, múrsteina, netja- steina, gangstéttahellur, kabalhlíf- ar, girðingastöpla, skrautker. Alveg nýlega hefir verksmiðjan byrjað að búa til Iegsteina úr liststeini. Sér- staklega er þó ástæða til að geta um framleiðslu verksmiðjunnar á skjólplötum úr íslenskum vikur. Er vikurinn fluttur á bílum alla leið austan úr Þjórsárdal. Eru steypt- ar úr honum plötur, hálfur fermet- er að stærð og minni, sem svo eru notaðar til að klæða með útveggi íbúðarhúsa. Samkvæmt þegarfeng- inni innlendri reynslu og erlend- um prófunum, er hér um ágætt cinangruiíarefni að ræða, og sér- staklega varanlegt. Er það vel farið, að nú hefir fundist í landinu sjálfu einangrun- arefni, er leyst geti af hólmi kork og önnur slík efni, er árlega hafa verið flutt inn fyrir talsvert fé. Á síðustu árum hefir Pípuverk- smiðjan greitt í vinnulaun sextíu —áttatíu þúsund krónur árlega. Vinna þar nú að jafnaði tólf menn, og fleiri á stunrum. Ríkisprentsmiðjan Gutenberg tók til starfa í ársbyrjun X930, en ríkissjóður hafði þá keypt af Hlutafélaginu Gutenberg prent- smiðjuvélar og -áhöld, ásamt hús- eigninni í Þingholtsstræti 6. Var þegar í byrjun keypt nokkuð af vél- um og áhöldum til viðbótar, auk þess sem allar eldri vélar fengu rækilegar aðgerðir og endurbætur. Rikisprentsmiðjan prentar fyrst og fremst fyrir ríkissjóð og ríkis- stofnanir, en auk þess skifta við prentsmiðjuna ýms félög og ein- staklingar, sem áður voru viðskifta- menn prentsmiðjunnar. Prentsmiðjan Gutenberg hefir prentað ýmsar bækur og rit, er mest hefir þótt kveða að í íslenskri bóka- gerð. Biblíuþýðing sr. Haralds Ní- elssonar, sem breska biblíufélagið gaf út, er prentuð þar, og sömu- leiðis Orðabók Sigfúsar Blöndals. Myndablaðið „Óðinn“ var prentað þar frá upphafi, en áður en Guten- berg tók til starfa, mátti heita, að myndir væri ekki prentaðar hér á landi, svo að í nokkru lagi færi. Skj'rslur Hagstofunnar hafa altaf verið prentaðar í Gutenberg, en þær eru vandasömustu og umfangsmestu töfluverk hér á landi. í Rikisprent- smiðjunni er nýja Lagasafnið prentað, og þar er nú verið að vinna að útgáfuin Fornritafélagsins af Is- lendingasögum. F ramkvæmdast j óri Ríkisprent- smiðjunnar er Steingrímur Guð- mundsson, fæddur 189(1, í Gufudal. Lærði prentiðn á Isafirði 1905— 1910, vann síðan á Akureyri, í prentsm. Odds Bjömssonar og í prentsm. Gutenberg í Rvík. Vann í Kaupmannahöfn 1914—1918, sigldi þangað aftur 1919, og vann samfleytt 10 ár í prentsm. Gylden- dals, uns hann tók við stjóm Rikis- prentsmið j unnar. Smíðastofan Reynir. Jónas Sólmundsson er fæddur 1905 í Reykjavík. Lærði hús- gagnasmíSi hjá Jóni Halldórssyni & Co. Dvaldi síSan 2 ár í Þýska- landi til frekara náms. Garðar Hall er fæddur 1907 á Þingeyri. LærSi húsgagnasmíSi hjá Jóni Halldórssyni & Co. Dvaldi síSan, eins og Jónas félagi hans, 2 ár á Þýskalandi til frekara náms. Ólafur B. Ólafs er fæddur 1908 í Mýrarhúsum á Seltjarnamesi. LærSi einnig, eins og félagar hans, húsgagnasmíSi hjá Jóni Halldórs- syni & Co. Dvaldi síSan 1 ár í SvíþjóS, til þess aS framast í iðn sinni. Þessir 3 menn reka i sameiningu húsgagnavinnustofu á Vatnsstíg 3, er þeir nefna „SmíSastofan Reyn- ir“. Era þar 8 manns aS starfi og hafa nýtísku vélar. Þeir félagar eru mjög vel mentaSir í iSn sinni, eins og áSur er drepið á, dvöldu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.