Vísir - 30.04.1933, Blaðsíða 13
VÍSIR
30. april 1933.
FRAMLEIÐSLUV ÖRUR:
Gosdrykklr t
Sítrón .. .
Polo......
Hindber .
Jarðurber
Kóla......
KampaN’ín
Appelsin .
Sódavatn á flöskum.
á y* & y$ fiösk.
— & _ —
&
— & -
— &
•—
— & _
Saftir t
Kirsuberjasaft
á flöskum og kútum.
Ilindberjasaft.
Vinberjaedik t
Edik ... á flöskum & tunnum.
Vínberjaedik á — & —
I'kiikssýra ..-- &
Ávaxtasulta
sú bestíL, sem fáanleg er, i Vá
og % glösum og stærri ilátum.
Likörar t
Dom ........
Curacao ....
Chartreuse ..
Cacao ......
Caloric-Punsh
Appelsín ....
Pipannyntu
Anis .......
Kryddvörurt
Ýmlslegt
Ví & y» fi. Gerduft . . . j pk. & lausri vigt.
A fi. Eggjaduft . & — Fægilögur
<& fi. Kardim. . . & _ á % ltr. fl. og brúsum
Kanel - & ■
<& fl. C.arrv ... - - _ & _ 1 Matarsoya
& n. Allndianda & _ _ á glösum og flöskum.
& fi. Negull .... . & .... _
& fi. Pipar .... & • — — Avaxtalitur
& n. Muskat .. . & — — á glösuin og flösknm.
Sanitas gosdrykkir, saftir og líkörar eru svo þjóðkunnar gæðavörur, að allir sem vilja bestar vörur kaupa þær eingöngu/
Sanitas-gerduft hið nýja, kaupa allar þær húsmæður sem rilja tryggja sér góðan bakstur. Þær húsmæður sem Sanitas-
gerduft hafa reynt, eru sammála um að það er best. Þannig er einnig annað Krydd ávalt best frá Sanitas.
Sanitas takmark er að gera framleiðsluvörurnar eins góðar og vandaðar og unt er, og verðið sem lægst.
Það er þvi öruggast að kaupa ávalt SANITAS VÖRUR, þær eru og verða ætið bestar.
Sími3190
ANITA
REYKJAVÍK
Slmi 3190
fyrirbrigðum i framleiðslu og
viðskiftalífi þeirra tirna, hlaut
hin aukna frjósemi vinnunnar
af völdum hinnar fjölþættu
teknisku og félagslegu verka-
skiftingar að vekja sérstaka at-
hygli. Afstaðan i hagfræðinni
til arðs og auðs breyttist þá
einnig frá rótum.
Eftir skoðun A. Smiths er
auður þjóðarbúsins ekki fyrst
og fremst kominn undir forðu
þess af góðmálmum, eins og
Merkantilistarnir hugðu og
vildu vera látu. Auður þjóðar-
innar er því meiri, sem fleiri
cinstaklingar hennar gefa sig
við eða helga sig gagnlegum
störfum. Möguleikarnir til þess
skapast aftur á móti af því, hve
mikið rekstrarfé er fyrir hendi
til framleiðslunnar, hve miklu
fé þjóðarbúið ræður yfir til
launagreiðslu. Ennfremur tak-
markast þjóðarauðurinn ekki
af magni hinna viðskiftalegu
bluta, heldur af viðskiftalegu
verðmæti, markaðsverðmæti
þeirra. Skoðun Physiokrat-
anna var, að landbúnaðurinn
einn gæfi af sér hreinan arð.
A leið hráefnanna til að verða
að neysluhæfum vörum, bætt-
ist aðeins við verðmæti þeirra
sem svaraði vinnu þeirri, er
þyrfti, til að breyta og koma
þeim i liendur neytendanna.
En vinna þessi skapaði engin
ný verðmæti. Hjá A. Smith er
öll vinna, sem miðar að þvi að
gefa efninu viðskiftalegt verð-
gildi arðberandi, en heldur
engin önnur vinna, ekki t. d.
vinna stjórnmálamannsins,
fræðimannsins, skáldsins, kenn-
arans o. s. frv. Að þvi leyti var
arðhugmynd hans alt of þröng,
Samkvæmt þeirri staðreynd,
að verkaskiftingin, ekki aðeins
hin tekniska og félagslega
verkaskifting innan vébanda
sömu þjóðarheildarinnar, held-
ur einnig verkaskiftingin í
heimsframleiðslunni á milli
hinna einstöku þjóðarbúa eft-
ir framleiðsluskilyrðum land-
anna, eykur og margfaldar af-
kast vinuunnar og þjappar nið-
ur framleiðslukostnaðinum,
krefst hin klassiska hagfræði
fullkomins verslunar eða við-
skiftafrelsis. Til þess að verka-
skifting geti notið sín til fulls,
verður nægjanlega stórt við-
skiftasvæði, markaður, að vera
fyrir hendi. Tollum eða öðrum
slikum viðskiftahömlum skal
því ekki beitt nema að alveg
sérstaklega standi á. Þeir
hindra framrás viðskifta-
straumanna og þar með verka-
skiftinguna milli hinna ein-
stöku landa i framleiðslunni.
Á sama liátt ber að forðast að
leggja nokkur höft á frelsi
einstaklingsins í framleiðslu
eða viðskiftastarfsemi hans
heima fyrir. Hann þarf að híifa
nægilegt svigrúm til að beita
kröftum sínum, og hann beitir
þeim heildinni best í hag, um
leið og hann fær óhindrað að
vinna að hagsmunamálum
sínum.
A. Smith ber höfuð og herð-
ar yfir alla þá, sem áður höfðu
fengist við hagfræðilegar at-
huganir á undan honum, eink-
um vegna þess, hve rannsókn-
ir hans og ályktanir voru fjöl-
þættar. Kenningar hans juku
og endurbættu ineðal annars
samlandar hans Malthus og Ri-
cardo (sá síðarnefndi Gyðing-
ur að ætt og uppruna), sem
leituðu, eins og lærimeistari
þeirra, eftir föstum, ófrávíkj-
anlegum viðskiftalögmálum.
En, niðurstaða þeirra er inót-
uð af hölsýni en ekki bjartsýni,
eins og hjá Smith.
Hina iniklu þýðingu, sem
Smitli og lærisveinar hans hafa
haft fyrir þróun hagfræðinnar
sem vísindagreinar, sýnir með-
al annars greinilega það, á.ð
stefna sú, er þeir framfylgdu
og báru til sigurs, hefir verið
af seinni tímanuin nefnd hinn
klassiski skóli, hin klassiska
(sígilda) hagfræði.
Hagfræðingar hinna seinni
tima, bæði socialistarnir og
hinir aðrir, sem þeir kalla hina
borgarlegu hagfræðinga, hafa
þá einnig í rikum inæli ausið
af auðlindum hinnar klassisku
hagfræði, 'þó að þeir hafi allir
farið aðrar leiðir. Sameiginlegt
er þeim öllum, hve mjög sem
þá greinir á að öðru leyti, að
þeir hafna hinni individualist-
isku skoðun fyrirrennara sinna
og hefja hagsmuni heildarinn-
ar í öndvegi.
Hin svonefnda þýska hag-
fræði kastar fyrir borð hinni
hreinu viðskiftalegu skoðun
klassisku stefnunnar á við-
skifta- og félagslífinu. Hún vill
skoða það frá æðri sjónarhæð-
uin: heimspeki, siðfræði og
þjóðernislegum viðhorfum.Hin
rómantiska stefna innan liag-
fræðinnar, sér í léns- og stétta-
(Stánde)-skipulagi miðaldanna
hina glæstu fyrirmynd við-
skifta- og þjóðfélagsskipulags-
ins. í staðinn fyrir verkaskiít-
inguna milli þjóðanna á vett-
vangi viðskiftafrelsisins æskir
hún eflingar rikisins innan
þjóðlegra takmarka á grund-
velli iðnaðar- og landbúnaðar-
framleiðslunnar. Hinir andlegu
kraftar, auður, sem gengur að
erfðum frá kynslóð til kynslóð-
ar, er í hennar augum höfuð-
uppspretta hinnar viðskifta-
legu framþróunar.
Hagfræðisstefna sú, sem
kend er við Friedrich List (1789
-—1840) gengur fetinu lcngra.
Ilin óliiutkendu verðmæti þjóð
anna setur hann skör hærra
en viðskiftaverðmætin. Við-
skiftakraftana ber að nota í
þágu þjóðlegra verðmæta.
Frjáls viðskifti eru framtiðar-
takmarkið. En verndartollar
eru nauðsynlegir til eflingar
hins innlenda iðnaðar, á með-
an hann er ekki fær um að
standa erlendum keppinautum
sínum á sporði.
Fyrir hinar yngstu liagfræð-
isstefnur liéfir sagnfræði, fé-
lagsfræði og stærðfræði hlotið
meiri og meiri þýðingu. Þær
eru of margar til þess að hægt
sé að rekja þær hér. Flestir af
liinum mörgu yngri, leiðandi
hagfræðingum, gera tilraun til
að gerast brautryðjendur á nýj-
um leiðum, að minsta kosti á
einhverjum sviðum hagfræð-
innar. Hér, eins og í flestum
öðrum fræðigreinum, gerir
verkaskiftingin meir og meir
vart við sig. Hagfræðin er þeg-
ar orðin svo umfangsmikil, að
naumast getur sami fræðimað-
urinn haft glögt útsýni yfir all-
ar heimalendur hennar.
Eg vil að lokum fara nokkr-
um orðum um sameignarstefn-
una, af þvi að hún hefir að
ýmsu leyti sérstöðu sína, þó
að hún sé eltki að sama skapi
ný eða írumleg. í flestúm trú-
arbrögðum er fyrir að finna
skyldar hugsanir og svipaðar
kröfur og birtast i socialism-
anum. Heimspekingurinn Pla-
to gerðist formælandi komm-
unistisks fyrirkomulags við-
skiftalífsins. 1 sögunni höfum
vér ennfremur nokkur dæmi
þess, að gerðar hafa verið
verulegar tilraunir i þá átt, og
skáldin (Thomas Morus: ,J3e
nova insula Utopia“. Campa-
nella: „Civitas solis“. Bella-
my: „Looking Backward“)
hafa bygt upp skýjahorgir af
þessum efniviðum.
Sameignarstefnuna greinir
bæði á um markmið þau, er
stefna ber að og um leiðirnar,
sem liggja að þessum mark-
iniðum, þó að til grundvallar
stefnuuni i heild liggi hin ó-
jafna skifting viðskiftaverð-
mætanna, ósamræmið milii
stritsins og ávajíta þess fyrir
hinar vinnandi stéttar og kraf-
an urn réttláta, þ. e. jafna skift-
ingu auðs og arðs. Socialism-
inn keppir aðeins að útrýming
einstaklings eignarréttarins á
framleiðslutækjunum, en kom-
inúnisminn krefst einnig sam-
eignar neysluvamingsins. Hinn
fyrnefndi vill láta straum frið-
sællar þróunar, sem brýtur sér
rétta braut fyrir atbeina sjálf-
virkra náttúrulögmála, bera
mannkynið að takinarkinu;
kommúnisminn herst fyrir
skyndilegu umróti eða niður-
rifi hins ríkjandi þjóðfélags-
skipulags á vegi vopnaðra sam-
taka allra öreiga um gervallan
heiin. í fyrra tilfellinu eiga
þjóðirnar að liafa þegar náð
nóguin þroska til að lifá i fram-
tíðarrikinu, þegar takmarkinu
er náð; í hinu siðara verður
að ala þær upp til $ess eftir
á, eða skapa fyrir þær þá að-
stöðu, er gerir þeim það sjálf-
viljugt. Þá á ekki að þurfa
neins þjóðfélagsskipulags með.
Ríkið upphefur sig af sjálfu
sér.
4