Vísir - 30.04.1933, Blaðsíða 43

Vísir - 30.04.1933, Blaðsíða 43
VÍSIR Verslan íslands. Eftir dr. phil. Björn Bjömsson. Saga verslunar eða viðskifta íslands er, um margra alda rað- ir, saga kúgunar og ofbeldis- verka, saga hungurs og dauða. Engin önnur þjóð Norðurálf- unnar hefir á sama tima orðið að sæta annari eins efnahags- legri ánauð og menningarlegri niðurníðslu af völdum erlends valds og islenska þjóðin. Tjón- ið verður hvorki metið eða veg- ið né tölum talað og seint eða aldrei mun það bætt að fullu. Um leið og lifsþróttur hins ís- lenska þjóðveldis fjaraði út í dauðateygjum landsins bestu sona, í morðbrennum og bróð- urvígum Sturlungaaldarinnar, dofnaði sjálfstæðisþráin og sjálfsbjargarviðleitnin, einnig i efnahagslegu tilliti. Þróttur hins frjálsborna, ljóselska norræna frelsisanda var nú brotinn á bak aftur á öllum sviðum þjóðlifs íslendinga. Það sýndi sig jafnt í andlegum sem veraldlegum efnum. Kathólsku kiriíjunni,, sem alt til þessa hafði, litlum þroska og viðgangi náð hér á landi, óx nú fiskur um hrygg. Hún kastaði sér eins og hræ- fugl yfir sálimar og dró þjóð- ina inn i skammdegismyrkur miðaldalegrar þröngsýni, hjá- trúar og andlegs volæðis. Jafn- framt hnepti erlentkonungsvald hana í helfjötra stjórnmála- og viðskiftalegrar undirokunar, er hert var á meir og méir, eftir því sem tímar liðu frarn. Is- lenska þjóðin varð að þola og líða þennan yfirgang utanað- komandi afla, eins og hlekkjað- ur bandingi svipuhögg böðuls- ins. Hún hafði ekki bolmagn til að brjóta hlekkina. Hún vand- ist þeim smátt og smátt. Hinar seinni kynslóðir voru bornar til að beygja sig fyrir konungsvald- inu, með auðmýkt að lnrða molana, sem hrutu af náðar- borðum blindra harðstjóra og níðingslegra fjárdráttannanna. Landslýðurinn stóð berskjald- aður andspænis tíðum og þung- um reiðarslögum af hendi hinn- ar óblíðu náttúru landsins, eld- gosum, harðærum og hvers- Skonar óáran. Bjargræðisskortur og mannskæðar farsóttir lögðu fólkið að velli í liundraða og þúsunda, jafnvel tuga þúsunda tali í sumum þessara áfalla. — Mörg einstök heimili og heilar sveitir voru rifin upp méð rót- um. Fjölmennur flakkaralýður fór um landið öld eftir öld, heimilislaus, athvarfslaus, hungraður, sjúkur og nakinn, hrygðarmynd, ímynd hinnar hrjáðu þjóðar. — Það mátti minstu muna, að yfirlyki fyrir íslensku þjóðinni i hörmungum þeim. er Skaftáreldarnir leiddu yfir landið á 9. tug-18. aldar- innar. En nú var bikar óham- ingju íslands loksins fullur og bjartari og betri tímar fram- undan. Nýir menningarstraum- ar, vorboðar nýrra tima, brutu sér braut, ruddu burtu bólverk- um einokunarstefnunnar í við- j'kiftamálumog skoluðu meðsér einveldisstólum þjóðhöfðingj- anna. — Ef til vill sýnir saga Islands betur en saga nokkurs annars lands, hvaða þýðingu frjáls og óbundin viðskifti hafa fyrir alla afkomu þjóðanna. Það getur ekki verið nein tiiviljuní að ís- lensku þjóðinni fækkaði eitt- hvað um helming frá þvi að hún stóð i mestum blóma á þtióðveldistímunum og fram til þess dags, að farið var aftrn- að losa um verslmiarhöftin. Upp frá því fjölgaði henni aft- ur mjög ört. Eins og kunnugt er, var versl- unin lengi fram eftir rekin að eins á sumrum, meðan sigling- ar og kaupferðir stóðu yfir. í lok 19. aldar var fyrst farið að sigja liingað skipum að vetrar- lagi. Upphaflega var það venja, að kaupförunum var lagt upp, þegar þau komu að landi. Hófst því næst fjölnienn kaupstefna, sem oft var sótt af fólki úr fjar- hggjandi héruðum og jafnvel öðrum landshlutum. Síðar, er skipin voru orðin stærri, fóru þau í fleiri en einn stað, og verslunin var rekin frá borði. Slík lausaverslun tíðkaðist lengi fram eftir, eða fram yfir þann tíma, að komið var á föstum áætlunarferðum milli íslands og útlanda uin 1870. í fomöld yirð- is tilviljun mestu hafa ráðið um það, hvar kaupstefnur voru haldnar, eftir því hvar skipin komu fyrst að landi. Þó voru tíðast notuð sömu leguplássin á hverjum stað. En fastir versl- unarstaðir, með tilheyrandi vörugeymsluhúsum komu ekki upp fyr en á dögum Hansa- verslunarinnar. Þjóðverjár og Englendingar fóru fyrst á öndverðri 15. öld að sigla hingað að stáðaldri, til að reka verslun. Landsmönnum þótti yfirleitt mikið betra að skifta við þá, en hina norrænu kaupmenn. Samt lagði konung- ur viðskiftum þessara þjóða þegar frá byrjun ýmsar hindr- anir í götu. Vetrarsetur höfðu altaf tiðkast hjá kaupmönnum, þegar svo bar undir. En versl- un ráku þeir ekki nema á með- an kaupstefnur stóðu yfir á sumrum. Nú fór að tíðkast, að kaupmenn hefði hér bækistöð sína á vetrum. Tók konungur þegar fyrir það á seinni hluta 15. aldar. Þó mun bann þetta oft liafa verið að litlu liaft. — Hins vegar hefir allur almenn- ingur á öllum þessurn tímum að vetrarlagi ekki getað aflað sér erlendra lifsnauðsynja, hvað sem i boði var og þó að hf lægi við. Þannig var það einn- ig lcngst af á einokunartimun- um (1602—1786). Þegar einok- unarverslunin var innleidd, var tala liafnanna, sem sigla mátti til, ákveðin 20, síðar komst hún upp í 24 eða 25. Það var því langt til lcauptúna og erfitt til aðdrátta, enda sumstaðar litt framkvæmanlegt, ekki síst eft- ir að föst kaupumdæmi voru ákveðin og enginn mátti, að við- lögðum óheyrilega þungum refsingum, versla annars stað- ar en i kauptúni síns umdæm- is, þó að hann hefði mörgum sinnum hægari aðstöðu til að sækja annað. Auk þess var eng- in verslun rekin að vetrinvun alt einokunartimabihð, fram að timum konungsverslunarinnar síðari (1774—-1787). Varþað að nokkru leyti fyrir tilmæli ís- lendinga sjálfra, þvi að þeir vildu útiloka samkepni þá i fiskiveiðunum, sem hinir dönsku kaupmenn, er liér sett- ust að, bökuðu þeim. Auk þess voru kaupmenn þessir sakaðir um okurverslun, sakaðir um að þeir færu elcki eftir hinum lög- boðnu kauptöxtum, eins og raunar vildi oft við brenna, þó að öðru vísi stæði á. Af þvi, sem hér hefir verið sagt, er augljóst, að löngum hef- ir verið miklum erfiðleikum bundið fyrir íslensku þjóðina, að afla sér erlendra lífsnauð- synja á þessum öldum, vegna viðskiftaháttanna, þegar þar við bættist algert samgöngu- leysi í viðáttumiklu landi, tor- veldu yfirferðar. Margir voru því að miklu eða öhu leyti úli- lokaðir frá viðskiftunmn, á meðan þau fóru fram, og meiri liluta ársins var alls ekki um þau að ræða. Það var þvi eng- in undur, að oft yrði bjargar- skortur, sem leiddi af sér mann- felli í hörðum árum, þegar fénaður bænda var ef th viU fallinn i stórum stil — en það kom, því miður, oft fyrir, enda hefir fyrirhyggjuleysið löngum verið ættfylgja íslendinga — og fisk tók fra grunnmiðum, svo að landsmenn fengu ekki bein úr sjó á hinar ófullkomnu fleytur sínar, þó að útlendingar þeir, sem stunduðu hér fiski- veiðar á þilskipum, úti á djúp- miðum, hefðu náttúrlega meira en nægan afla og sigldu hlaðn- ir lífsbjörg heim, sóttri á ís- lensk. fiskimið, fyrir augum hungraðs landslýðs. — Þegar þannig stóð á, kom fyrir að hinir Í6lensku valdsmenn tækju sér það bessaleyfi, að brjóta upp vörugeymsluhús dönsku verslananna, en þar var þá síst um auðugan garð að gresja. íslendingar hafa altaf, vegna hinna fáskrúðugu framleiðslu- möguleika, fáþættu auðsupp- sprettulinda landsins, verið mjög háðir viðskiftunum á er- lendum markaði. Um húsa- og skipavið hefir aldrei verið að ræða heima fyrir, nema þá rekavið, sem raunar var mik- ið til af á fyrri tímum, en einkum á landnámshð, eins og að likindum lætur. Sama máli er að gegna um járn. Það var raunar eitthvað unnið úr mýr- arrauða framan af, þegar ekki var annars úrkosta. Skilyrðin fyrir þessa framleiðslu voru í meira Iagi þröng og mjög hlýt- ur hún að liafa verið erfið og eftirtekjurýr. Korn hefir aldrei verið liægt að rækta hér, svo að það næði sæmilegum þroska. Enda var akuryrkjan aldrei eins almenn og umfangsmikil til forna, eins og margir hafa viljað halda fram. Hefir pró- fessor Þorvaldur Thoroddsen leitt góð og gild rök að því. — Þessar þrjár lífsnauðsynjar eru það, sem íslendingar hafa fyrst og fremst altaf orðið að sækja til umheimsins, ef þeim hefir átt að vera lífvænlegt til lengdar, án þess að líða skort. Á hinum fyrstu timum hefir þá senni- lega ekki mikið annað flutst hingað að staðaldri. Án aðflutts timburs og járns hefðu þeir heldur ekki getáð stundað at- vinnuvegi sína, sótt sér í skaut náttúrunnar þáð lífsviðurværi, sem afla má heima fyrir. Af þeim ástæðum hlaut afkoma al- mennings mjög að velta á því, hvernig viðskiftin sáu honum fyrir þessum mikilvægu hlut- um. Eftir þvi sem kröfurnar urðu meiri og þarfirnar fleiri, varð eigin framleiðslan ófull- komnari og óhæfari til að full- nægja jafnvel brýnustu lífsþörf- unum. Yiðskiftin urðu að sjá fyrir því, ef þau brugðust, var voðinn vis. Og þau brugðust áð meira eða minna leyti allan þann tima, sem verslunar-ófrelsið ríkti. Á þjóðveldistímanum sigldu auk Islendinga sjálfra, farmenn ýmsra annara þjóða, einkum Norðmenn, milli Islaiids og ná- grannalandanna. Ár og ár lágu siglingarnar ef til vill niðri, en yfirleitt voru þær nokkurn veg- inn fullnægjandi, eflir því, sem þá var að vænta. Þegar fram í sótti fór þátttaka íslendinga að verða minni, enda lögðu tiltölu- lega fáir Islendingar siglingar fyrir sig að staðaldri. Sumir voru í förum í æsku, en tóku siðar við óðali og mannafor- ráðum heima í átthögunum. Aðrir sigldu til útlanda þegar sérstaklega stóð á, þó að þeir væru sestir að fyrir fult og alt. Önnuðust þeir þá ýms viðskifti fyrir frændur og vini, án arð- vonar fyrir sjálfa sig. Kaup- mannastétt myndaðist hér ald- rei nein, sennilega mest vegna þess, að verslunarstaðir gátu engum þroska náð. Einnig var viðarskorturinn þess valdandi, að skipastóllinn gekk meira og meira úr sér. Það var ekki hægt að halda honum við og þvi sið- ur að endumýja hann. Er ekki óliklegt, að þessi aðstaða hafi átt nokkum þátt i ákvæði því i gamla sáttmála, þar sem landsmenn seldu Noregskon- ungi íhlutunarrétt í versi- uninni í hendur, er kvað svo á, að konungur skyldi sjá um, að nokkur skip sigldu til landsins árlega á næstu árum. Siglingar íslendinga máttu nú heita úr sögunni fyrir fult og alt, enda skirrðist konungur ekki við að leggja bann við þeim, þegar frá leið. Hins veg- ar urðu mestu misbrestir á efndum siglingarákvæðanna í sáttmálanum, sem nefnd voru hér að ofan. Þetta út af fyrir sig, vanmáttur íslendinga sjálfra og liinna annara Norður- landaþjóðanna, til að reka hér næga verslun, hefði ekki verið svomjög örlagarikfyrir afkomu landsins, eftir að Englendingar og Þjóðverjar fóru að sigla hingað á öndverðri 15. öld. Á 14. öldinni höfðu siglingamar verið mjög ófullnægjandi. Nú bötnuðu þær til mikilla muna. En þá tók konungur að leggja þessmn viðskiftum ýmsar byrð- ar og kvaðir á herðar, sem æ urðu þyngri, eftir því sem fram í sótti. Þegar komið var fram á seinni hluta 16. aldar var það orðið að reglu, að leigja versl unina við ísland. Verslunin á hverri höfn var gerð háð sér- stöku einkaleyfi og máttu engir aðrir en þeir, sem aflað höfðu sér einkaleyfisins, sigla þangað, en sigling til annara hafna var bönnuð. Fór því fram þangað til verslunin var algerlega ein- okuð Dönum í hag 1602. Einkenni allrar einokunar- verslunar er fyrst og fremst það, að verðmyndun markaðs- ins er útilokuð. Verðið er ein- hliða fastákveðið, handhöfum einokunarinnar i hag. Þegar um algerða verslunareinokun er að ræða, eins og hér, kemur verð- skömtunin ekki að eins niður á neysluvörunni, eins og þar sem framleiðslueinokun er fyr- ir hendi, heldur einnig á kaup- vöru neytendanna, framleiðslu vörum viðskiftamannanna. Verðhlutföllin færðust því landsmönnum mjög í óliág frá þvi, sem áður var, þótt þau ,hefði einnig þá oft slæm verið, við innleiðingu einokunarversl- unarinnar eftir kauptöxtum þeim, sem gilda skyldu og kaupmenn fóru tiðum lengra, auk þess sem þeir sviku bæði mæla og vogir. Kjör þau um verð, sem íslendingar urðu að sæta, voru eðlilega langt frá kjörum þess markaðs, er kaup- mennirnir skiftu við. Jafnvel þessi óhagstæðu við- skiftakjör, þessi óhka aðstaða viðskifta-aðiljanna, hefði ekki getað fært landsmönnum heim eins þungar búsifjar, eins og raun varð á, ef alt annað hefði verið með feldu, hefðu lands- menn getað fengið nægar, ó- sviknar lifsnauðsynjar fyrir hina litlu kaupgetu sína, sem þeim var skömtuð úr hnefa. En því var ekki að líeilsa. Kaup- menn fluttu oft og einatt, þvert ofan í ákvæði þau, er giltu um einkaleyfi á versluninni, skemd- an og svikinn vaming til lands- ins. Timbrið var ekki naglhelt eða á annan hátt ónýtt, járnið ryðbrunnið, veiðarfærin fúin, mjölið myglað og maðkað o. s. frv. Auk þess fluttu þeir alt of lítið af þessum ófullkomna vamingi, sem nefna mætti brýnustu lífsnauðsynjar. Heldur héldu þeir tóbaki og brennivíni og öðrum munaðarvörum að landslýðnum og létu þær hvergi vanta. Þar var hagnaðarvonin meiri frá sjónarmiði skamm- sýnna fjárdráttarmanna, sem höfðu verslun íslands leigða til nokkurra ára og áttu ékki aðra hugsjón en þá, að sjúga seitt mest af viðskiftum og verðmæt- um út úr landinu og hirtu hvergi þó að það væru blóðpen- ingar, þó að þeir græfu þjóðinni og menningu hennar gröf um aldur og æfi. En þessi viðskiftastefna var, eins og vænta má, enginn bú- linykkur fyrir verslunina. At- vinnuvegimir komust í kalda- kol, fólkinu fækkaði stöðugt, viðskiftaþol, kaupgeta lands- manna þvarr ár frá ári. Engin undur þó að verslunarfélög þau, er tóku íslensku verslunina á leigu, færu á höfuðið hvert eftir annað, og áð einvaldskon- ungurinn yrði að hlaupá öðru hverju undir bagga, til að forða landinu frá algerðri einangrun og þjóðinni frá þvi að veslast alveg upp af völdum hennar. En tröllatrú ríkti enn á einok- unarfyrirkomulaginu, að þjóð- inni væri stofnað í opinn dauð- ann, ef horfið væri frá því og verslunarfrelsi innleitt. Enginn mundi fást til að sigla til ís- lands upp á þau býti og lands- menn mundu ekki kunna fót- um sínum forráð. Engu öðru væri að kenna um slæma af- komu landslýðsins en leti hans og ómensku, metnaðarleysi og þverúð. I fæstum tilfellum hafa slikar staðhæfingar verið á rök- um bygðar. En ef skortur á sjálfsbjargarviðleitni var orð- inn þjóðarlöstur Islendinga, þá varþaöfyrstogfremst skilgetinn ávöxtur viðskifta-ánauðarinn- ar, einokunarstefnunnar. Ákær- ur þessar og kvartanir af liendi kaupmanna voru tíðar þegar illa fiskaðist. Fiskurinn, sem ekki var útflutningsvara á þjóð- veldistimunum og nokkuð lengi eftir það, var nú orðinn aðal útflutningsvara lands- manna, sú verslunarvaran, sem best gekk, var seljanlegust á erlendum márkaði. En það var ekki aðallega viljaskorti hinna liálfánauðugu sjávar- bænda á jarðeignum krúnunn- ar og biskupastólanna að kenna, þó að þeir fiskuðu illa á fleyt- um, sem naumast voru sjóheld- ar á fjörðum inni með fúnum veiðarfærum, sem slitnuðu ef fiskur beit á, þó að þeir hefðu ekki lýsi til að leggja inn i verslunina, þegar þeir urðu að hella þvi niður af því að ílát vantaði undir það. Dæmi slik sem þessi voru engin undan- tekning, þau voru því miður ált
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.