Vísir - 30.04.1933, Blaðsíða 16

Vísir - 30.04.1933, Blaðsíða 16
VÍSIR ins; þá er um heimiltsiðnað að ræða. Eða iðnaðarmaðurinn er að verki samkvæmt ósk, pönt- un neytandans, annað hvort á hans heimili eða sínu eigin, og framleiðslan kemur aldrei á markaðinn. í öðrum tilfellum hefir iðnaðarmaðurinn unnið samkvæmt áætluðum þörfum neytandans. Hann fer svo með framleiðslu sína á markaðinn og býður hana neytandanum til kaups. Slík iðnaðarstarf- semi nefnist handiðnaður Þegar um heimilisiðnað er að ræða, er hráefnið á leið sinni frá frumframleiðslunni til neyslunnar, alla tíð innan takmarka sömu félagseining- arinnar, heimilisins. Heimilið er ein framleiðslu og neyslu- eining. Það er hið uppruna- lega framleiðslufyrirkomulag, eigin-framleiðslan. Á öllum þróunarstigum viðskiftalífsins heldur heimilið nærri undan- tekningariaust þeim eiginleika sínum, að vera eitt neyslufé- lag, enda þótt það framleiði ekki lengur neitt af nauðsynj- um sínum. Þessi fastheldni, sem er samgróin eðli heimilis- félagsins, mundi altaf vera mikill þrándur i götu komm- únistisks félagsskipulags. í handiðnaðinum er hráefn- ið annað hvort altáf í eign neytandans, og hefir hann þá aðeins fengið iðnaðarmannin- um það i hendur til vinslu, eða hinn síðar nefndi hefir aflað sér þess sjálfur, oftast á vegi viðskiftanna. I hvorugu tilfell- inu eru framleiðslu- og neyslu- félagið ein og sama félagsein- ingin, sama heimilisfélagið. Hin félagslega verkaskifting er hafin. Á þessu þróunarstigi vinslu- starfseminnar, í iðnaðinum, geta aldrei myndast stór fram- leiðslufyrirtæki. Um leið og iðnaðartsarfsemin verður um- fangsmeiri og fjölþættari, greinist hún meir og meir, skiftist í fleiri og fle.iri iðn- greinir; að fyrirtækin eru altaf smá, stafar aðallega af hinu tekniska og skipulagslega fyrirkomulagi iðnaðarins. Hver þróunin er í iðnaðin- um, hver grein hans má sín meira, eða hvenær han,diðnað- urinn, æðra þróunarstigið, hef- ir fest rætur, stendur í nánu sambandi við bygðarhætti landanna, og þróun og þroska þjóðanna. Handiðnaðurinn getur aðeins þrifist þar, sem’ nokkur samanþjöppun íbú- anna á tiltölulega litlu svæði hefir átt sér stað, þar sem þorp og bæir hafa myndast. Hann er bundinn við markað með fjölmennum viðskiftavinum, en heimkynni heimilisiðnað- arins er 'hin dreifða landsbygð. Þó að fyrsta og eitt aðallífs- skilyrði handiðnaðarins sé markaðurinn, getur hann aft- ur á móti af eigin ramleik ekki fullnægt nema tiltölulega litlu markaðssvæði. Sérstök, sjálf- stæð dreifingarstarfsemi verð- ur að koma þeim markaði til hjálpar. Slíkir markaðir mynd- uðust á 17. og 18. öld, um leið og „sentraliseruð" þjóðríki risu upp í skjóli hinnar síauknu íbúatölu landanna, hins stöð- uga vaxtar þjóðstofnanna. Þessi þróun ól i skauti sinu nýja framleiðslu- og við- skiftahætti, sem jafnframt sköpuðu skilyrði fyrir sjálf- stæða arðstarfsemi á sviði dreifingarstarfseminnar. Sér- stakar stofnanir rísa upp, sem skipuleggja framleiðslu og verslun iðnaðarvaranna, en taka að öðru leyti ekki heinan þátt í sjálfri framleiðslustarf- seminni. Á þann hátt reis upp heimilisiðjan. íöðrum tilfellum önnuðust hinar nýju stofnanir einnig alla vinsluna, þar með hófst verksmiðjuiðjan. .Sam- eiginlegt er þessum báðum greinum iðjustarfseminnar, að þær sjá stóru markaðssvæði fyrir ýmsum lífsnauðsynjum neytendanna, og þurfa þær til þess að hafa marga starfs- krafta i þjónustu sinni. Enn- fremur að framleiðsluvörum- ar verða að tæki sjálfstæðrar arðstarfsemi á leið sinni til neytendanna. — Þessar tvær iðjugreinir hjálpuðust að því að útrýma hinu gamla iðn- skipulagi, þó að mikið vantaði á að þær gætu eða geti útrýmt iðnaðarstarfseminni til fulls. Það hafa sennilega enn fleiri einstaklingar og fjölskyldur lífsuppeldi sitt af handiðnaði nú, en þegar hann stóð í mest- um blóma, og heimilisiðnað- urinn heldur enn þá, til nokk- urra muna, velli á sínu tak- markaða verksviði. Það, sem sérstaklega grein- ir heimilis- og verksmiðju- iðju að, er skipulag fram- leiðslunnar. Heimilisiðjan er dreifð (desentraliser- uð), verksmiðjuiðjan saman- þjöppuð (sentraliseruð) fram- leiðsla, og aðeins í síðara til- fellinu er féð vinnandi þáttur i sjálfri framleiðslustarfsem- inni. Það sem sérstaklega ein- kennir verksmiðjuiðjuna er samt ekki notkun margbrot- inna framleiðslutækja, vél- anna, heldur hin hárfína, tekn- iska verkaskifting milli starfs- kraftanna, greining fram- leiðsluferilsins í mörg einföld handtök, sem aðeins krefjast æfingar, en lítillar kunnáttu. Þó að verksmiðjuiðjan sé hið' æðra þróunarstig iðjustarf- seminnar, hefir hún ekki get- að steypt handiðjunni af stóli Slippfélagið (Reykjavík h.f. Símar: 2309 - 2909 - 3009. Símnefni: Slippen. fiiiiiuiuiuiiuuiiuiniiiiiiiiiiiiiu | 1 Elsta og stærsta skipa- 8SS S5 aðgerðarstfið á 1 1 fslandi. Töknm á land sklp og 1 § báta af dlinm stærðnm 1 g alt að 600 smál. Jnnga. 1 1 iiniiHHiiiiniimimiHimnuiiyii | 1 iimmiiiimmiinimmiimniimmmmmin Framkvæmum allskon- ar tréaðgerðir. Smíðum báta stærri og mínni. Höfum ávalt miJklar birgðir af allsk. efni svo sem: Eik, Teak, Brenni, Lerk, Furu, allar teg. af Saum til skipa og húsa o. m. fl. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiifiiiniiiiiniiiiiiii Allar tegundir af máln- ingarvörum til skipa 1 ■ og húsa. —— ISUUIIBttfiHUIHIIlHIIIIHlllIIIHIIIUlllllllIIUI Höfum einkaumboð á íslandi fyrir liina þektu HEMPE L-MÁLNINGU. IIIIIIIIIIIISIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII1BIIIIIII3IIIIIIIIII =ninniinimiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíHimiiiiiiiimmimmiriiiiiiiHimiiHimiimiiimiiiiimiiiiniiiiiiiiiiiinmmniiiimmiiimHis | iiniinniiiniinniiniinininiinnnnunnnnnimnniiunnnnimntmiininiímnmiiunimiiiiiiiniiimininmniimnmmmmmmiiiniiiiiniminmiimmmminiiiminml
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.