Vísir - 30.04.1933, Qupperneq 16
VÍSIR
ins; þá er um heimiltsiðnað að
ræða. Eða iðnaðarmaðurinn er
að verki samkvæmt ósk, pönt-
un neytandans, annað hvort á
hans heimili eða sínu eigin, og
framleiðslan kemur aldrei á
markaðinn. í öðrum tilfellum
hefir iðnaðarmaðurinn unnið
samkvæmt áætluðum þörfum
neytandans. Hann fer svo með
framleiðslu sína á markaðinn
og býður hana neytandanum
til kaups. Slík iðnaðarstarf-
semi nefnist handiðnaður
Þegar um heimilisiðnað er
að ræða, er hráefnið á leið
sinni frá frumframleiðslunni
til neyslunnar, alla tíð innan
takmarka sömu félagseining-
arinnar, heimilisins. Heimilið
er ein framleiðslu og neyslu-
eining. Það er hið uppruna-
lega framleiðslufyrirkomulag,
eigin-framleiðslan. Á öllum
þróunarstigum viðskiftalífsins
heldur heimilið nærri undan-
tekningariaust þeim eiginleika
sínum, að vera eitt neyslufé-
lag, enda þótt það framleiði
ekki lengur neitt af nauðsynj-
um sínum. Þessi fastheldni,
sem er samgróin eðli heimilis-
félagsins, mundi altaf vera
mikill þrándur i götu komm-
únistisks félagsskipulags.
í handiðnaðinum er hráefn-
ið annað hvort altáf í eign
neytandans, og hefir hann þá
aðeins fengið iðnaðarmannin-
um það i hendur til vinslu, eða
hinn síðar nefndi hefir aflað
sér þess sjálfur, oftast á vegi
viðskiftanna. I hvorugu tilfell-
inu eru framleiðslu- og neyslu-
félagið ein og sama félagsein-
ingin, sama heimilisfélagið.
Hin félagslega verkaskifting er
hafin.
Á þessu þróunarstigi vinslu-
starfseminnar, í iðnaðinum,
geta aldrei myndast stór fram-
leiðslufyrirtæki. Um leið og
iðnaðartsarfsemin verður um-
fangsmeiri og fjölþættari,
greinist hún meir og meir,
skiftist í fleiri og fle.iri iðn-
greinir; að fyrirtækin eru
altaf smá, stafar aðallega af
hinu tekniska og skipulagslega
fyrirkomulagi iðnaðarins.
Hver þróunin er í iðnaðin-
um, hver grein hans má sín
meira, eða hvenær han,diðnað-
urinn, æðra þróunarstigið, hef-
ir fest rætur, stendur í nánu
sambandi við bygðarhætti
landanna, og þróun og þroska
þjóðanna. Handiðnaðurinn
getur aðeins þrifist þar, sem’
nokkur samanþjöppun íbú-
anna á tiltölulega litlu svæði
hefir átt sér stað, þar sem þorp
og bæir hafa myndast. Hann
er bundinn við markað með
fjölmennum viðskiftavinum,
en heimkynni heimilisiðnað-
arins er 'hin dreifða landsbygð.
Þó að fyrsta og eitt aðallífs-
skilyrði handiðnaðarins sé
markaðurinn, getur hann aft-
ur á móti af eigin ramleik ekki
fullnægt nema tiltölulega litlu
markaðssvæði. Sérstök, sjálf-
stæð dreifingarstarfsemi verð-
ur að koma þeim markaði til
hjálpar. Slíkir markaðir mynd-
uðust á 17. og 18. öld, um leið
og „sentraliseruð" þjóðríki risu
upp í skjóli hinnar síauknu
íbúatölu landanna, hins stöð-
uga vaxtar þjóðstofnanna.
Þessi þróun ól i skauti sinu
nýja framleiðslu- og við-
skiftahætti, sem jafnframt
sköpuðu skilyrði fyrir sjálf-
stæða arðstarfsemi á sviði
dreifingarstarfseminnar. Sér-
stakar stofnanir rísa upp, sem
skipuleggja framleiðslu og
verslun iðnaðarvaranna, en
taka að öðru leyti ekki heinan
þátt í sjálfri framleiðslustarf-
seminni. Á þann hátt reis upp
heimilisiðjan. íöðrum tilfellum
önnuðust hinar nýju stofnanir
einnig alla vinsluna, þar með
hófst verksmiðjuiðjan. .Sam-
eiginlegt er þessum báðum
greinum iðjustarfseminnar, að
þær sjá stóru markaðssvæði
fyrir ýmsum lífsnauðsynjum
neytendanna, og þurfa þær til
þess að hafa marga starfs-
krafta i þjónustu sinni. Enn-
fremur að framleiðsluvörum-
ar verða að tæki sjálfstæðrar
arðstarfsemi á leið sinni til
neytendanna. — Þessar tvær
iðjugreinir hjálpuðust að því
að útrýma hinu gamla iðn-
skipulagi, þó að mikið vantaði
á að þær gætu eða geti útrýmt
iðnaðarstarfseminni til fulls.
Það hafa sennilega enn fleiri
einstaklingar og fjölskyldur
lífsuppeldi sitt af handiðnaði
nú, en þegar hann stóð í mest-
um blóma, og heimilisiðnað-
urinn heldur enn þá, til nokk-
urra muna, velli á sínu tak-
markaða verksviði.
Það, sem sérstaklega grein-
ir heimilis- og verksmiðju-
iðju að, er skipulag fram-
leiðslunnar. Heimilisiðjan
er dreifð (desentraliser-
uð), verksmiðjuiðjan saman-
þjöppuð (sentraliseruð) fram-
leiðsla, og aðeins í síðara til-
fellinu er féð vinnandi þáttur
i sjálfri framleiðslustarfsem-
inni. Það sem sérstaklega ein-
kennir verksmiðjuiðjuna er
samt ekki notkun margbrot-
inna framleiðslutækja, vél-
anna, heldur hin hárfína, tekn-
iska verkaskifting milli starfs-
kraftanna, greining fram-
leiðsluferilsins í mörg einföld
handtök, sem aðeins krefjast
æfingar, en lítillar kunnáttu.
Þó að verksmiðjuiðjan sé hið'
æðra þróunarstig iðjustarf-
seminnar, hefir hún ekki get-
að steypt handiðjunni af stóli
Slippfélagið (Reykjavík h.f.
Símar: 2309 - 2909 - 3009.
Símnefni: Slippen.
fiiiiiuiuiuiiuuiiuiniiiiiiiiiiiiiu
| 1 Elsta og stærsta skipa-
8SS S5
aðgerðarstfið á
1 1 fslandi.
Töknm á land sklp og 1 §
báta af dlinm stærðnm 1 g
alt að 600 smál. Jnnga. 1 1
iiniiHHiiiiniimimiHimnuiiyii | 1
iimmiiiimmiinimmiimniimmmmmin
Framkvæmum allskon-
ar tréaðgerðir. Smíðum
báta stærri og mínni.
Höfum ávalt miJklar
birgðir af allsk. efni
svo sem: Eik, Teak,
Brenni, Lerk, Furu,
allar teg. af Saum til
skipa og húsa o. m. fl.
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiifiiiniiiiiniiiiiiii
Allar tegundir af máln-
ingarvörum til skipa
1 ■ og húsa. ——
ISUUIIBttfiHUIHIIlHIIIIHlllIIIHIIIUlllllllIIUI
Höfum einkaumboð á
íslandi fyrir liina þektu
HEMPE L-MÁLNINGU.
IIIIIIIIIIIISIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII1BIIIIIII3IIIIIIIIII
=ninniinimiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíHimiiiiiiiimmimmiriiiiiiiHimiiHimiimiiimiiiiimiiiiniiiiiiiiiiiinmmniiiimmiiimHis |
iiniinniiiniinniiniinininiinnnnunnnnnimnniiunnnnimntmiininiímnmiiunimiiiiiiiniiimininmniimnmmmmmmiiiniiiiiniminmiimmmminiiiminml