Vísir - 30.04.1933, Blaðsíða 18

Vísir - 30.04.1933, Blaðsíða 18
VÍSIR fyrir hendi, blómgast og dafn- að vonum framar í ýmsum iðjugreinum. Er það óblandið gleðiefni öllum þeim, sem unna vexti og viðgangi inn- lendrar efnahagsstarfsemi, og hvatning fyrir þá, er brotið hafa isinn. Þó að markmiðið hjá oss geti ekki, af nefndum ástæðum, verið stóriðja, þrátt fyrir það, að landið á nægan orkuauð í vatnsföllum sínum til þess háttar iðjustarfsemi, eru ekki síður þess vegna næg- ar ástæður fyrir hendi, að vinna öllum árum að eflingu þess iðjureksturs, sem á hér lífvænlegan jarðveg, ekki sist, þar sem hinn erlendi markað- ur bregst nú fyrir margt af út- flutnmgsvörum þjóðarinnar. Nú er hér, sem betur fer, vaknaður almennur skilning- ur á þessum hlutum, og er þvi alls hins besta að vænta í því efni á komandi tímum. Hlutverk neytendanna, velvild þeirra og viðskiftalegur stuðningur til hinnar innlendu framleiðslu er jafnvel eins veigamikið fyr- ir framtíðarþroska hinnar innlendu iðju, eins og starf sjálfra framleiðendanna. En framleiðendurnir mega sist af öllu misnota þessa velvild og þjóðernislegu samúð með því að láta nokkurs ófreistað um vöndun varanna, því að ekki her að gleyma, að á þeim þing- um, sem nefnast markaðsvið- skifti, ræður þó hinn frjálsi atkvæðisréttur kaupeyrisins mestu um úrslitin. Eg ætla ekki að lýsa hér frekara iðnaði og iðju Islands á vorum dögum. Öllum, sem komnir eru til vits og ára er liún kunn í höfuðatriðum. Um þróun og núverandi fyrirkomu- lag hinna einstöku fyrirtækja fræðir auk þess þetta blað í ríkum mæli, bæði í máli og myndum. Hvergi gefst betra tækifæri til að kynnast frá- gangi og fjölbreytni hinnar ís- lensku iðnaðar- og iðjufram- leiðslu en á sýningu þeirri, sem nú liefir verið stofnað til með mikilli kostgæfni. Þarf ekki að efa, að allir, sem hafa áhuga fyrir framleiðslu og viðskiftastarfsemi, fylgist vel með öllu því, sem þar er að sjá, éf þeir eiga þess kost, og þá liafa allir aðiljar náð hin- um rétta tilgangi. Ritfregn. Búnaðarsamband Vestfjarða. Tuttugu og firrun ára starf. Þetta er allmyndarlegt rit, gefið út, eins og nafnið segir til um, i tilefni af 25 ára af- mæli sambandsins. Efni ritsins er þetta: Búnaðarsamhand Vestfjarða 1907—1932. Erindi flutt af Sigurði Sigurðssyni ljúnaðarmálastjóra á 25 ára minningarsamkomu sambands- ins 7. maí 1932. — Búnaðar- samband Vestfjarða 1907— 1932. Eftir Kristinn Guðlaugs- son. — Landbúnaður á Vest- fjörðum. 25 ára yfirlit. Eftir Kristján Jónsson frá Garðs- I stöðum. „Skrúður“, eftir síra Sigtr. Guðlaugsson. Tvær stefn- ur. Eftir Hannes Jónsson dýra- lækni. — Ennfremur skýrslur og reikningar og félagaskrá. ' í grein sinni bendir Sigurð- ur búnaðarmálastjóri á það, að Vestfirðir hafi mátt heita óræktaðir fram að síðustu aldamótum. Frá landnámstíð hafi menn lifað af þeim gæð- um, sem landið hafi haft að bjóða, bæði í þessum fjórðungi landsins og öðrum, en nú hafi þetta eigi lengur dugað, ný- yrkju og aukinni ræktun hefði þurft að ryðja braut. Þetta hefði stofnendur samhandsins séð. Og hver er svo árangurinn af starfi sambandsins og Vest- firðinga á þessum 25 árum? S. S. bendir á það, að árin 1905—1907 hafi að meðaltali verið unnin 6699 dagsverk, en árin 1929—1931 66680 dags- verk. „Fyrsta búnaðarfélag á Vestfjörðum var stofnað 1882. Nú eru þau 33 talsins. Fram að 1908 hafa þau unnið 67141 dagsverk, en frá 1907—1931 450018 dagsv., samtals 517159 dagsverk." — „Töðuaflinn var á Vestfjörðum 1905—1907 að meðaltali árlega 48954 hestar, en 1928—1930 að meðaltali 93537 hestar. Útheysaflinn var 1905—07 121813 hestar, en 1928 —30 97739 hestar. Jarðepla- uppskeran var 1905—07 að meðaltali árlega 1016 tn., en 1928—30 2505 tn., rófnaupp- skeran 1905—07 341 tn., en 1928—30 1234 tn.“ Þá er einnig fróðlegt að at- liuga búpeningseign Vestfirð- inga. Hún var sem hér segir: Tala sauðfénaðar var að með- altali árlega 1905—07 53779, en 1928 70768, nautpenings 2455 1905—07, en 2556 1928— 30, hrossa að meðaltali árlega 1905—07 3050, en 1928—30 2967. Árin 1905—07 var ekkert geitfé á Vestfjörðum, en að meðaltali árlega 1928—30 255. Hæns eru heldur ekki talin 1905—07, en 1928—30 að með- altali árlega 3735. — Greinarhöf. bendir á að töl- ur þessar sýni að á þessum ár- um hefir mikið verið unnið að nýyrkju á Vestfjörðum, að „jarðargróður hefir aukist um meira en lielming og sauðfé fjölgað að verulegum mun.“ Hins vegar megi ætla, að þeim, sein að búnaði vinna, hafi fækkað. Hina auknu framþró- un megi að miklu leyti þakka Búnaðarsambandi Vestfjarða. Þvi næst ræðir greinarhöf. um framtíðarstörfin, verkefnin sem biða, og er sem vænta má hjartsýnn um framtíð sam- bandsins og Vestfjarða. — Rit- gerð Kristins Guðlaugssonar er ítarlegt yfirlit yfir sögu sambandsins, fróðlegt og vel skrifað. Sýnir yfirlit þetta glögglega hve viðtæk starfsemi j sambandsins hefir verið. Grein Kristjáns Jónssonar um land- búnað á Vestfjörðum er og næsta fróðlegt yfirlit. — Þá er skemtileg frásögn um „Skrúð“, gróðrarreitinn fræga, sem síra Sigtrj'ggur Guðlaugsson kom upp á Núpi i Stekkjarlág svo kallaðri, „ofurlitlu hvolfi und- ir Núpnum i minni Núpsdals, ca. V-2. km. frá bænum.“ Var undirbúningsstarfið erfitt og reitnum gefið nefnið „Skrúð- ur“ þ. 9. ágúst 1905, en þann dag munu hafa verið rétt 150 ár frá því fyrst voru gróður- settar kartöflur i íslenskri mold. Tilgangurinn var að „sjá og sýna hvað þrifist gæti af nytsemdar og fegurðar- gróðri i vestfirski jörð, er brugðið hefir verið um órækt- areðli. Og þessi hugsun styrkt- ist, er jafnframt tókst að koma upp skólakenslu á staðnum. Skyldi þá ræktun reits þessa vera ein grein skólastarfsem- innar, nemendum til lærdóms, nota og gleði. Var nokkur ár sá háttur upp tekinn (1910— 1914) að skólanemendur þeir, er vildu, gróðursettu þar hver eina trjáplöntu, sér til minn- ingar. Eru um 50 reynitré i reitnum, er þannig hera nöfn nemenda skólans.“ Hæstu reynitrén í reitnum eru nú 4— 5 metrar. Gulviðir er nokkru .lægri. Af öðrum tegundum má nefna: Skandinaviskan reyni, barrfelli, furu, hlyn, eplatré, runnategundir ýmsar, en björk var ekki gróðursett fyrr en 1926. Þrífst hún sæmi- lega. — 1 reitnum er mikið af aðfegnum íslenskum jurtum og nokkuð af erlendum blóm- jurlum. Fyrir 2 árum var byrj- að sá heimafengnu fræi til reyniviðar. Hafa þær plöntur lifað sæmilega til þessa. Sum- arið 1915 voru lagðar vatns- pipur i reitinn og i sambandi við þær steyptur dálitill gos- brunnur. Reiturinn er nú 2000 ferm. Ennfremur er gróðrar- hús úr steyptum steini og gleri i reitnum, og loks má geta þess, að talsvert af steina og bergtegundum, er safnað liefir verið sýnishornum af, er geymt í Skrúð. — Er það Núpsskólanum vissulega mik- ill fengur, að eiga þennan fagra reit. Munu Vestfirðingar láta sér ant um hann, þvi að þótt margt hafi verið gert til framfara og aukinnar menn- ingar á Vestfjörðum seinustu 25—30 árin, þá er þarna að finna einhvern fegursta vott- inn af slíkum störfum þar í fjörðunum. a. IIIIIIHIHIIIIIIIIIIIIIIII........ Skipa.smida.stöd Rcykjavikur Símar: 1076 - 4076. Magnús Guðmundsson Símnefni: Skipasmíðastöd. Byggjum eins og að undanförnu allar stærðir af mótor- skipum og bátum til fiskveiða og siglinga. Útgerðarmenn og sjómenn! Kaupið skip bygð af oss, þau eru hvað styrkleika, lag og útbúnað snertir bygð fyrir sjó og veðurlag kring um strendur íslands. Vér bygggjum úr eik, fyrstu tegund, byrðingur úr löngum lengdum; spörum ekki eikina í ínnviðina eða undirbyggingu fyrir vélarnar og annan útbúnað skipanna. Vér vitum hvernig skip fyrir ísienska sjómenn Jurfa að vera, eftir 25 ára reynslu í skipasmiði. Látið eigi umboðsmenn fyrir útlendar skipasmíðastöðvar telja yður á að kaupa ótraust og léleg skip, sem eru bygð þannig, að þau einungis líta vel út, en vantar styrkleika, þrátt fyrir það, þótt skipin séu styrkt eftir að þau koma hingað til lands, verða þau aldrei eins traust, eins og ef þau hefðu verið hygð vel í fyrstu. Munið eftir, að vér erum ávalt reiðubúnir að taka skip yðar á land til hreinsunar og viðgerðar, og að þér fáið hvergi fljótari afgreiðslu, hvergi betur unnið og hvergi ódýrari við- gerð en hjá oss. Skipavagn (slippur) vor er 120 fet á lengd, knúinn raf- magni og er því ávalt til taks. Vér höfum skipauppsátur og viðgerðir í Hafnarfirði.. Vér höfum ávalt alt efni til viðgerða fyrirliggjandi og kaupum og seljum ekki nema fyrsta flokks vörur. Talið við oss. Komi það fyrir, að skip yðar sökkvi eða strandi, munum vér, eins og reynslan hefir sýnt, ekki vera lengi að sækja það, ef það er annars liægt og gera það sjófært aftur, ef þér snúið yður til vor í tæka tíð. Látið oss byggja skip yðar. Látið oss gera við skip yðar. mm.: vor í/íertihu jkip % ■ '-'4%' **'i'f ■: ,■' 'Á ' 'ndzvs ' ►í? ' ' ! ■ Látið oss hreinsa og mála skip yðar, það eykur öryggi á sjóferðum yðar. Virðingarfylst, Mag'nús Gnðmnndsson. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIHI......IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIHIIIIIIII
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.