Vísir - 30.04.1933, Blaðsíða 77

Vísir - 30.04.1933, Blaðsíða 77
yísiR ENGINN, sem vill kaupa ódýrt og jafnframt gott og hentugt byggingarefni, gengur framhjá hinu Qölbreytta úrvali hjá undiprituðum. Á meðal annars skal bent á: #• HURÐIR, hurðarlista, hurðarkarma, gólfborð m. rm, unnið úr þurrustu og bestu tegund harðviðar (Ore_- gon-pine), sem hægt er að fá. Ennfremur óunninn harðvið (Oregon-pine), eik, teak og mahogny. KROSSVIÐUR úr eik, furu, birki, gaboon og Oregon- pine. to SÆNSKUR ASFALTPAPPI, bestu tegundir til innan- og utanhússnotkunar. „Inniton“-þakpappa, gráan, grænan og rauðan, með 10 ára ábyrgð. Asfalt og as- faltlím. A/S „SANO“ viðurkendu korkeinangrunarvörur, svo sem: veggjakork í frystihús, kælirúm og ibúðarhús. Korkgólf (Ex-panko korkparket). „Korkotex“-vegg- plötur 11 m. m. þykkar, 1 m. á breidd og lengd eftir óskum. Plöturnar má leggja á lista eða líma á múr. Að innan eru þær sléttar undir málningu eða vegg- fóður. ELDHÚSVASKAR úr ryðfríu stáli, sem ekki þarf að fægja og altaf halda sínum upprunalega silfurgljáa. SKRÁR OG HANDFÖNG af nýjustu gerð. og veggplötur í gráum, bláum og rauðum iit. Iva-eldavélin eyðir mjög litlu eldsneyli, ösku- ryk þekkist ekki, pottarnir standa ofan á plötunni svo ekkert sót fellur á þá. Enso-veggfóður, g 2 mm. þykt, hlýtt og haldgott, engin samskeyti 55 á veggjum. g Enso-veggplötur <08 11 mm. þykkar 122x276 cm, traustar sem S8 viðarþil og þrem sinnum hlýrri. JÓN LOFTSSON, Austupstræti 14. Simi 4291. ið, að tala um „eitrun jarðar'1 i sambandi við útlendan áburð. Þvi liefir þó verið haldið fram erlendis, að áburður þessi eitri jarðveginn smám saman og mætti svo fara, að hann yrði lítill lieilsugjafi búpeningi vor- um og jafnvel mannfólkinu lika, er til lengdar léti. — En um það skal ekkert fullyrt, og vel má vera, að bót yrði á slíku ráðin, ef fullvíst yrði, að áburð- urinn væri skaðlegur. Visindin kunna ráð við mörgu á þess- um tímum. En á það má benda, að bú- peuingur landsmanna er , nú haldinn ýmisum kvillum, eink- um sauðfénaðurinn, sem áður voru óþektir hér á landi. Þetta er býsna athyghsvert. Meðferð fénaðarins hefir batnað siðustu árin. Fénu er gefið betur en áð- ur gerðist — meðal annax*s taða, sem ef til vill er vaxin upp af útlendum áburði — og húsa- kynnin eru yfirleitt betri. — « Sarnt verður féðóhraustarameð hverju árinu sem líður. Hvað veldur þeirri ólireysti? — Menn vita það ekki. — Mundi nú nokkur fjarstæða, að láta sér detta i hug, að orsakanna sé að leita i einhverju aðfengnu? Og mundi þá ekki afsakanlegt, þó að sú hugsun hvarflaði að mönnum, að hennar kynni að- vera að leita í útlenda áburðin- um? Útlendur áburður ætti ekki að vera til í þessu landi, jafn- vel þó að hann kunni að vera óskaðlegur. Hann er óhæfilega dýr og svikull að því leyti, að hann bætir ekki jarðveginn til frambúðar. Hann er vasaþjóf- ur, sein þjóðin ætti að losna við, sem allra fyrst. Væri ekki nær, að reyna að finna einhver innlend áburðar- efni, ef þjóðin kernsl ekki af með húsdýra-áburðinn, eins og verið hefir? Mundi ekki auðgert, að vinna mikinn og góðan áburð úr ým- isum sjávarföngum? — Og mundi það ekki verða öUu nota- drýgra í bráð og lengd? IV. í ungdæmi þeirra manna, sem nú eru af léttasta skeiði, var það mikiU siður um flestar sveitir, að safna fjallagrösuni að vorinu. — Grasatekjan hafði þó verið miklu meiri áður, sem kunnugt er. Hafa grasaferðir að vorinu löngum verið hin mesta skemtun, og á grasafjalli hafa mörg æfintýr gerst, hæði fyrr og síðar. Unga kynslóðin hlakkaði til grasaferðanna. Þá var hægurinn nærri fyrir pilt og stúlku, að draga sig út úr hópnum og ræða hugðarmál sin. — Og víst er um það, að margir kossar hafa verið gefn- ir og þegnir á grasafjalU og margur sáttmáli gerður, sem í gildi stóð til æviloka. En „gamla fólkið“ trúði á „forynjur og tröll“ og þvi stóð beygur af því, ef ungviðið hvarf bak við klett eða leiti. Útilegu- mennimir gátu komið og tekið það á svipstundu, einkum stúlk- urnar. — Þeir voru oftast kven- mannslausir, greyin, og stóðust ekki freistinguna, ef þeir sáu unga og fagra stúlku á grasa- fjalli. Og ungviðið kom lieitt og rjótt og glatt af grasafjallinu, en hið aldraða liðið var liljóð- látt og bjó yfir ægilegum sög- um. Enginn þekti leyndarmál fjallanna og líklega væri best að hafa liægt um sig, fara var- lega og láta þá gömlu ráða. * * * * Nú eru allir hættir að „fara til grasa“ og fjallagrös ófáan- leg, nema ef til vill í lyfjabúð- unl, bg þykir þó mörgum þau grös, sem þar fást, ærið ólik því, að þau sé íslensk. Þetta er mikil afturför og grasaferð- ir ætti að takast upp af nýju. Fjallagrös eru áreiðanlega lioll fæðutegund og geta orðið til mikilla búdrýginda. Grasa- grautarnir voru góðir og í raun réttri miklu betri matur, en margir þessir „nýmóðins“ grautar og súpur, sem nú verð- ur hvergi undan komisl. Er margt af því sulli í rauninni hið mesta ómeti, þó að tískan, hingað komin utan úr löndum, telji þá nauðsynlega. Fjallagrös má vafalaust mat- búa á ýmislegan hátt og blanda þeim við inargskonar fæðuteg- undir,*bæði til smekkbætis og búdrýginda. En sá, sem þessar línur skrifar, er því miður ekki svo fróður, að hann geti sagt fyrir um matargerð. — Þessi fáu orð áttu líka að eins að vera til þess, að minna menn á f jalla- grösin og livetja þá til þess, að afla sér þeirra. — Ef vel væri, ætti hvert heimili landsins að eiga svo sem tunnusekk af fjallagrösum á hverjum haust- nóttum. Þáð væri góð björg í bú, og ef til vill yrði þó mesti ávinningurinn sá, að heilsufar sumra yrði betra. Fjallagrösin eru áreiðanlega holl og hafa vafalaust bætt heilsufar þjóðar- innar á liðnum öldum. Einbverjir kunna að halda því fram, að fólkið megi ekki vera að því lengur, að fara á grasafjall. Það er satt að vísu, að fólkselda er mikil í Sveit- unum, en þó ætti að vera kleift að sinna þessum störfum. Ein- hvern tíma fyrir sláttarbyrjun ætti að vera hægt að sjá af ein- um eða veimur sólarhringum frá öðrum störfum og mætti þá nota þau dægur lil grasaferðar. Kaupstaðabúar ýmsir, sem iðjulitlir ganga, gæti og varið tima sinum ver með öðrum hætti en þeim, að safna fjalla- grösum. En vitanlega yrðu þeir að hafa leyfi landeiganda til grasatinslu og gæti þá ef til vill orðið að samkomulagi, að þeir léti hann’ hafa nokkurn hluta grasanna sem þóknun fyrir leyfið. Nú er mikið um það talað og skrifað, að þjóðin eigi að búa sem mest að sínu. Væntanlega fylgir einhver alvara þessu hjali, og væi*i rangt að búast við öðru að óreyndu. — Fjalla- grösin eru meðal þeirra gæða, sem ísland býður börnum sín- um og ekki hin lökustu. — Væri nú ekki rétt að taka upp fom- an sið, og nota fjallagrös til manneldis á liverjum bæ? V. Sá, sem þetta ritar, var stadd- ur á sveitabæ kveld eitt i fyrra- sumar. Vildi þá svo til, að bóndi ætlaði að lóga nauti tvævetru þá um kveldið. Var tuddi farinn áð gerast úfinn i skapi og eyk- inn og þótti bónda ekki rétl að biða þess, að hann yrði ein- hverjum að slysi. Boli var skotinn að húsabaki, en því næst skorinn á háls. Blóðið fossaði niður á völlinn og var ekki liirt. Eg spurði bverju slíkt sætti, því að i ung- dæmi mínu var ekki siður, að skera gripi niður, sem kallað er. Þetta var á miðjum slætti og munu sláturföng frá liaust- inu áður hafa verið þrotin eða á þrotum. — Bóndi svaraði, að ekki væri til neins að hirða blóðið, þvi að fólkið vildi ekki borða blóðmör. Mér þótti þetta furðulegt og ótrúlegt. — Hvern- ig mátti það vera, að fólk væri orðið svo matvant, að það liti ekki við nýjum blóðmör? Blóð- mör er saðsamur matur og góð- ur og nýnæmi að fá hann heit- an á miðjum slætti. En bóndi sagði, að hann yrði ekki étinn. Fólkið „fúlsaði" við honum, eins og hann orðaði það. Þetta er eittlivert öfug- streymi. Slátur hefir verið tal- inn góður matur og þjóðin hef- ir neytt þess frá upphafi vega sinna, að því er líklegt má þykja. — En nú er svo komið — mitt i allri kreppunni og vandræðunum — að skera verð- ur niður stórgripi i sveitum, sakir þess, að fólkið vill ekki eta blóðmörinn. Það vill heldur útlenda fisksnúða, sætsúpu og annað þess liáttar glundur. Víðsvegar um land mun fé „skorið niður“ á hverju liausti i sláturhúsum, svo að mörgum þúsundum skiftir. Kaupstaða- búar vilja ekki kaupa slátrin því verði, sem á þau er sett, og bændur hirða ekki um, að flytja þau lieim til sin. — Með þess- um hætti fer mikil matbjörg til spillis, en útlent dót er keypt í staðinn og mun hagurinn af þvi ráðlagi ærið vafasamur. Þjóðin á að búa sem mest að sínu og „íslensku vikunni“ er ætlað að glæða skilning manna í þeim efnum, Meðan góðum, innlendum matvælum er fleygt i sjóinn og sorpið, er áreiðanlega öfugt stefnt og nokkur ástæða til að ætla, að lítill hugur fylgi máli hjá þeim, sem bæst prédika um sparnað, nýtni og að þjóðin eigi að búa sem mest að sínu. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.