Vísir - 24.12.1933, Page 11
V í S I R
„Húfumanni“
og Gudda mín.
Eg er barn gæfunnar — ungur og hraustur, fær í
allan sjó. Eg elska lifið, hvern dag, hverja líðandi
stund. Hamingjan stráir rósum á götu mína og fögn-
uður býr i sálu minni — frá bausti til vors og frá
vori til hausts. —
Eg er gæfunnar barn, þvi að eg skulda engum
neitt, þrái hvorki auð né upphefð, öfunda engan og
el ekki liatur i brjósti til nokkurs manns.
Eg er áliorfandi hins dularfulla mannlífs, frjáls
og engum háður. Og aleiga min af veraldar-auði er
liesturinn sem eg sit á -—• svanhvítur gæðingur, hverj-
um hesti betri.
En sá blessaður liiti, núna upp úr liádeginu! —
Sól um láð og lög og mjúkur andvari sunnan af heið-
um. — Og líbráin hoppar og leikur sér á tindum
blárra fjalla.
Eg befi verið á ferðinni i alla nótt. Og eg hefi liorft
á rauða sólkringluna hálfa i sjó lengsl norður í hafi.
Bráðum ælla eg að nema staðar og lofa Sörla mín-
um að grípa niður. Hann á það margfaldlega skilið,
ijlessaður klárinn. Hann hefir borið mig langan veg
síðan í gærmorgun. Og altaf er hann jafn-yndisleg-
ur, lyftir fótunum liátt og fagurlega, rís upp í fang-
ið, veður áfram á töltinu og faxið klýfst eftir endi-
löngum makka. En stundum liefir hann það til, að
taka af mér ráðin og rjúka á hvínandi sprett.
Eg ætla að taka af honum hnakkinn, svo að liann
geti velt sér. Eg ætla að grípa i bitann minn og halla
mér þvi næst út af í forsælunni. Maðnr hressist svo
dásamlega við örlítinn blund.
Þarna er grasi vaxin lág, löng og mjó. — Þar er
best að æja hestinum og endurnæra sjálfan sig á mat
og „kríu-blundi“.
Eg missi Sörla á rjúkandi sprett, er eg sveigi út
úr götunni. Og hann léttir ekki fyrr, en komið er að
gömlu stekkjarbroti í lautinni hið efra.
Þar er hestur á beit, rauðblesóttur stólpa-gripui',
altygjaður.
Strútóltur rakki losar svefninn og þýtur upp með
hávaða og gjammi.
Eg stikla úr söðlinum og spretti af liestinum þeg-
ar. Seppi legst niður geispandi og sinnir mér ekki
frekara.
Þá gægist: kafloðið manns-andlit yfir stekkjar-
vegginn. — Þetta er bersýnilega æfagamall fauskur.
Sólin skín á nakinn og dalaðan og gljáandi skallann.
Eg kastaði kveðju á manninn. Hann svarar ein-
bverju og þokast fyrir stekkjarliornið í áttina til
mín.
— Sæll veri góurinn, segir hinn ókunni maður og
réttir mér liönd sína. Hún er stór og beinaber, hörð
af siggi og vinnu og elli. — Eg kannast ekki við þig,
góurinn. — Þú munt vera laiigferðamaður. Og þó
einhesta. — Fallegur er hann, sá hviti. — Þú átt
liann kannske sjálfur, góurinn?
Eg geri grein fyrir mér, svo að karl verður ánægð-
ur. — Þá spyr hann, hvort þetta sé fyrsta ferðin
min um dalinn.
Eg jála því og kveðst með öllu ókunnugur á þess-
um slóðum. En ferðinni sé heitið norður í Skaga-
fjörð.
— Já — aldeilis, góurinn. Átt þar kannske stúlku-
kind eða svoleiðis? Þær eru sagðar snoppufríðar
norður þar. — Og þaðan var hún, óláns-rýjan, sem
gerði út af við hann „Húfumanna“ forðum. — Hann
fargaði sér, auminginn — fargaði sér á lengsta degi
ársins. —
— Fargaði sér?
— O-já, góurinn — það gerði hann. Og hérna und-
ir stekkjarveggnum, ineira að segja.
— Þú verður að segja mér þá sögu. Og hvernig
fór hann að því?
— Hvernig hann fór að þvi, góurinn. Hann notaði
bara linifgréluna. Og svo blæddi og blæddi og eng-
inn kom. — Já, svoleiðis var nú það, góurinn. —
Þetta skeði á'leiigsta degi ársins, eins og eg sagði. —
Og nú er lengstur sólargangur í dag. — Þetta er
fertugasta og níunda árið, sem eg kem liingað á
þessum degi, góurinn.
Yið settumst í grasið. Eg tók mér bita og bauð
karli að borða mér til samlætis. — Hann tók því
með þökkum, en kvaðst þó varla tíma því, að rífa
bitann frá munninum á mér, langferðamanninum.
— Já — fallegur er hann, sá lrvíti, og náttúrlega
ekki falur. Eg get því nærri, góurinn. Ekki svo að
skilja — eg er kaupleysingi.
— Nei, Sörli minn er ekki falur, sagði eg og
horfði ástaraugum á klárinn. Hann var að kroppa
þarna rétt hjá okkur.
— Fallega mælt, góurinn. Við eigum ekki að selja
vini okkar. Einu sinni keypti eg hest að vorlagi, val-
inn gæðing. Eg las heimþrá og sorg í augum hans
alt sumarið. Og um liaustið skilaði eg honum aftur.
— Þú ætlaðir að segja mér frá manninum með
hnífinn. —
— Jú — rétt og. Það ætiaði eg að gera, góurinn.
—- Það er raunasaga. Hann lá ekki kyr, blessaður
maðurinn, þvi að hann dó ósáttur við heiminn. Þeir,
sem fara af heiminum með halur í brjósti, komast
ekki til himnarikis fyrr en ef tir langa — langa mæðu,
góurinn minn. — Og þó liefði þeir líklega einna
rnesla þörfina fyrir, að komast þangað rakleiðis.
— En blessuð tilveran er nú svona smá-skrítin, gó-
urinn.
Eg leit á úrið mitt og mun karl liafa metið það
sem vott einhverskonar óþolinmæði.
— Það var hérna bak við stekkmn, sem liann
gerði það. Og blóðið er enn á steinunum eftir ein
áttatíu ár. — Eg kraup í bæhnu hans, góurinn, þeg-
ar þú lileyptir liérna upp lágina. — — Eg hefi helg-
að honum einn dag í lífi minu núna í fjörutíu og
níu ár samfleytt. — Það er dánardægrið lians —•
lengsti dagur ársins. — Eg er að myndast við að
biðja fyrir sál bans. — Hann verðskuldar það, góur-
inn minn. —•
—- Þið hafið, ef til vill, verið eitlhvað nákomnir?
— Nákomnir — við „Húfumanni“! O-nei — og
sussu-nei, góurinn. Eg veit engin deili á honum —
ekkert nema þetta, að liann tók sig af lifi. — Menn
sögðu, að liann gengi mjög aftur og sáu liann jafnt
freslcir sem ófreskir. Hann hræddi vegfarendur og
vilti um fyrir þeim. — Það hlýtur að vera spaug-
laust, að lenda i þeim ósköpum, góurinn xninn, að
ía engan frið annars heims. — Vera að snöltra hér
og snúast mannsöldrum saman — einmana smæl-
ingi — án lxvíldar og án vonar. — Eg tel mér trú
um það, góurinn minn, að bænirnar minar létti
kannske eitthvað undir. Þær koma að minsta kosti
frá einlægu lijarta. Og svo bað eg lika hana Guddu
mina sálugu, áður en hún dó, að tala um það við
ráðsmann himnarikis, ellegar þá Maríu sjálfa, að
láta sækja þennan aumingja og koma lionurn á sinn
stað þar i ríkinu. — En eg er einlivern veginn ekki
viss um, að þelta liafi verið gert, og veit eg þó, að
Gudda min hefir ekki gleymt að minnast á það.
Eg gef kárli að bragða á víni og spyr hann þvi
næst að lieiti. Mér þykir ófróðlegt að vita ekki nafn
hans.
— Já, gott er það, segir öldungurinn og kjamsar.
— Því næst bætir liann við: Eg lieiti nú bara Jón
Jónsson. Það er ekki mikið, góurinn, en hefir þó
nægt mér frarn á þenna dag. — Og Gudda var kon-
an min — Guðríður Nikulásdóttir — ein lxin fróm-
asta sál, góurinn minn — vinnusöm og glaðlynd.
Fór gauðslitin af heiminum, sátt við guð og menn.
Blessaður himnafaðirinn gaf okkur þrettán börn og
lók öll jafnharðan. — Það var mikil reynsla. Eg
reiddi litlu stokkana þrettán til grafar, einn af öðr-
um — einn á ári hverju — reiddi þá þversum á
hnakknefinu, en Gudda reið við hlið mína og grét
sáran. Það var þungbært, fanst okkur, að snúa heim
allslaus, og stundum var eins og gleðin vildi ekki
koma aftur. — —■ Svo var það eina nóttina, að kall-
ið kom til Guddu minnar. Eg á nú fjórtán engla í
himnaríki, auk pabba og mömmu. Og nú er mig
farið að langa til að sjá Guddu mina og börnin. Eg
er líka orðinn fjörgamalt skar — lireggbai'inn fausk-
ur, blaðlaus með öllu, fúinn í rót og ormsmoginn.
— Mér er ekkert að vanbúnaði og liefir ekki verið
i háa tið. — Eg er eins og lúinn og þjakaður veg-
farandi, sem situr við liið rnikla fljót og bíður eft-
ir ferjunni.
Eg gef lionum að dreypa á víninu öðru sinni.
Hann færist undan, en lætur þó til leiðast, með því
skilyrði, að eg bjóði sér ekki oftar. — Það er hreint
ótækt, góurinn minn, að eg sé að drekka þetta frá
þér, langferðamanninum. —
Eg segi, að hann megi eiga glasið, þvi að eg eigi
aðra flösku i töskunni. —
— Mér hlýnar innvorlis af svona góðvild, segir
öldungurinn, og stingur pytlunni i vasann. — Þeir,
sem komnir eru á minn aldur, finna livað að þeim
snýr. — Og þökk skaltu liafa, góurinn minn, fyrir
örlæli þitt og alúð við gamlan mann. —
Hann þegir litla liríð, en tekur því næst til máls:
— Sérðu bæinn þarna fram undir ásnum. — Það
er Orratunga. — Eg réðist þangað vinnumaður, rúm-
lega tvitugur að aldri. — Þá voru afturgöngur
„Húfumanna“ enn í algleymingi og þóttust rnenn
iðulega sjá hann á flökti um dalinn. — Hann er
kallaður „Húfumanni“ sakir þess, að liann sést ein-
att með skinnliúfu mikla á höfði — liið venjulega
höfuðfat, sem hann bar í lifanda lífi — jafnt sum-
ar sem vetur. — Nú bar svo við, góurinn, fyrsta
veturinn minn i Orratungu, að eg var sendur út að
Grisanesi, bæ hér á Ströndinni hið neðra — send-
ur þangað á sjálfan aðfangadag jóla. — Mér var
líll um þetta gefið, þvi að vilanlega mundi eg lenda
i rnyrkri. Eg var ekki allskostar laus við myrkfælni
á þeiin árum, og iangaði ekki til að kljást við
„Húfumanna".
Segir nú ekki af ferðum mínuin fyrr en eg kem
hér upp á brúnirnar á heimleið og er þá meira en
liálfrokkið. Hugsa eg mér þá að varast Stekkjar-
lágina, set mig yfir ána í Stóranesinu og skálma
fram Taglið liinum megin. — Jörð var flekkótt af
snjó — þiljur i lægðum, en melar auðir, börð og
liávaðar. Fer eg nú nefsneiðing upp i Taglið hér
andspænis okkur og vonast til að sleppa við draugsa
með því móti. — En þegar eg kem á stóra melinn
kollótta, þarna fyrir liandan — hann heitir Kvigu-
melur og lautin Kvigulág — þá sé eg einliverja
ógnar-flygsu — i pilsum að eg hygg — strunsa út
á skaflinn í láginni. — Nú verður mér ekki um sel,
góurinn, og tel alveg sjálfsagt, að þarna sé „Húfu-
manni“ lcominn. Samt furða eg mig á því, að dólg-
ui'inn skuli nú birtast i konugervi, þvi að eg liafði
aldrei lieyrt þess gelið, að hann væri liamskiftingur
eða hefði það til, að bregða sér í allra kvikinda liki.
— En þetta var sjálfsagt algengur drauga-hrekkur.
— Meiningin sú auðvitað, að karlmaðui’inn i
brjósli mínu vaknaði til lifsins og skipaði mér með
barði’i hendi, að sleppa nú ekki þægilegU kossa-færi.
— En jafnframt fer eg að gruíla út í það, hvernig
áians-draugurhm liafi feugið að vita, að eg væri i
frekara lagi upp á kvenliöndina — en það var eg,
góurinn minn, og skammast mín ekkert fyrir. —
En „rétt sem“ eg er að íhuga þetta, kveður við
óstjórnlegt angistar-vein og samstundis tekur ófögn-
uðurinn i láginni til fótanna, þrifur pilsin upp á læri,
brunar skaflinn á enda og liverfur út í myrlírið.
Eg stóð sem steini lostinn. — Þetta er ekki liann
„Húfumanni“, segi eg við sjálfan mig. Þetta er bara
myrkfælin vesaliugs-lcona, sem liyggur að þú, Jón
Jónsson, sért di'augur eða illur andi. — Og áður en
eg fengi ráðrúm til frekari liugleiðinga, var eg rok-
inn á bullandi sprett á eftir kvenmanninum. Eg
hleyp og kalla — lcalla og hleyp, en enginn ansar.
En við og við heyri eg angistar-veinin og stundum
ber flykkið við loft á næsta leiti. Og svona var lilaup-
ið og kallað, oi'gað og liljóðað lengi-lengi. — Eg
var alveg að niðurfalli kominn og hlaupastingurinn
ællaði hreint að drepa mig. — Þá sé eg — eða grilli
öllu lieldur — að ferlikið rasar og fellur, byltist um
lirygg og veltur niður í skorning. Eg lina á sprett-
inum og kasta mæðinni — jafna mig ofurlitið, en
kalla því næst: — Hver er þar? — Steinhljóð. Eg
kalla aftur og segi: Hvar ertu — hver ertu? —
Þá er svarað i skorningnum, ofboð vesaldarlega:
Gudda á Strönd — Gudda á Strönd — i Jesú nafni!
— Ekki lirædd, ljúfan, segi eg — ekki hrædd. Þetta
er ekki liann „Húfumanni“ — það er bara eg —
hann Jónsi! — Guði sé lof og þökk, segir aumingja
stúikan. Eg liélt þú værir draugurinn. — Sama hélt
eg um þig, segi eg. — En nú er ógnin liðin hjá, og
liættu nú að skæla, Ijúfan mín. —
Eg settist hjá stúlkunni. Við vorum enn spreng-
móð af hlaupunum og þögðum fyrst í stað. Og grát-
urinn liljóðnaði smám saman, en værð og friður seig
yfir okkur bæði. Svo fór eg að þerra af henni tárin,
hægt og gætilega. Eg mun hafa liaft orð á þvi, gó-
urinn, að augun væri falleg og vangarnir mjúkir.
Þá leit hún framan í mig og brosti. — Kossarnir
komu eins og af sjálfu sér og þar á eftir trúlof-
unin — liátiðlegasta augnablik lifsins, góurinn, þvi
að rélt í þeirri andránni, sem eiðarnir voru festir,
hófst klukknahringingin á prestsetrinu. — Við fund-
um bæði, að mikið liafði gerst á lítilli stundu, og
hugirnir samstiltust í bæn og þökk til lians, sem
gefur og tekur. — Og alt var þetta „Húfumanna“
að þakka, eða óttanum við liann öllu heldur —
þennan friðlausa aumingja, sem brotnaði undir ofur-
magni liaturs og sorgar. — Þá strengdi eg þess heit,
að biðja fyrir sálu lians á lengsta degi ársins —
dánardægrinu sjálfu — alt lil hinstu stundar. Og
eg lieli ekki brigðað það lieit, góurinn.
Við sátum lengi saman, Gudda mín og eg, og
ræddum um framtiðina. — Fagrar hallir risu ein
af annari — musteri kærleikans og vonanna.
Síðan hefi eg lifað niörg unaðsleg jólakveld, góur-
inn minn, en þetta er þó minnisstæðast og ljúfast
að öllu.
GLEÐILEG JÓL!
Hcifliði Baldvinsson.
aií
aj^
GLEÐILEG JÓL!
Einar Ólafsson, Klapparstíg 37.