Vísir - 24.12.1955, Blaðsíða 9

Vísir - 24.12.1955, Blaðsíða 9
JÖLABLAÐ VÍSIS Konan í rúminu lauk upp •augunum og í sama bili heyröi hún klukkuna niðri í stofunni slá. Hún taldi slögin, sem voru hseg og sein og hljómmikil, og varir hennar bærðust, meðan hún taldi, án þess að mynda .orð, ósjálfrátt, eins og hún væri að telja lykkjur á prjóni eða að hafa yfir morgunbæn í hugan- um — eitthvað, sem engum kæmi við nema henni. Þangað til skyndilega að hún hrökk við og fann að eitthvað var öðruvísi en það átti að vera, að þessi morgunn var frábrugðinn morgnum annarra daga: klukkan sló níu. Og þeg- ar seimdreginn tónn síðasta slagsins fór um húsið, þá sett- ist konan upp í rúminu og það var felmtur í svip hennar og augu hennar hvörfluðu spyrj- andi um herbergið, eins og hún kannaðist ekki við sig á þessum stað, heldur væri þetta í ókunnu húsi. „Hvernig stendur á því, ég hef sofið klukkutíma lengur en ég er vön?“ spurði hún upp- hátt, en það svaraði henni eng- inn, því að hún var ein. Hún leit áhyggjufull til rekkju bóndans hinum megin í her- berginu, rekkjan var uppbúin og óbæld, Ragnar hafði ekki komið hér í nótt. Nei. Ekki komið í hjónaher- bergið. Hún hafði heldur ekki búizt við því: Þeim hafði orðið sundurorða í gærkvöldi, og ekki hirt um að leita sátta, heldur gengið hvort sína leið, þegar rimman tók að þreyta þau — hún upp í svefnherbergið, hann inn í skrifstofuna á neðri hæð. En slíkt hafði komið fyrir áður, reyndar ekki mjög oft, bara nokkrum sinnum. Þá hafði Ragnar ekki fylgt henni upp, heldur gist í ski'ifstofunni, hann gat búið þar um sig sjálfur og látið fara vel um sig, — á legu- bekk undir tveim hlýjum ullar- teppum, og nóg af púðum í stað- inn fyrir kodda. Aftur á móti hafði hitt aldrei brugðizt fyrr, að hún vaknaði klukkan átta og hefði morgun- kaffið tilbúið um hálf níu. Þau höfðu jafnan . mætzt sátt að kalla að morgni og ekki látið ágreiningsefnin lengur standa i vegi fyrir eðlilegri umgengni. Hann vann í sparisjóðnum frá klukkan tíu til tólf og aftur tvær stundir eftir hádegið, þess utan hafði hann éngum opin- berum skyldum að gegna, en gat sinnf þeim verkum, sem hann sjálfur kaus. Hún sté fram úr rúminu, smeygði berum fótunum í inni- skó og gekk út að glugganum. .Eitthvað óvenjulegt hafði gerzt meðan hún svaf, og þessi morg- unn leyndi hana einhverju, — allt var það með einhverjum hætti breytt. Jafnvel grasflötin í blómagarðinum hennar, hún var allt í einu orðin græn; sVo mjög hafði hún aídrei séð hana skípta litum á einni nóttu. í gær hafði líka verið sólskin og hvít birta og andlit jarðarinnar hreint og opinskátt, en nú var himinninn alskýjaður og skúr.a- ieiéingar u.m alian sjó. Sjórinn ' ‘ *' ni dimmgrár og mjúkur og bærði ekki á sér, fiskibátai'nir á Iegunni eins ,og þeir væru greyptir í storkið blý. Aftur á móti var útlenda hafskipið, sem hér liafði legið undanfarna 9 daga, ekki lengur á sínum stað — það var horfið. Það var horfið, — já, því ekki það? Skip koma og fara, þau ílendast ekki á neinum stað, heldur eru hvarvetna gestir — og vei þeim, sem tengir þrá sína og draum við skip: hann geng- ur ekki framar heill til skógar. Jason skipstjóri hafði komið í þetta hús fyrir viku, í fylgd með Ragnari, og síðan flesta daga, síðast í gærkvöldi, og ekki haldið á brott fyrr en með morgni. Allan daginn í gær hafði hún kennt ilminn af dýr- um vínum hans og tóbaki í stof- unni, þar sem þau höfðu setið, og hún hafði lokað dyrum og gluggum, til þess að varðveita ilminn sem lengst og setið þar langtímum einsömul og ekki haft annað fyrir stafni en draga andann. Henni hafði fundizt hann glæsilegur, og kanmske hafði hún ekki fyrirhitt geð- felldari mann, né heldur gædd- an slíkri æsku, — mjúklátari og ástríðufyllri í senn. Hann var í ætt við kvika lognbylgjuna, sem faðmar að sér skerin og dregur sig jafnskjótt til baka á ný, óþreytandi, en aldrei ofsafeng- in, söm og jöfn í ástleitni sinni, hversu oft :sem henni er hrund- ið frá. En ekki gat hún fyllilega átt- að sig á, hvað Ragnari gekk til að koma svo oft með hann hing- að heim. Hvorki var það í hagn- aðarskyni né vegna aðdáunar á þessum norska sæfara Og tæp- lega vegna vínfanganna, sem hann lagði á borð með sér, því að Ragnar neytti þeirra af mun meiri hófsemi en búast hefði mátt við. En hvað var það þá, sem fyrir honum vakti með kunningsskapnum við Jason — þessum heimboðum, sem í hennar augum báru á sér öll einkenni uppgerðar, jafnvel andúðar? í viðurvist gestsins talaði hann tungu hins hleypi- dómalusa veraldarmanns; um valfrelsi maúneskjuhnar á torg- um og rétt hennar til áð haga segiiim eftir vindi á lífsins ólgusjó. En þegár hann var farinn, brá hann á hæðnishjaí um hið mennska í fari manna og varpaði að konu sinni tví- ræðu glensi um framkomu hemiar við gestinn. Hann lék afbrýðisaman eiginmann, en hún fann að það var einungis leikur, uppfundinn til að dylja sjálfan veruleikami, hver sam hann var. Ef til vill hafði til- gangur hans verið sá að særa hana, egna hana til ófriðar við sig, leita uppi veikleika í fari hennar, finna á henni höggstað. Já, henni var alls ekki grun- laúst um, að Ragnar vildi sitt- hvað vinna til að géta fundið á henni höggstað, enda sér þess vel meðvitandi, að á honum sjálfum fundust margir slíkir staðir! Og satt að segja h.afði hún oft látið hann kenna á þvi, en eingöngu í þvi skyni að reyna að gera úf honum- 'heil- steyptan mann, virðulegan, á- reiðanlegan, í líkingu við. föður hennar sáluga, — preStinm Jæja, svo Jason skipstjóri hafði látið í haf þessa nótt — og ekki komið til að kveðja. Nei. Það gerði heldur ekkert til. Þegar á allt er litið — þegar öll kurl koma til krafar, þá er rúmhelgin líka bezt. Hinir æv- intýralegu dagar reglubundinn- ar iðju, heimilið, hin gamal- kunnu andlit nágrannanna, sem maður hefur alltaf þekkt. Nú heyrði hún kallað til sín utan af ganginum. Það var Njáll sonur hennar, þrettán ára, hann var sjálfsagt búinn að hirða kýrnar og langaði nú í morgun- bitann sinn. Hún gekk fram að dyrunum og opnaði hurðina. hennar, að minnsta kosti ekki óbreyttur meðlimur fjölskyld- unnar. „Guð gefi þér góðan dag, Fróði minn. Hvernig svafstu í nótt?“ „Vel,“ gegndi drengurinn, án þess að líta upp úr bókinni. Hann sat uppi í rúminu með há- an hlaða af koddum við bakið. „Hvað á ég að færa þér — hverju hefur þú lyst á núna?“ spurði móðirin blíðlega, án þess að nálgast hann meir, —• hún stóð utan við þröskuldinn og talaði inn í gættina. PALÍIMA SMASAGA EFTIR GUÐMUND DANIELSSDN „Hvers vegna er ekkert kaffi?“ spurði drengurinn. „Klukkan er farin að ganga tíu og ég er löngu búinn í fjósinu.“ Hún leit til hans seni snöggv- ast, hvort hann hefði skitið sig mjög út og'. hvort hann hefði farið úr gúmmistígvélunum sín- um niðri. Hann var á sokka- leistunum, en það var mikið af heykuski í peysunni hans og nankinsbuxurnar hans óhrein- ar að framan, eins og hann hefði lagzt á hnén í flórinn. „Að sjá hvernig þú hefur út- verkað þig, drengur!“ kallaði hún gröm. „Farðu niður í eld- hús, ég kem strax. Heyrðu, hef- urðu séð hann pabba þinn í morgun?“ „Nei.“ Hún hvarf aftur inn fyrir hurðina og hraðaði sér í fötin. „Getur það skeð, að maður- inn sofi ennþá?“ hugsaði hún; hitt fannst henni þó trúlegra, að hann væri genginn út. Allt í einu mundi hún eftir Fróða litla og ákvað að líta inn til hans áður en hún færi niður. Hann var tvíburabróðir Njáls og löngum heilsuveill. Hann bjó í rúmgóðu sérherbergi í norðvesturhorni hússins uppi á lofti og naut margs konar for- réttinda á heimilinu. Hann lék sér aldrei með öði’um börnum, þó hress væri, en hann var sjaldan hress og oft rúmliggj- andi, sjaldnást þó svo veikúr, að hann gæti ekki sinnt bók- lestri, og las flestum stuxulum. Hún barði að dyrum.áður en hún gekk inn til hans, eins óg hann væri næturgestur í húsi Pilturinn var of niðursokkinn í bókina til að svara strax, hún varð að endurtaka spurninguna. „Hvað viltu að ég færi þér, Fróði minn, ég svaf dálítið vfir mig, en nú er ég að fara niður til að hita kaffið.“ „Nú, jæja, komdu þá með kaffi.“ „Og eitthvað með því? Kann- ske líka graut og mjólk?“ „Ekki vera alltaf að trufla mig, mamma, þú sérð að ég er að lesa,“ gegndi sjúki pilturinn, tómlátur, eins Og umræðuéfnið kæmi honum ekki við. Konan sagði ekki fleira, held- ur lokaði dyrunum og gekk nið- ur stigann. Fyrsta verk hennar, þegar hún kom niður, var að líta inn í skrifstofuna, hvort Ragnar væri þar, en hann var þar ekki, það var ekki einu sinni sjáanlegt að hann hefði sofið þar í nótt: teppin lágu saman- brotin á legubekknum og púð- arnir á sínum stað. í annað sinn á þessum morgni greip hana uggvænleg tilfinn- ing þess konar, að í nótt hefði g'erzt eitthvað, sem þaðan í frá breytti eðli daganna og inni- haldi þéírra, jafnvel henni sjálfri: Var eiginmaður hennar, Ragnar Njálsson, búinn að kalla einhverjra hneisu yfir. þetta heimili? Hvaða rétt hafði hann til að .Íéggjást út eins og gámall fresp 'eða'fyllirafíuL þó VS hon-i úm ■sinnað'íst við 'kbnúna" shia? Jafnvel þó’svo kvnjxi að vera, að honiun þætti.ekki vsent um hapa Jen.gur, þáð létti engri skyldu al herðum hans. Hún var reyndar ekki von- laus um, að hann hefði laum- azt vestur í sparisjóð, eftir að þau skildu í gærkvöldi og gists þar — í hefndarskyni við hana: til þess að gera hana hrædda, og kannski til að láta líta svo út sem hann ætti ekki lengur friðland heima hjá sér. Hún gat vel trúað honum til þessa, jafn- vel þó hann væri henni ekki mjög reiður. Hann virtist með árunum verða æ haldnari þeirri trú, að rósamt líf væri ómerki- legt líf. Sennilega þjáðist hann af einhverri tómleikatilfinn- ingu, og varð þá auðskildari þessi þráláta ástríða hans eftir æsandi viðfangsefnum, sem hvert út af fyrir sig entist hon- um þó aldrei til langframa, en hætti að fullnægja honum, þeg- ar það var ekki lengur nýtt. Lengi hafði hann þó látið sér nægja byssuna og veiðistöng- ina og þess á milli að rita lang- feðgatal sitt ásamt mergjuðum og skáldsagnakenndum ævisög- um þeirra sýslumanna, sem hann var kominn af, og um af- brotamenn þá, sem þeir höfðu ljóstað upp um og dæmt. En í seinni tíð hafði veiðiferðum hans fækkað og ritstörfin orðið stopul og flaskan gerzt tiltæk- ari en áður, og ekki örgrannt um fjárhættuspil við og við. Æjá, því miður, Ragnar Njáls- son hagaði lífi sínu ekki þannig, að hann gæti með sanngirni kennt eiginkonu sinni um allar misfellur í sambúð þeirra. En það gerði hann nú samt. Af því hann hafði gefið henni dýrar gjafir við hátíðleg tækifæri, þá hélt hann, að upp á sig gæti ekki staðið, heldur væri öll gagnrýni á hann rangsleitni ein. Hún var of niðursokkin í á- hyggjusamar hugleiðingar sín- ar um heimilisföðurinn til þess að átelja Njál son sinn á ný fyr- ir sóðaskapinn, þó að hamx ætti það skilið, en bar honum þegj- andi mjólk og brauð og kaffi og framreiddi annan skammt sarns konar handa sjúklingnum Fróða, yfirgaf því næst eldhús- ið. Hún var ein í húsinu með sonum sínum. Konan, sem mjaltaði kýrnar kvölds og morguns og fægði fyrir hana gólfin og vann fyrir hana erfið- ustu húsverkin, var heima hjá sér um þetta leyti dagsins og kom sjaldnast aftur fyrr en eft- ii' hádegi. .Og núna mundi hún einungis koma til að sækja kaupið sitt, því í dag var fjórt- ándi maí, vinnuhjúaskildagi. Það hafði verið ráðin ný vinnu- kona, einhver dugnaðarmann- eskja ofan úr sveit. Frú Pálína var lengi búin að hlakka til að fá fullgilda stúlku á heimilið núna, um leið og vorannirnar byrjuðu, því hún hafði jafnan verið óhneigð fyrir búsýslu og líkamlegt erfiði. Ragnar hafði talað um að sækja stúlkuna á hestum í dag, en að sjálfsögðu ekki fyr.r en hann hefði lokið störfum í spatisjóðnum. Hún dvaldi aðeins skamma stundi uppi á loftinu hjá syni sínum, en reikaði eirðarlaus niður í stofuna og staðnæmdist úti ýið gluggánn. Húsið stóð drjúgan 'spöl utari viÍLþettbýli kaúþtúnsins' óg álíká ’ s’þol oían Ý’ið fÍæ'ðarmálið, á rennsléttum flötum milli tveggja tjai’.na. Stígurinn heim að húsinu var stráður ljós.bleikum skeljasandi, jaðraður beg'gja mégin með sæ- börðum fjörusteinum, sem mál-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.