Vísir - 24.12.1955, Blaðsíða 27

Vísir - 24.12.1955, Blaðsíða 27
27 JÓLABLAÐ VÍSIS „Löngum var ég tæknir minn...." (Frh. af bls. 12) tennurnar glömruðu í okkur. Gestgjafinn var hinn geð- þekkasti maður í náttskyrtu og buxum, með axlaböndin lafandi Ferðaföngiiii! vísað á íæksii. og heimasaumaða skó á fótum. Hann var með sítt skegg, sem var gulnað af tóbaksreyk, og með svörtum rákum eftir munntóbaksnotkun. „Brennivín!“ hrópuoum við 'allir í kór. -— „Brennivín! . . .“ Olckur var sannarlega þörf á því að fá eitthvað hressandi og styrkjandi eftir þetta 16—18 tíma ferðalag í hinum íslenzka iskulda. En gestgjafinn upphóf sína hægri hönd, eins og hann vildi sefa ákafa okkar. „Ég hef ekki leyfi til að veita áfengi,“ sagði liann. „Ég er veitingamaður, og þér vitið, að enginn veitingamaður á íslandi hefur vínveitingaleyfi." „Hvað skal oss þá til varnar verða?“ varð einum að orði. „Þið skuluð snúa ykkur til héraðslæknisins," svaraði gest- gjafinn. „Ef þið eruð svo illa haldnir, sem þið segið, má vera að hann geti látið ykkur hafa eitthvað „sterkt“.“ „En hvar getum við hitt hann?“ spurðum við. „Hér er aðeins eitt hús — hann býr sjálfsagt óraveg í burtu?“ „Nei,“ svaraði gestgjafinn. „Hann á heima hér I húsinu — öll byggðin er hér saman kom- in.“ Þetta var þó dálítið huggun. Við bárum nú saman ráð okkar stundarkorn, og ákváðum svo að fara allir saman til læknis- ins. Og ef hann fengist til.að. „KéraSslækffiírínn var staðfesta, að við værum „þurf- andi“, mundi meðalið sjálfsagt verða vel útilátið. „Vísið okkur til hans,“ sögð- um við. „Það eru d.yrnar þarna — svaraði gestgjafinn rólega og benti okkur á dyr til vinstri á skálanum. Þar gengum við inn, og kóm- um inn í snyrtilega dagstófu, með sand á gólfi og nýferniser- aða veggi. En þar var enginn maður sjáanlegur — aðeiris tvær hurðir. En gegnum aðra þeirra kom gestgiafinn skyndi- lega í ljós alvörugefinn í bragði og kinkaði vingjarnlega kolli. „Er héraðslæknirinn ekki heima?“ spurðum við., ,yon- > -IO/J Oiri S Mnin sviknir. „Héraðslæknirinn?11 endurtók hann. „Það er ég!“ „Hvað þá???“ „Jú, ég er héraðslæknirinn hér á staðnum,“ staðhæfði hann án þess að blikna né blána. — „Hvað get ég gert fyrir ykkur?“ Þegar við höfðum óttað okk- ur, stundum við því upp, að við værum fársjúkir eftir hið erfiða ferðalag og að við hefðum feng- ið svæsið lungnakvef, influenzu og ef til vill byrjun á lungna- bólgu. Héraðslæknir & gestgjafi rannsakaði hvern og einn okk- Allir voru þeír ílla haldnir. ar gaumgæfilega, og eftir hverja skoðun hristi hann höf- uðið. „Tja,“ sagði hann, þegar hann hafði skoðað okkur alla — 20 menn. „Þið eruð í raun og sann- leika illa haldnir, herrar mín- ir. Ef við getum ekki séð fyrir því að útvega ykkur eitthvað yljandi, óttast ég að nokkrir ykkar kunni að fá lungnabólgu. Sumir ykkar hafa líka ofkælzt og skrámazt. Ég skal nú skrifa lyfseðil á mergjað, yljandi lyf, og þar sem sumir ykkar þurfá að fá spíritusbað til að verjast blóðeitrun, skal ég gefa ykkur ávísun á 10 lítra af spiritus concentratus.“ Við hrópuðum „bravo, bravó!“ og nokkrir gátu ekki á sér set- ið én hrópuðu: „Húrrá!“ Én þetta „misskildi“ héraðsiæknir- inn. Hann sagði: „Já. ég get ósköp vel skilið, að þið séuð hamingjusamir yfir því að hafa, ekki þegar fengið blóðeitrun og lungnabólgu! Þið megið sannarlega þakka fyrir það.“ Og svo rétti hann okkur lyf- seðlana. En þá var það, sem við heimskuðum okkur enn við hann, er við sögðum: „Jæja, kæri vinur -— megum við nú biðja um spíritusirin með það sama?“ „Það kemur mér alls ekkert við,“ svarað ihann. „Um það verðið þið að eig'a við lyfsal- ann.“ Nú stóðum við enn uppi ráða- lausir.... Lyfsalann? Hvar gát- um við hitt lyfsalann? Bjó hann kannske líka í þessu aflanga . húsi? „Já, það gerir hann,“ sagði gestgjafi & héraðslæknir. „Þið skuluð bara ganga inn um þess- ar dyr þarna!“ Við gengum að dyrum gegnt þeim, sem við höfðum komið inn um, og þarna komum við inn í stofu, sem var prýdd göml- um bókaskáp, fullum af flösk- um, krukkum, kyrnum og öskj- um. Þetta var auðsýnilega lyfjabúðin. En þar var enginn lyfsali sjá- anlegur. Jú . . . allt í einu opnuðust dyr, og hver ætli hafi staðið þar frammi fyrir okkur annar en gestgjafi & héraðslæknir! „Þið óskið?“ sagði hann þurr- lega. Við vorum dálítið utan við T pnmtast cL tmar bezt 4 unJamoti mijn, n eni fra % . • ♦ ♦ ♦ ♦ Öii ,• ijjöi&h ffidutt iiiudHsi ÍiBtnuöi irá ♦ ♦ ♦ ♦ Prentmyndir h.f. Laugavegl 1 - Sími 4003 Andrésar Andréssonar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.